Indverjar taldir hafa gert loftárás í Pakistan Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 07:31 Mynd sem talin er sýna ummerki eftir loftárásina. Twitter Indverski flugherinn gerði í nótt loftárásir á bækistöðvar vígamanna. Þeir eru taldir bera ábyrgð á árás sem varð 46 indverskum hermönnum að bana um miðjan febrúar. Utanríkisráðherra Indlands segir að loftárásirnar hafi verið framkvæmdar en hins vegar er óljóst hvar sprengjurnar höfnuðu, það er að segja hvort þær hafi verið gerðar í Pakistan, eða í þeim hluta Kasmír sem Indverjar stjórna. Þó er ljóst að árásirnar hafa verið nærri landamærunum að Pakistan því flugherinn þar í landi sendi herþotur sínar á loft til móts við þær indversku án þess þó að til átaka hafi komið. Pakistanski flugherinn staðfesti að sama skapi að indverskar þotur hafi flogið inn í lofthelgi Pakistan en að þær hafi ekki valdið nokkru tjóni. Spennan á milli ríkjanna tveggja, sem bæði eiga kjarnavopn, hefur því ekki verið meiri í áraraðir. Síðast kom til vopnaðra átaka milli ríkjanna árið 1971. Indverjar kenna Pakistönum um árásir vígamannanna í Kasmír en Pakistanar segja þá alls óviðkomandi stjórnvöldum þar í landi.Payload of hastily escaping Indian aircrafts fell in open. pic.twitter.com/8drYtNGMsm— Maj Gen Asif Ghafoor (@OfficialDGISPR) February 26, 2019 Indland Pakistan Tengdar fréttir Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57 Á fjórða tug hermanna féll í sjálfsmorðsárás í Kasmír Árásin er sú mannskæðasta í Kasmír í áraraðir. Samtök pakistanskra íslamista hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 14. febrúar 2019 16:48 Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Indverski flugherinn gerði í nótt loftárásir á bækistöðvar vígamanna. Þeir eru taldir bera ábyrgð á árás sem varð 46 indverskum hermönnum að bana um miðjan febrúar. Utanríkisráðherra Indlands segir að loftárásirnar hafi verið framkvæmdar en hins vegar er óljóst hvar sprengjurnar höfnuðu, það er að segja hvort þær hafi verið gerðar í Pakistan, eða í þeim hluta Kasmír sem Indverjar stjórna. Þó er ljóst að árásirnar hafa verið nærri landamærunum að Pakistan því flugherinn þar í landi sendi herþotur sínar á loft til móts við þær indversku án þess þó að til átaka hafi komið. Pakistanski flugherinn staðfesti að sama skapi að indverskar þotur hafi flogið inn í lofthelgi Pakistan en að þær hafi ekki valdið nokkru tjóni. Spennan á milli ríkjanna tveggja, sem bæði eiga kjarnavopn, hefur því ekki verið meiri í áraraðir. Síðast kom til vopnaðra átaka milli ríkjanna árið 1971. Indverjar kenna Pakistönum um árásir vígamannanna í Kasmír en Pakistanar segja þá alls óviðkomandi stjórnvöldum þar í landi.Payload of hastily escaping Indian aircrafts fell in open. pic.twitter.com/8drYtNGMsm— Maj Gen Asif Ghafoor (@OfficialDGISPR) February 26, 2019
Indland Pakistan Tengdar fréttir Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57 Á fjórða tug hermanna féll í sjálfsmorðsárás í Kasmír Árásin er sú mannskæðasta í Kasmír í áraraðir. Samtök pakistanskra íslamista hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 14. febrúar 2019 16:48 Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45
Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57
Á fjórða tug hermanna féll í sjálfsmorðsárás í Kasmír Árásin er sú mannskæðasta í Kasmír í áraraðir. Samtök pakistanskra íslamista hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 14. febrúar 2019 16:48
Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13