Fá reglulega tilkynningar um óhugnanlegt efni á borð við Momo Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 20:30 Myndir af hrollvekjandi brúðu sem hvetur börn til sjálfskaða eru nú í umferð víða á samfélagsmiðlum en verkefnastjóri ábendingalínu segir hana einungis eitt af mörgum svipuðum dæmum. Tilkynningar um óhugnalegt eða óviðeigandi efni fyrir börn berast reglulega til Barnaheilla og lögreglu. Fyrirbærið nefnist Momo og er upphaflega japanskur skúlptúr sem nefnist Mother Bird eða móðurfuglinn, með tilvísun í japanska þjóðsögu. Andlit listaverksins hefur hins vegar öðlast sjálfstætt líf á samfélagsmiðlum en listamaðurinn sem skapaði brúðuna hefur tekið fyrir að tengjast því á nokkurn hátt. Óprúttnir aðilar hafa nýtt sér óhugnalegt andlit brúðunnar og klippt það inn í barnaefni á Youtube. Í einhverjum tilvikum er brúðan látin hvetja börn til þess að senda skilaboð í gegnum samskiptaforritið Whatsapp þar sem síðar er herjað á barnið með obeldisfullum skilaboðum og hvatningum til sjálfsskaða. Hefur lögregla víða varað við því að þarna gætu tölvuþrjótar verið á ferð, sem reyna að komast yfir persónuupplýsingar með þessum hætti. Samtökin Barnaheill halda úti ábeningalínu sem rekin er í samstarfi við lögreglu. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir ábendingar um óviðeigandi efni á internetinu reglulega berast. „Það getur til dæmis verið svona efni. Þar sem börn eru hvött til þess að skaða sjálf sig.“ Momo sé hvorki fyrsta né síðasta efnið af þessum toga. „Það hefur til að mynda verið áður í umræðunni mjög óhugnalegar áskoranir ýmiss konar sem eru sérstaklega miðaðar að því að hvetja börn til alls konar skaðlegrar hegðunar. Það er auðvitað mjög mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um það sem gengur um netið.“ Foreldrar geti hugað að öryggisstIllingum og haft varann á en mikilvægast sé að eiga samtal um ábyrga nethegðun. „Að upplýsa börnin. Gera þau fær um að bregðast við á réttan hátt fyrirfram og reyna að koma í veg fyrir að börnin verði fyrir áföllum af þessum leiðinda Momo.“ Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Halldór Baldursson sver fyrir það að vera maðurinn á bak við hryllingsdúkkuna. 27. febrúar 2019 17:11 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Myndir af hrollvekjandi brúðu sem hvetur börn til sjálfskaða eru nú í umferð víða á samfélagsmiðlum en verkefnastjóri ábendingalínu segir hana einungis eitt af mörgum svipuðum dæmum. Tilkynningar um óhugnalegt eða óviðeigandi efni fyrir börn berast reglulega til Barnaheilla og lögreglu. Fyrirbærið nefnist Momo og er upphaflega japanskur skúlptúr sem nefnist Mother Bird eða móðurfuglinn, með tilvísun í japanska þjóðsögu. Andlit listaverksins hefur hins vegar öðlast sjálfstætt líf á samfélagsmiðlum en listamaðurinn sem skapaði brúðuna hefur tekið fyrir að tengjast því á nokkurn hátt. Óprúttnir aðilar hafa nýtt sér óhugnalegt andlit brúðunnar og klippt það inn í barnaefni á Youtube. Í einhverjum tilvikum er brúðan látin hvetja börn til þess að senda skilaboð í gegnum samskiptaforritið Whatsapp þar sem síðar er herjað á barnið með obeldisfullum skilaboðum og hvatningum til sjálfsskaða. Hefur lögregla víða varað við því að þarna gætu tölvuþrjótar verið á ferð, sem reyna að komast yfir persónuupplýsingar með þessum hætti. Samtökin Barnaheill halda úti ábeningalínu sem rekin er í samstarfi við lögreglu. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir ábendingar um óviðeigandi efni á internetinu reglulega berast. „Það getur til dæmis verið svona efni. Þar sem börn eru hvött til þess að skaða sjálf sig.“ Momo sé hvorki fyrsta né síðasta efnið af þessum toga. „Það hefur til að mynda verið áður í umræðunni mjög óhugnalegar áskoranir ýmiss konar sem eru sérstaklega miðaðar að því að hvetja börn til alls konar skaðlegrar hegðunar. Það er auðvitað mjög mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um það sem gengur um netið.“ Foreldrar geti hugað að öryggisstIllingum og haft varann á en mikilvægast sé að eiga samtal um ábyrga nethegðun. „Að upplýsa börnin. Gera þau fær um að bregðast við á réttan hátt fyrirfram og reyna að koma í veg fyrir að börnin verði fyrir áföllum af þessum leiðinda Momo.“
Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Halldór Baldursson sver fyrir það að vera maðurinn á bak við hryllingsdúkkuna. 27. febrúar 2019 17:11 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05
Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Halldór Baldursson sver fyrir það að vera maðurinn á bak við hryllingsdúkkuna. 27. febrúar 2019 17:11