Stuttgart var efst á blaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2019 08:30 Elvar Ásgeirsson er markahæsti leikmaður Aftureldingar í Olís-deildinni með 77 mörk. Fréttablaðið/Ernir „Ég kíkti til þeirra í nóvember og aftur í desember. Síðan hefur þetta verið í ferli. Ég hef verið þolinmóður og leyft þeim að taka ákvörðun. Þeir voru að klára að púsla liðinu saman fyrir næsta tímabil,“ sagði Elvar Ásgeirsson í samtali við Fréttablaðið um aðdraganda félagaskipta hans til þýska úrvalsdeildarliðsins Stuttgart. Elvar klárar tímabilið með Aftureldingu en heldur svo til Þýskalands í sumar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Stuttgart sem er á sínu fjórða tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Þegar þetta er skrifað er liðið í 12. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 20 umferðir. „Aðstaðan þarna er í hæsta gæðaflokki. Mér líst vel á allt, bæði verðandi liðsfélaga og þjálfarann [Jürgen Schweikardt]. Það er fjölskyldustemning í félaginu sem ég er vanur,“ sagði Elvar. Að hans sögn var Stuttgart alltaf fyrsti kostur eftir að félagið byrjaði að sýna honum áhuga. „Mér leist mjög vel á það sem þeir höfðu upp á að bjóða. Þýska deildin var ekkert endilega fyrsti kostur en Stuttgart var klárlega efst á blaði.“ Á þessu tímabili hefur Elvar mestmegnis verið notaður sem skytta en honum er ætlað að spila sem leikstjórnandi hjá Stuttgart. Þar mun hann m.a. fylla skarð Michaels Kraus, fyrrverandi heimsmeistara með þýska landsliðinu. „Ég mun deila leikstjórnandastöðunni með öðrum leikmanni og samkeppnin verður hörð. Tilfinningin sem ég fæ er að ég fái að spila mikið en svo fer það bara eftir því hvernig maður stendur sig,“ sagði Elvar. Mosfellingurinn hefur verið afar seinheppinn hvað meiðsli varðar á undanförnum árum. Elvar segist hafa gengist undir ítarlega læknisskoðun hjá Stuttgart og hún hafi komið vel út. „Þeir grandskoðuðu mig, tóku mynd af hnénu þar sem ég sleit krossband og ökklanum sem brotnaði. Það leit allt vel út,“ sagði Elvar. Fyrir rúmu ári fótbrotnaði hann í jólatréssöfnun handknattleiksdeildar Aftureldingar. Hann lét söfnunina vera í ár. „Ég fékk hvíld frá henni,“ sagði hann hlæjandi. Elvar, sem er 24 ára, hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin ár og er markahæsti leikmaður þess í Olís-deildinni í vetur með 77 mörk í 15 leikjum. Mosfellingar hafa verið nálægt því að vinna titla síðustu ár en aldrei tekið stóra skrefið. Afturelding tapaði fyrir Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 2015 og 2016 og fyrir Val í bikarúrslitum 2017. Elvar vill kveðja félagið sitt með titli. „Ég er glaður að þetta sé frágengið og nú get ég einbeitt mér að því að vinna titla með uppeldisfélaginu. Við lítum stórt á okkur og finnst við vera með ógeðslega gott lið. Markmiðin eru skýr; að berjast um alla titla sem í boði eru. Draumurinn er að kveðja Aftureldingu með titli,“ sagði Elvar en Afturelding er í 5. sæti Olís-deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Coca-Cola-bikarsins þar sem liðið mætir FH eftir viku. Olís-deild karla Tengdar fréttir Elvar: Var alltaf inni í myndinni en lokasvarið tafðist Elvar Ásgeirsson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður þýska félagsins Stuttgart. Hann segist ánægður með að samningurinn sé loksins kominn í höfn. 11. febrúar 2019 19:00 Elvar kemur í stað Mimi Kraus hjá Stuttgart Þýska úrvalsdeildarfélagið TVB Stuttgart tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Elvar Ásgeirsson, leikmann Aftureldingar. 11. febrúar 2019 10:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
„Ég kíkti til þeirra í nóvember og aftur í desember. Síðan hefur þetta verið í ferli. Ég hef verið þolinmóður og leyft þeim að taka ákvörðun. Þeir voru að klára að púsla liðinu saman fyrir næsta tímabil,“ sagði Elvar Ásgeirsson í samtali við Fréttablaðið um aðdraganda félagaskipta hans til þýska úrvalsdeildarliðsins Stuttgart. Elvar klárar tímabilið með Aftureldingu en heldur svo til Þýskalands í sumar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Stuttgart sem er á sínu fjórða tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Þegar þetta er skrifað er liðið í 12. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 20 umferðir. „Aðstaðan þarna er í hæsta gæðaflokki. Mér líst vel á allt, bæði verðandi liðsfélaga og þjálfarann [Jürgen Schweikardt]. Það er fjölskyldustemning í félaginu sem ég er vanur,“ sagði Elvar. Að hans sögn var Stuttgart alltaf fyrsti kostur eftir að félagið byrjaði að sýna honum áhuga. „Mér leist mjög vel á það sem þeir höfðu upp á að bjóða. Þýska deildin var ekkert endilega fyrsti kostur en Stuttgart var klárlega efst á blaði.“ Á þessu tímabili hefur Elvar mestmegnis verið notaður sem skytta en honum er ætlað að spila sem leikstjórnandi hjá Stuttgart. Þar mun hann m.a. fylla skarð Michaels Kraus, fyrrverandi heimsmeistara með þýska landsliðinu. „Ég mun deila leikstjórnandastöðunni með öðrum leikmanni og samkeppnin verður hörð. Tilfinningin sem ég fæ er að ég fái að spila mikið en svo fer það bara eftir því hvernig maður stendur sig,“ sagði Elvar. Mosfellingurinn hefur verið afar seinheppinn hvað meiðsli varðar á undanförnum árum. Elvar segist hafa gengist undir ítarlega læknisskoðun hjá Stuttgart og hún hafi komið vel út. „Þeir grandskoðuðu mig, tóku mynd af hnénu þar sem ég sleit krossband og ökklanum sem brotnaði. Það leit allt vel út,“ sagði Elvar. Fyrir rúmu ári fótbrotnaði hann í jólatréssöfnun handknattleiksdeildar Aftureldingar. Hann lét söfnunina vera í ár. „Ég fékk hvíld frá henni,“ sagði hann hlæjandi. Elvar, sem er 24 ára, hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin ár og er markahæsti leikmaður þess í Olís-deildinni í vetur með 77 mörk í 15 leikjum. Mosfellingar hafa verið nálægt því að vinna titla síðustu ár en aldrei tekið stóra skrefið. Afturelding tapaði fyrir Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 2015 og 2016 og fyrir Val í bikarúrslitum 2017. Elvar vill kveðja félagið sitt með titli. „Ég er glaður að þetta sé frágengið og nú get ég einbeitt mér að því að vinna titla með uppeldisfélaginu. Við lítum stórt á okkur og finnst við vera með ógeðslega gott lið. Markmiðin eru skýr; að berjast um alla titla sem í boði eru. Draumurinn er að kveðja Aftureldingu með titli,“ sagði Elvar en Afturelding er í 5. sæti Olís-deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Coca-Cola-bikarsins þar sem liðið mætir FH eftir viku.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Elvar: Var alltaf inni í myndinni en lokasvarið tafðist Elvar Ásgeirsson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður þýska félagsins Stuttgart. Hann segist ánægður með að samningurinn sé loksins kominn í höfn. 11. febrúar 2019 19:00 Elvar kemur í stað Mimi Kraus hjá Stuttgart Þýska úrvalsdeildarfélagið TVB Stuttgart tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Elvar Ásgeirsson, leikmann Aftureldingar. 11. febrúar 2019 10:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Elvar: Var alltaf inni í myndinni en lokasvarið tafðist Elvar Ásgeirsson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður þýska félagsins Stuttgart. Hann segist ánægður með að samningurinn sé loksins kominn í höfn. 11. febrúar 2019 19:00
Elvar kemur í stað Mimi Kraus hjá Stuttgart Þýska úrvalsdeildarfélagið TVB Stuttgart tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Elvar Ásgeirsson, leikmann Aftureldingar. 11. febrúar 2019 10:30
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn