Dæmdir fyrir líkamsárás á Akureyri: Hótuðu að henda Molotov-kokteil inn til dóttur brotaþola Andri Eysteinsson skrifar 10. febrúar 2019 22:15 Ari Rúnarsson var eftirlýstur af Interpol vegna málsins. Skjáskot/Interpol Tveir karlmenn, Ari Rúnarsson og Marvin Haukdal Einarsson voru í vikunni sakfelldir í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna líkamsárásar að kvöldi 9.október 2017 á Akureyri. Ari var auk þess sakfelldur fyrir gripdeild með því að haft á brott með sér vegabréf í annarra eigu. Mennirnir eiga báðir nokkurn sakaferil að baki og höfðu báðir verið dæmdir til fangelsisvistar fyrr á árinu sem árásin átti sér stað. Dómar vikunnar urðu þeim því að hegningarauka og hlaut Ari 15 mánaða fangelsisdóm og Marvin 12 mánaða dóm. Einnig var þeim gert að greiða brotaþola 600.000kr auk sakarkostnaðar.Eftirlýstur af Interpol Ákærðu eru báðir góðkunningjar lögreglunnar og lýsti Interpol meðal annars eftir Ara en talið var að hann hefði haldið úr landi áður en hægt væri að birta honum ákæru. Málið var þingfest í Héraðsdómi 10. September síðastliðinn. Í ákærunni er Ara og Marvin, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri. Við meðferð málsins kvað Ari ákæruna vera „algert rugl“ hann kvaðst ekki hafa hótað, barið eða sparkað í brotaþola og ekki lamið flösku í höfuð hans. Marvin sagði fyrir dómi að hann hafi sýnst brotaþola ætla að veitast að Ara og skýlt sér fyrir honum. Við það hafi hann rekið olnbogann í brotaþola. Myndir úr öryggismyndavél sýndu þó að sögur ákærðu stemmdu ekki. Fyrir dómi sagði brotaþoli að Marvin hafi hótað honum lífláti en báðir hafi hótað honum. Munu ákærðu hafa hótað að drepa dóttur brotaþola með því að henda Molotov-kokteil inn um herbergisglugga hennar. Í ákærunni kom einnig fram að félagarnir hafi sagst ætla að búta kærustu brotaþola niður og stinga hníf upp í heila hans.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Tveir karlmenn, Ari Rúnarsson og Marvin Haukdal Einarsson voru í vikunni sakfelldir í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna líkamsárásar að kvöldi 9.október 2017 á Akureyri. Ari var auk þess sakfelldur fyrir gripdeild með því að haft á brott með sér vegabréf í annarra eigu. Mennirnir eiga báðir nokkurn sakaferil að baki og höfðu báðir verið dæmdir til fangelsisvistar fyrr á árinu sem árásin átti sér stað. Dómar vikunnar urðu þeim því að hegningarauka og hlaut Ari 15 mánaða fangelsisdóm og Marvin 12 mánaða dóm. Einnig var þeim gert að greiða brotaþola 600.000kr auk sakarkostnaðar.Eftirlýstur af Interpol Ákærðu eru báðir góðkunningjar lögreglunnar og lýsti Interpol meðal annars eftir Ara en talið var að hann hefði haldið úr landi áður en hægt væri að birta honum ákæru. Málið var þingfest í Héraðsdómi 10. September síðastliðinn. Í ákærunni er Ara og Marvin, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri. Við meðferð málsins kvað Ari ákæruna vera „algert rugl“ hann kvaðst ekki hafa hótað, barið eða sparkað í brotaþola og ekki lamið flösku í höfuð hans. Marvin sagði fyrir dómi að hann hafi sýnst brotaþola ætla að veitast að Ara og skýlt sér fyrir honum. Við það hafi hann rekið olnbogann í brotaþola. Myndir úr öryggismyndavél sýndu þó að sögur ákærðu stemmdu ekki. Fyrir dómi sagði brotaþoli að Marvin hafi hótað honum lífláti en báðir hafi hótað honum. Munu ákærðu hafa hótað að drepa dóttur brotaþola með því að henda Molotov-kokteil inn um herbergisglugga hennar. Í ákærunni kom einnig fram að félagarnir hafi sagst ætla að búta kærustu brotaþola niður og stinga hníf upp í heila hans.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira