Sigurför fyrir sjálfsmyndina 1. mars 2019 16:30 Sigríður Rut, Hekla Björk, Katla Dögg og Hólmar. Þau eru öll á leið til Abú Dabí. MYND/ERNIR Foreldrar Heklu Bjarkar eru Sigríður Rut Stanleysdóttir og Hólmar Ólafsson. Sigríður Rut segir að fjölskyldan sé afar stolt og glöð að Hekla Björk hafi náð svona góðum árangri í nútímafimleikum. „Hún er búin að fara í meira en tuttugu ferðir í aðgerðir erlendis auk allra þeirra sem gerðar hafa verið hér heima. Það var hvorki gert ráð fyrir því að hún myndi ganga eða tala þegar hún var lítil. Hún er með m.a. með lélega vöðvaspennu og jafnvægisskynið er ekki gott. Auk þess er hún með vöntun á hálsliðum. Hekla hefur blómstrað í nútímafimleikum,“ segir Sigríður Rut.Táraðist af gleði „Við vorum á báðum áttum fyrst hvort við ættum að leyfa henni að fara í fimleika og ráðfærðum okkur við sjúkraþjálfararann hennar. Hekla hefur verið í sjúkraþjálfun frá þriggja mánaða aldri en ekki alltaf með sama þjálfarann. Lengst af hefur hún verið hjá Margréti Ágústu Þorvaldsdóttur sem er yndisleg. Nútímafimleikar henta reyndar mjög vel fyrir fatlaða. Æfingarnar hafa hjálpað henni stórkostlega mikið varðandi jafnvægið, allar hreyfingar og hvernig hún ber sig. Hekla Björk hefur mikinn metnað og hefur stefnt að því að komast á leikana,“ segir Sigríður Rut. Hjónin eiga fimm börn en tvíburasysturnar Hekla Björk og Katla Dögg eru yngstar. Sigríður, Hólmar og Katla Dögg fara til Abú Dabí og ætla að fylgjast með Heklu Björk keppa. Þau hlakka mikið til fararinnar. „Við vitum hvað hún hefur gengið í gegnum og það er ólýsanlega gaman að fylgjast með henni keppa. Hekla er sönn hetja. Fyrir okkur er hún algjör heimsmeistari. Maður tárast af gleði yfir þessu,“ segir Sigríður. „Hekla byrjaði fyrst hjá Gerplu og æfði fimleika fatlaðra í þrjú og hálft ár. Síðan fór hún til Sigurlínar Jónu Baldursdóttur, íþróttakennara hjá Ösp, íþróttafélagi fatlaðra, sem hefur staðið þétt við bakið á henni að æfa nútímafimleika. Hún hefur æft hjá henni í tæp þrjú ár og náð ótrúlega góðum árangri,“ segir Sigríður Rut og bætir við að það skipti miklu máli fyrir sjálfsmynd Heklu Bjarkar að fá þetta einstaka tækifæri til að keppa. „Special Olympics eru stærstu heimsleikar sem verða haldnir á þessu ári. Þátttaka Heklu hefur aukið sjálfstraust hennar gífurlega mikið og hún er spennt að hitta aðra keppendur frá ólíkum löndum.“Mikill sigur Hekla Björk hélt ræðu þegar tilkynnt var að hún færi á Special Olympics. Hún fékk aðstoð við flutninginn frá Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðingi sem hefur náð undraðverðum árangri með Heklu. „Það hefur skipt mig mjög miklu máli að fá tækifæri til að æfa íþrótt sem mér finnst skemmtileg og ég get verið með í,“ sagði Hekla Björk við þetta tækifæri. „Nútímafimleikar hafa hjálpað mér með jafnvægi, styrk og aukið sjálfstraust mitt. Sigurlín er dugleg að hvetja mig áfram til að gera mitt besta. Ég hef einnig kynnst mörgum stelpum í gegnum nútímafimleika. Mig hefur lengi dreymt um að fá að keppa á Special Olympics þar sem allir eru jafnir að keppa og geta fengið tækifæri til að vinna til verðlauna. Einnig er gaman að geta séð aðra keppendur frá ólíkum löndum og með mismunandi getu. Það er mikill sigur fyrir mig að hafa náð svona langt. Núna í mars fæ ég draum minn uppfylltan að keppa fyrir Ísland á Special Olympics. Það verður sigurför fyrir sjálfsmyndina.“ Birtist í Fréttablaðinu Fimleikar Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira
Foreldrar Heklu Bjarkar eru Sigríður Rut Stanleysdóttir og Hólmar Ólafsson. Sigríður Rut segir að fjölskyldan sé afar stolt og glöð að Hekla Björk hafi náð svona góðum árangri í nútímafimleikum. „Hún er búin að fara í meira en tuttugu ferðir í aðgerðir erlendis auk allra þeirra sem gerðar hafa verið hér heima. Það var hvorki gert ráð fyrir því að hún myndi ganga eða tala þegar hún var lítil. Hún er með m.a. með lélega vöðvaspennu og jafnvægisskynið er ekki gott. Auk þess er hún með vöntun á hálsliðum. Hekla hefur blómstrað í nútímafimleikum,“ segir Sigríður Rut.Táraðist af gleði „Við vorum á báðum áttum fyrst hvort við ættum að leyfa henni að fara í fimleika og ráðfærðum okkur við sjúkraþjálfararann hennar. Hekla hefur verið í sjúkraþjálfun frá þriggja mánaða aldri en ekki alltaf með sama þjálfarann. Lengst af hefur hún verið hjá Margréti Ágústu Þorvaldsdóttur sem er yndisleg. Nútímafimleikar henta reyndar mjög vel fyrir fatlaða. Æfingarnar hafa hjálpað henni stórkostlega mikið varðandi jafnvægið, allar hreyfingar og hvernig hún ber sig. Hekla Björk hefur mikinn metnað og hefur stefnt að því að komast á leikana,“ segir Sigríður Rut. Hjónin eiga fimm börn en tvíburasysturnar Hekla Björk og Katla Dögg eru yngstar. Sigríður, Hólmar og Katla Dögg fara til Abú Dabí og ætla að fylgjast með Heklu Björk keppa. Þau hlakka mikið til fararinnar. „Við vitum hvað hún hefur gengið í gegnum og það er ólýsanlega gaman að fylgjast með henni keppa. Hekla er sönn hetja. Fyrir okkur er hún algjör heimsmeistari. Maður tárast af gleði yfir þessu,“ segir Sigríður. „Hekla byrjaði fyrst hjá Gerplu og æfði fimleika fatlaðra í þrjú og hálft ár. Síðan fór hún til Sigurlínar Jónu Baldursdóttur, íþróttakennara hjá Ösp, íþróttafélagi fatlaðra, sem hefur staðið þétt við bakið á henni að æfa nútímafimleika. Hún hefur æft hjá henni í tæp þrjú ár og náð ótrúlega góðum árangri,“ segir Sigríður Rut og bætir við að það skipti miklu máli fyrir sjálfsmynd Heklu Bjarkar að fá þetta einstaka tækifæri til að keppa. „Special Olympics eru stærstu heimsleikar sem verða haldnir á þessu ári. Þátttaka Heklu hefur aukið sjálfstraust hennar gífurlega mikið og hún er spennt að hitta aðra keppendur frá ólíkum löndum.“Mikill sigur Hekla Björk hélt ræðu þegar tilkynnt var að hún færi á Special Olympics. Hún fékk aðstoð við flutninginn frá Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðingi sem hefur náð undraðverðum árangri með Heklu. „Það hefur skipt mig mjög miklu máli að fá tækifæri til að æfa íþrótt sem mér finnst skemmtileg og ég get verið með í,“ sagði Hekla Björk við þetta tækifæri. „Nútímafimleikar hafa hjálpað mér með jafnvægi, styrk og aukið sjálfstraust mitt. Sigurlín er dugleg að hvetja mig áfram til að gera mitt besta. Ég hef einnig kynnst mörgum stelpum í gegnum nútímafimleika. Mig hefur lengi dreymt um að fá að keppa á Special Olympics þar sem allir eru jafnir að keppa og geta fengið tækifæri til að vinna til verðlauna. Einnig er gaman að geta séð aðra keppendur frá ólíkum löndum og með mismunandi getu. Það er mikill sigur fyrir mig að hafa náð svona langt. Núna í mars fæ ég draum minn uppfylltan að keppa fyrir Ísland á Special Olympics. Það verður sigurför fyrir sjálfsmyndina.“
Birtist í Fréttablaðinu Fimleikar Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira