Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2019 10:20 Frá mótmælum gegn Indverjum í Quetta í Pakistan. Á borðanum stendur: Her Pakistan sækið fram, þjóðin stendur við bak ykkar. AP/Arshad Butt Yfirvöld Pakistan segjast tilbúin til að sleppa indverskum flugmanni sem skotinn var niður yfir Kasmírhéraði úr haldi. Flugmaðurinn heitir Abhinandan og var skotinn niður eftir loftárás sem Indverjar segja að hafi beinst gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem 40 indverskir hermenn féllu í. Pakistanar segja Abhinandan í góðu ástandi og vel sé komið fram við hann. Þrátt fyrir það höfðu yfirvöld Pakistan birt myndband og myndi af Abhinandan þar sem hann var með bundið fyrir augun og það blæddi úr andliti hans.Flugmaðurinn indverski sem sagður er heita Abhinandan.AP/Her PakistanIndverjar hafa fordæmt myndefnið og segja það lágkúrulegt og ljóst sé að Abhinandan hafi verið slasaður og segja myndefnið vera brot á alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Þeir hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja.Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir viðræðumYfirvöld bæði Indlands og Pakistan segjast hafa skotið niður orrustuþotu hins ríkisins og segjast Pakistanar jafnvel hafa skotið tvær niður en enn sem komið er viðurkenna Indverjar einir að hafa tapað þotu. Indland og Pakistan hafa háð þrjár styrjaldir frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Undanfarna daga hafa forsvarsmenn beggja ríkja fyrirskipað loftárásir og hersveitir þeirra hafa skipst á skotum víða á landamærum ríkjanna. Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Yfirvöld Pakistan segjast tilbúin til að sleppa indverskum flugmanni sem skotinn var niður yfir Kasmírhéraði úr haldi. Flugmaðurinn heitir Abhinandan og var skotinn niður eftir loftárás sem Indverjar segja að hafi beinst gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem 40 indverskir hermenn féllu í. Pakistanar segja Abhinandan í góðu ástandi og vel sé komið fram við hann. Þrátt fyrir það höfðu yfirvöld Pakistan birt myndband og myndi af Abhinandan þar sem hann var með bundið fyrir augun og það blæddi úr andliti hans.Flugmaðurinn indverski sem sagður er heita Abhinandan.AP/Her PakistanIndverjar hafa fordæmt myndefnið og segja það lágkúrulegt og ljóst sé að Abhinandan hafi verið slasaður og segja myndefnið vera brot á alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Þeir hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja.Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir viðræðumYfirvöld bæði Indlands og Pakistan segjast hafa skotið niður orrustuþotu hins ríkisins og segjast Pakistanar jafnvel hafa skotið tvær niður en enn sem komið er viðurkenna Indverjar einir að hafa tapað þotu. Indland og Pakistan hafa háð þrjár styrjaldir frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Undanfarna daga hafa forsvarsmenn beggja ríkja fyrirskipað loftárásir og hersveitir þeirra hafa skipst á skotum víða á landamærum ríkjanna.
Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40
Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45