Stjórnvöld þurfi heildstæðari stefnu í málefnum barna Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 08:00 Ísland skortir heildstæða stefnumótun varðandi innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Vísir/getty Sú skylda hvílir á öllum aðildarríkjum Barnasáttmálans að innleiða hann og er sú krafa meðal annars lögð á aðildarríkin í Barnasáttmálanum sjálfum. Ríki sem hafa fullgilt sáttmálann eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera forsendur sáttmálans að veruleika. Til að fylgja þessu eftir ber öllum aðildarríkjum sáttmálans skylda til að senda Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu um stöðu innleiðingar sáttmálans á fimm ára fresti. Í kjölfarið fara stjórnvöld viðkomandi ríkja í úttekt hjá nefndinni sem gefur í framhaldinu út skýrslu um stöðu innleiðingar Barnasáttmálans. „Íslensk stjórnvöld sendu skýrslu til nefndarinnar bara í þarsíðustu viku,“ segir Hjördís Eva Þórðardóttir, teymisstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi. „Íslensk stjórnvöld standa vissulega framarlega þegar kemur að velferð barna, þrátt fyrir það hefur nefndin gert athugasemdir við innleiðingu Barnasáttmálans hér á landi. Ein sú alvarlegasta er án alls vafa að hér á landi er ekki til staðar nein heildstæð stefnumótun um hvernig eigi að innleiða sáttmálann og ríkið hefur ekki átt í neinu samtali við sveitarfélögin um það hvernig þau geti tekið þátt í innleiðingarvinnunni. Ef sveitarfélögin taka ekki þátt í þessari vinnu er auðséð að Barnasáttmálinn verður aldrei innleiddur hér á landi, þar sem þau stýra stærstum hluta af öllu starfi sem hefur áhrif á daglegt líf barna.“ Til að hægt sé að innleiða Barnasáttmálann þarf að fylgja þeim viðmiðum sem Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur sett fyrir innleiðingu hans. Þau viðmið eru skýr og kalla meðal annars á heildstæða stefnumótun um málefni barna þar sem sérstaklega er horft til viðkvæmustu hópa barna. Hjördís Eva segir að íslensk stjórnvöld þurfi að setja sér skilvirkari markmið um innleiðingu Barnasáttmálans og sú stefna þurfi að innihalda áætlun um það hvernig sveitarfélögin koma inn í þá vinnu. „Við hjá UNICEF höfum hannað innleiðingarlíkan fyrir sveitarfélög sem heitir Barnvæn sveitarfélög, barnvaensveitarfelog.is, sem aðstoðar sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmálann. Þar er búið að skipta innleiðingarferlinu upp í skref sem sveitarfélög geta stigið markvisst til að innleiða Barnasáttmálann með markvissum hætti. Við hófum vinnu við þetta líkan með Akureyrarbæ sem hefur nú samþykkt aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans. Sú áætlun er mjög metnaðarfull og umfangsmikil og mun ná til næstu tveggja ára,“ segir Hjördís Eva. „Þegar Akureyri hefur uppfyllt þessa aðgerðaáætlun munu þau fara í úttektarferli hjá UNICEF sem mun leiða til þess að þau geti öðlast viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi sem Barnvænt sveitarfélag, ef þau uppfylla forsendur úttektarinnar. Við erum einnig í samstarfi við Kópavog sem vinnur hörðum höndum að þessu verkefni, en þau eru núna í þeim fasa að kortleggja Barnasáttmálann í Kópavogi og munu í kjölfarið búa til sína aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans. Það er mikil ánægja sem fylgir því að vinna með þessum tveimur sveitarfélögum sem hafa svo mikinn eldmóð fyrir því að innleiða Barnasáttmálann í allt stjórnkerfi sitt. Vinna þeirra er að ryðja brautina fyrir fleiri sveitarfélög en við hjá UNICEF erum komin með langan biðlista af sveitarfélögum sem vilja vinna að innleiðingu Barnasáttmálans með okkur. Markmiðið er að í gegnum þetta verkefni verði öll sveitarfélög á Íslandi barnvæn sveitarfélög.“ Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, vinnur nú að því að endurskoða þjónustu fyrir börn á Íslandi í samstarfi við fleiri ráðuneyti. Ráðherrann hefur lýst yfir miklum vilja til að vinna samhliða þeirri vinnu að innleiðingu Barnasáttmálans. „Við höfum mikla trú á að sú vinna muni stuðla að markvissari vinnu við að innleiða sáttmálann og að félags- og barnamálaráðherra muni skipta sköpum fyrir innleiðingu Barnasáttmálans,“ segir Hjördís Eva. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sú skylda hvílir á öllum aðildarríkjum Barnasáttmálans að innleiða hann og er sú krafa meðal annars lögð á aðildarríkin í Barnasáttmálanum sjálfum. Ríki sem hafa fullgilt sáttmálann eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera forsendur sáttmálans að veruleika. Til að fylgja þessu eftir ber öllum aðildarríkjum sáttmálans skylda til að senda Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu um stöðu innleiðingar sáttmálans á fimm ára fresti. Í kjölfarið fara stjórnvöld viðkomandi ríkja í úttekt hjá nefndinni sem gefur í framhaldinu út skýrslu um stöðu innleiðingar Barnasáttmálans. „Íslensk stjórnvöld sendu skýrslu til nefndarinnar bara í þarsíðustu viku,“ segir Hjördís Eva Þórðardóttir, teymisstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi. „Íslensk stjórnvöld standa vissulega framarlega þegar kemur að velferð barna, þrátt fyrir það hefur nefndin gert athugasemdir við innleiðingu Barnasáttmálans hér á landi. Ein sú alvarlegasta er án alls vafa að hér á landi er ekki til staðar nein heildstæð stefnumótun um hvernig eigi að innleiða sáttmálann og ríkið hefur ekki átt í neinu samtali við sveitarfélögin um það hvernig þau geti tekið þátt í innleiðingarvinnunni. Ef sveitarfélögin taka ekki þátt í þessari vinnu er auðséð að Barnasáttmálinn verður aldrei innleiddur hér á landi, þar sem þau stýra stærstum hluta af öllu starfi sem hefur áhrif á daglegt líf barna.“ Til að hægt sé að innleiða Barnasáttmálann þarf að fylgja þeim viðmiðum sem Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur sett fyrir innleiðingu hans. Þau viðmið eru skýr og kalla meðal annars á heildstæða stefnumótun um málefni barna þar sem sérstaklega er horft til viðkvæmustu hópa barna. Hjördís Eva segir að íslensk stjórnvöld þurfi að setja sér skilvirkari markmið um innleiðingu Barnasáttmálans og sú stefna þurfi að innihalda áætlun um það hvernig sveitarfélögin koma inn í þá vinnu. „Við hjá UNICEF höfum hannað innleiðingarlíkan fyrir sveitarfélög sem heitir Barnvæn sveitarfélög, barnvaensveitarfelog.is, sem aðstoðar sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmálann. Þar er búið að skipta innleiðingarferlinu upp í skref sem sveitarfélög geta stigið markvisst til að innleiða Barnasáttmálann með markvissum hætti. Við hófum vinnu við þetta líkan með Akureyrarbæ sem hefur nú samþykkt aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans. Sú áætlun er mjög metnaðarfull og umfangsmikil og mun ná til næstu tveggja ára,“ segir Hjördís Eva. „Þegar Akureyri hefur uppfyllt þessa aðgerðaáætlun munu þau fara í úttektarferli hjá UNICEF sem mun leiða til þess að þau geti öðlast viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi sem Barnvænt sveitarfélag, ef þau uppfylla forsendur úttektarinnar. Við erum einnig í samstarfi við Kópavog sem vinnur hörðum höndum að þessu verkefni, en þau eru núna í þeim fasa að kortleggja Barnasáttmálann í Kópavogi og munu í kjölfarið búa til sína aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans. Það er mikil ánægja sem fylgir því að vinna með þessum tveimur sveitarfélögum sem hafa svo mikinn eldmóð fyrir því að innleiða Barnasáttmálann í allt stjórnkerfi sitt. Vinna þeirra er að ryðja brautina fyrir fleiri sveitarfélög en við hjá UNICEF erum komin með langan biðlista af sveitarfélögum sem vilja vinna að innleiðingu Barnasáttmálans með okkur. Markmiðið er að í gegnum þetta verkefni verði öll sveitarfélög á Íslandi barnvæn sveitarfélög.“ Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, vinnur nú að því að endurskoða þjónustu fyrir börn á Íslandi í samstarfi við fleiri ráðuneyti. Ráðherrann hefur lýst yfir miklum vilja til að vinna samhliða þeirri vinnu að innleiðingu Barnasáttmálans. „Við höfum mikla trú á að sú vinna muni stuðla að markvissari vinnu við að innleiða sáttmálann og að félags- og barnamálaráðherra muni skipta sköpum fyrir innleiðingu Barnasáttmálans,“ segir Hjördís Eva.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira