Tíminn og rýmið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 07:30 „Hreyfing og tími koma við sögu í öllum verkunum,“ segir Tumi. Fréttablaðið/Anton Brink Tumi Magnússon sýnir verk sín á sýningunni Áttir sem nú stendur yfir í Listasafni Akureyrar. Verkin eru í þremur sölum. Ekki er langt síðan safnið var endurnýjað og salir þess stækkaðir. „Það hefur verið fallega gert og rýmin eru ólík. Ég fékk þarna þrjá sali sem eru hver með sín hlutföll, lofthæð og karakter en öll mjög einföld og henta vel fyrir myndlistarsýningar,“ segir Tumi.Verk tekin á göngu Spurður um verkin á sýningunni segir hann: „Hreyfing og tími koma við sögu í öllum verkunum. Í tveimur sölum eru vídeóinnsetningar. Önnur vídeóinnsetningin er á fjórum stórum skjávörpum. Vídeóið tók ég á göngu og vélin snýr niður og í norður. Þar sem vélin sneri alltaf í sömu átt og snerist ekki með mér þegar ég tók beygjur þá sést á vídeóinu hvernig jörðin streymir framhjá í mismunandi áttir. Upptökurnar eru fjórar, teknar á mismunandi stöðum. Eftir á skeytti ég upptökurnar saman þannig að fótatakið verður alls staðar í takt. Úr verður heildarryþmi bæði á hreyfingunni og myndinni.“ Annað vídeóverk í öðrum sal heitir Fótganga. „Í þessum sal eru tólf vídeóskjáir, sex á hvorum vegg. Það vídeó sýnir einnig göngu og er tekið alveg niður við jörð og öðru hvoru sést í fót sem hverfur síðan. Þarna er um að ræða mismunandi upptökur á mismunandi stöðum og skórnir eru mismunandi. Þessum upptökum raðaði ég síðan saman þannig að úr verður ein ganga með mismunandi skóm, undirlagi og hljóðum.“Áttir er videó sem tekið er niður fyrir fætur og myndavélin vísar í norður.Nýtir sér númer svindlara Í þriðja sal listasafnsins eru sjálfstæð verk, tvenns konar. „Þarna eru litlir hljóðskúlptúrar, frá þeim kemur hljóð á mínútu fresti, annars vegar flugvélarhljóð og hins vegar bílhljóð. Flugvélin flýgur fram hjá borðinu og bíllinn fram hjá lampanum sem hangir á vegg. Annars staðar í salnum eru teikningar af símanúmerum en ég hef gert slík verk öðru hvoru frá árinu 2002. Að þessi sinni eru teikningar af tveimur símanúmerum sem eiga það sameiginlegt að vera frá svindlurum. Ég bý í Danmörku á veturna og þar kemur fyrir að hringt er í mann frá öðrum heimshornum og þegar maður svarar er lagt á. Svindlararnir gera þetta í von um að maður hringi til baka og þá er hægt að svíkja af manni pening sem tekinn er af símareikningi.“ Tumi segist þó aldrei hafa gengið í þessa gildru, en nýtti sér símanúmer tveggja svindlara í verkið. Tumi hefur fengist við myndlist í áratugi. Spurður um þróun í myndlist sinni segir hann: „Ég hef alltaf haft gaman af að breyta til og prófa nýjar aðferðir. Þegar ég var í námi vann ég með 8 millimetra kvikmyndir, ljósmyndir og smáskúlptúra. Á níunda áratugnum færði ég mig yfir í málverk sem í byrjun voru fígúratíf en þróuðust yfir í hugmyndaleg málverk og málverkainnsetningar. Um 2000 fóru vídeóinnsetningar að verða áberandi. Það sem þessi margvíslegu verk mín eiga sameiginlegt er að aðalviðfangsefnið er tíminn og rýmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Tumi Magnússon sýnir verk sín á sýningunni Áttir sem nú stendur yfir í Listasafni Akureyrar. Verkin eru í þremur sölum. Ekki er langt síðan safnið var endurnýjað og salir þess stækkaðir. „Það hefur verið fallega gert og rýmin eru ólík. Ég fékk þarna þrjá sali sem eru hver með sín hlutföll, lofthæð og karakter en öll mjög einföld og henta vel fyrir myndlistarsýningar,“ segir Tumi.Verk tekin á göngu Spurður um verkin á sýningunni segir hann: „Hreyfing og tími koma við sögu í öllum verkunum. Í tveimur sölum eru vídeóinnsetningar. Önnur vídeóinnsetningin er á fjórum stórum skjávörpum. Vídeóið tók ég á göngu og vélin snýr niður og í norður. Þar sem vélin sneri alltaf í sömu átt og snerist ekki með mér þegar ég tók beygjur þá sést á vídeóinu hvernig jörðin streymir framhjá í mismunandi áttir. Upptökurnar eru fjórar, teknar á mismunandi stöðum. Eftir á skeytti ég upptökurnar saman þannig að fótatakið verður alls staðar í takt. Úr verður heildarryþmi bæði á hreyfingunni og myndinni.“ Annað vídeóverk í öðrum sal heitir Fótganga. „Í þessum sal eru tólf vídeóskjáir, sex á hvorum vegg. Það vídeó sýnir einnig göngu og er tekið alveg niður við jörð og öðru hvoru sést í fót sem hverfur síðan. Þarna er um að ræða mismunandi upptökur á mismunandi stöðum og skórnir eru mismunandi. Þessum upptökum raðaði ég síðan saman þannig að úr verður ein ganga með mismunandi skóm, undirlagi og hljóðum.“Áttir er videó sem tekið er niður fyrir fætur og myndavélin vísar í norður.Nýtir sér númer svindlara Í þriðja sal listasafnsins eru sjálfstæð verk, tvenns konar. „Þarna eru litlir hljóðskúlptúrar, frá þeim kemur hljóð á mínútu fresti, annars vegar flugvélarhljóð og hins vegar bílhljóð. Flugvélin flýgur fram hjá borðinu og bíllinn fram hjá lampanum sem hangir á vegg. Annars staðar í salnum eru teikningar af símanúmerum en ég hef gert slík verk öðru hvoru frá árinu 2002. Að þessi sinni eru teikningar af tveimur símanúmerum sem eiga það sameiginlegt að vera frá svindlurum. Ég bý í Danmörku á veturna og þar kemur fyrir að hringt er í mann frá öðrum heimshornum og þegar maður svarar er lagt á. Svindlararnir gera þetta í von um að maður hringi til baka og þá er hægt að svíkja af manni pening sem tekinn er af símareikningi.“ Tumi segist þó aldrei hafa gengið í þessa gildru, en nýtti sér símanúmer tveggja svindlara í verkið. Tumi hefur fengist við myndlist í áratugi. Spurður um þróun í myndlist sinni segir hann: „Ég hef alltaf haft gaman af að breyta til og prófa nýjar aðferðir. Þegar ég var í námi vann ég með 8 millimetra kvikmyndir, ljósmyndir og smáskúlptúra. Á níunda áratugnum færði ég mig yfir í málverk sem í byrjun voru fígúratíf en þróuðust yfir í hugmyndaleg málverk og málverkainnsetningar. Um 2000 fóru vídeóinnsetningar að verða áberandi. Það sem þessi margvíslegu verk mín eiga sameiginlegt er að aðalviðfangsefnið er tíminn og rýmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira