Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 13:05 Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Brúða með hrollvekjandi glott hvetur börn á samfélagsmiðlum til að skaða sig og svipta sig lífi. Lögreglan á Bretlandseyjum hefur varað foreldra við þessu fyrirbæri sem hefur skotið upp kollinum innan myndefnis á YouTube sem er ætlað börnum. Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC þar sem vísað er í tilkynningu frá lögreglunni á Norður-Írlandi sem segir að stóra málið varðandi þetta fyrirbæri sé að þarna séu klárlega hakkarar á ferð með það að markmiði að afla upplýsinga um notendur.Skelfilegt efni Í tilkynningunni frá lögreglunni kemur fram að hvaðan sem þetta kemur og hver sé að baki þessu ógeðfellda fyrirbæri þá sé ekki um það deilt að efnið sem þessi dúkka sendir frá sér sé skelfilegt. Lögreglan í Norður-Írlandi hafði fregnir af atviki í Bandaríkjunum þar sem samskipti barns við dúkkuna sáust. Heyrðist uggvænleg rödd af upptöku skipa barninu að leggja hníf að hálsi sér. Þá er fjölskyldumeðlimum hótað skaða ef áskorun er ekki lokið.Eru börn sögð berskjölduð gagnvart svona óværu og eru foreldrar hvattir til að hafa opin augu gagnvart hættumerkjum.Vísir/GettyLögreglan tekur fram að nokkrar útgáfur séu af þessu og þá séu að sjálfsögðu sprottnar upp eftirhermur af þessu uppátæki. Segir lögreglan að þetta sé enn eitt dæmið um hætturnar sem leynast á netinu og þá sérstaklega hvernig það er notað til að fá aðgengi að börnum. Árið 2017 var það fyrirbæri sem hefur verið kallað „Blue Whale“ en í dag sé það Momo. Þó Momo verði kveðið niður þá tekur eitthvað annað við og því nauðsynlegt að vera ávallt á varðbergi.Gefa foreldrum ráð Er mælst til þess að foreldrar einblíni ekki einungis á þetta fyrirbæri sem Momo er heldur að þeir gangi úr skugga um hvaða efni börnin þeirra hafi aðgang að á netinu. Þá sé nauðsynlegt að börnin átti sig á mikilvægi þess að veita ekki ókunnugum persónuupplýsingar. Auk þess þurfi einnig að kenna börnunum að enginn hafi rétt á því að láta þau gera eitthvað sem þau vilja ekki gera. Einnig þurfi að tryggja að nauðsynlegar stillingar séu á aðgangi barna að raftækjum til að takmarka aðgengi þeirra að skaðlegu efni á netinu. Eru foreldrar beðnir um að fylgjast með hættumerkjum hjá börnunum, þar á meðal ef þau reyna að fara leynt með netnotkun sína, af þau verja miklum tíma á netinu eða samfélagsmiðlum, ef þau reyna í miklum flýti að hylja skjáinn þegar einhver nálgast, ef þau einangra sig eða verða reið eftir að hafa verið á netinu eða átt í samskiptum í gegnum raftæki og ef fjöldi nýrra símanúmera eða tölvupóstfanga er að finna í tækjum þeirra. Þetta fyrirbæri hefur vakið athygli hjá íslenskum foreldrum og hefur ein móðir vakið athygli á þessu óhugnanlega fyrirbæri. Börn og uppeldi Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Brúða með hrollvekjandi glott hvetur börn á samfélagsmiðlum til að skaða sig og svipta sig lífi. Lögreglan á Bretlandseyjum hefur varað foreldra við þessu fyrirbæri sem hefur skotið upp kollinum innan myndefnis á YouTube sem er ætlað börnum. Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC þar sem vísað er í tilkynningu frá lögreglunni á Norður-Írlandi sem segir að stóra málið varðandi þetta fyrirbæri sé að þarna séu klárlega hakkarar á ferð með það að markmiði að afla upplýsinga um notendur.Skelfilegt efni Í tilkynningunni frá lögreglunni kemur fram að hvaðan sem þetta kemur og hver sé að baki þessu ógeðfellda fyrirbæri þá sé ekki um það deilt að efnið sem þessi dúkka sendir frá sér sé skelfilegt. Lögreglan í Norður-Írlandi hafði fregnir af atviki í Bandaríkjunum þar sem samskipti barns við dúkkuna sáust. Heyrðist uggvænleg rödd af upptöku skipa barninu að leggja hníf að hálsi sér. Þá er fjölskyldumeðlimum hótað skaða ef áskorun er ekki lokið.Eru börn sögð berskjölduð gagnvart svona óværu og eru foreldrar hvattir til að hafa opin augu gagnvart hættumerkjum.Vísir/GettyLögreglan tekur fram að nokkrar útgáfur séu af þessu og þá séu að sjálfsögðu sprottnar upp eftirhermur af þessu uppátæki. Segir lögreglan að þetta sé enn eitt dæmið um hætturnar sem leynast á netinu og þá sérstaklega hvernig það er notað til að fá aðgengi að börnum. Árið 2017 var það fyrirbæri sem hefur verið kallað „Blue Whale“ en í dag sé það Momo. Þó Momo verði kveðið niður þá tekur eitthvað annað við og því nauðsynlegt að vera ávallt á varðbergi.Gefa foreldrum ráð Er mælst til þess að foreldrar einblíni ekki einungis á þetta fyrirbæri sem Momo er heldur að þeir gangi úr skugga um hvaða efni börnin þeirra hafi aðgang að á netinu. Þá sé nauðsynlegt að börnin átti sig á mikilvægi þess að veita ekki ókunnugum persónuupplýsingar. Auk þess þurfi einnig að kenna börnunum að enginn hafi rétt á því að láta þau gera eitthvað sem þau vilja ekki gera. Einnig þurfi að tryggja að nauðsynlegar stillingar séu á aðgangi barna að raftækjum til að takmarka aðgengi þeirra að skaðlegu efni á netinu. Eru foreldrar beðnir um að fylgjast með hættumerkjum hjá börnunum, þar á meðal ef þau reyna að fara leynt með netnotkun sína, af þau verja miklum tíma á netinu eða samfélagsmiðlum, ef þau reyna í miklum flýti að hylja skjáinn þegar einhver nálgast, ef þau einangra sig eða verða reið eftir að hafa verið á netinu eða átt í samskiptum í gegnum raftæki og ef fjöldi nýrra símanúmera eða tölvupóstfanga er að finna í tækjum þeirra. Þetta fyrirbæri hefur vakið athygli hjá íslenskum foreldrum og hefur ein móðir vakið athygli á þessu óhugnanlega fyrirbæri.
Börn og uppeldi Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira