Segja rímnakveðskapinn lifandi hefð og dýrmæta Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Hluti hópsins sem kemur fram á kvæðakvöldi Iðunnar. Frá vinstri Rósa Þorsteinsdóttir, Linus Orri Gunnarsson, Pétur Húni Björnsson, Bára Grímsdóttir og Kristín Lárusdóttir. Aðgangseyrir er 1.500 kr. en ekki verður posi á staðnum. CHRIS FOSTER Félagið fagnar 90 ára afmæli í haust en það er eitt elsta starfandi menningarfélag á landinu. Við erum að reyna að koma því á koppinn að 15. september verði Dagur rímnalagsins og viljum fá samfélagið með okkur í það,“ segir Bára Grímsdóttir, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Í kvöld stendur félagið fyrir kvæðakvöldi á Sólon undir yfirskriftinni „Breytir angri í yndisstund“ og hefst dagskráin klukkan 20. Allur ágóði mun renna til afmælishátíðar Iðunnar. Fjölbreyttur hópur mun koma fram og flytja kvæði en þar á meðal er sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir. „Ég mun kveða eigin lög sem ég hef búið til í stemmur og við ljóð Stefáns frá Hvítadal. Þetta verður einhvers konar kveðskapargjörningur og raftónlist. Þannig að ég verð með nýja nálgun á þetta en líka gamlar vísur,“ segir Kristín. Hún segir flytjendur á kvæðakvöldinu góða blöndu yngra og eldra kvæðafólks. Þrátt fyrir þennan góða hóp mættu vera fleiri kvæðamenn. „Það sem er svo merkilegt við þessa hefð er hvað hún er lifandi og hefur farið manna á milli í gegnum aldirnar. Rímnakveðskapurinn sjálfur byrjar í kringum 14. öldina. Þetta er svo mikill partur af okkar menningu og okkar sjálfsmynd. Þetta er mjög dýrmætur arfur,“ segir Kristín. Þjóðlög frá hinum Norðurlöndunum séu miklu meiri hljóðfæratónlist en hér. „Okkar þjóðlagatónlist er meira bara röddin og söngurinn. Hljóðfæri voru hérna auðvitað af skornum skammti í gegnum tíðina.“ Bára segist finna fyrir meðbyr í samfélaginu núna en þetta hafi sveiflast upp og niður. Félagsmenn Iðunnar eru nú tæplega tvö hundruð talsins. „Félagið hefur staðið fyrir útgáfum á efni sem safnað hefur verið saman í gegnum tíðina. Markmiðið með þessum útgáfum er að þessi kveðskapur verði notaður og haldist á lífi. Það er ekkert gagn í því að hafa þetta bara uppi í hillu eða á söfnum.“ Á árunum 1935-1936 stóð félagið fyrir upptökum á 200 kvæðalögum og voru þær gefnar út á 75 ára afmæli þess árið 2004. Síðar voru 160 lög tekin upp á segulband og voru þau gefin út síðastliðið vor. „Við vorum með því kannski aðeins byrjuð að halda upp á afmælið fyrirfram,“ segir Bára. Bára sem kemur sjálf fram í kvöld segir að ýmislegt standi til í tilefni afmælisins í haust. Þannig vinni hún ásamt Ragnari Inga Aðalsteinssyni að gerð námsefnis um rímnalög sem ætlað er fyrir grunnskóla. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Tímamót Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Félagið fagnar 90 ára afmæli í haust en það er eitt elsta starfandi menningarfélag á landinu. Við erum að reyna að koma því á koppinn að 15. september verði Dagur rímnalagsins og viljum fá samfélagið með okkur í það,“ segir Bára Grímsdóttir, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Í kvöld stendur félagið fyrir kvæðakvöldi á Sólon undir yfirskriftinni „Breytir angri í yndisstund“ og hefst dagskráin klukkan 20. Allur ágóði mun renna til afmælishátíðar Iðunnar. Fjölbreyttur hópur mun koma fram og flytja kvæði en þar á meðal er sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir. „Ég mun kveða eigin lög sem ég hef búið til í stemmur og við ljóð Stefáns frá Hvítadal. Þetta verður einhvers konar kveðskapargjörningur og raftónlist. Þannig að ég verð með nýja nálgun á þetta en líka gamlar vísur,“ segir Kristín. Hún segir flytjendur á kvæðakvöldinu góða blöndu yngra og eldra kvæðafólks. Þrátt fyrir þennan góða hóp mættu vera fleiri kvæðamenn. „Það sem er svo merkilegt við þessa hefð er hvað hún er lifandi og hefur farið manna á milli í gegnum aldirnar. Rímnakveðskapurinn sjálfur byrjar í kringum 14. öldina. Þetta er svo mikill partur af okkar menningu og okkar sjálfsmynd. Þetta er mjög dýrmætur arfur,“ segir Kristín. Þjóðlög frá hinum Norðurlöndunum séu miklu meiri hljóðfæratónlist en hér. „Okkar þjóðlagatónlist er meira bara röddin og söngurinn. Hljóðfæri voru hérna auðvitað af skornum skammti í gegnum tíðina.“ Bára segist finna fyrir meðbyr í samfélaginu núna en þetta hafi sveiflast upp og niður. Félagsmenn Iðunnar eru nú tæplega tvö hundruð talsins. „Félagið hefur staðið fyrir útgáfum á efni sem safnað hefur verið saman í gegnum tíðina. Markmiðið með þessum útgáfum er að þessi kveðskapur verði notaður og haldist á lífi. Það er ekkert gagn í því að hafa þetta bara uppi í hillu eða á söfnum.“ Á árunum 1935-1936 stóð félagið fyrir upptökum á 200 kvæðalögum og voru þær gefnar út á 75 ára afmæli þess árið 2004. Síðar voru 160 lög tekin upp á segulband og voru þau gefin út síðastliðið vor. „Við vorum með því kannski aðeins byrjuð að halda upp á afmælið fyrirfram,“ segir Bára. Bára sem kemur sjálf fram í kvöld segir að ýmislegt standi til í tilefni afmælisins í haust. Þannig vinni hún ásamt Ragnari Inga Aðalsteinssyni að gerð námsefnis um rímnalög sem ætlað er fyrir grunnskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Tímamót Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira