Foreldrarnir hæstánægðir með heimakennslu Heiðu Dísar Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2019 10:30 Rut og Helgi völdu að hafa Heiðu í heimakennslu. Skólaganga Heiðu Dísar Helgadóttur hófst í haust, eins og hjá öðrum jafnöldrum hennar, en það sem sker Heiðu Dís úr, er að henni er kennt heima og er hún líklega eina barnið á Íslandi sem er í heimakennslu. Þau Helgi og Rut foreldrar Heiðu eru bæði kennaramenntuð en það er Helgi sem sér um kennsluna. Ísland í dag kíkti í heimsókn til fjölskyldunnar og kynntist Heiðu og fjölskyldu hennar á Stöð 2 í gær. Það er samdóma álit fjölskyldunnar að fyrirkomulagið gangi eins og í sögu. „Þetta varð til fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist bandarískum manni og á íslenska konu. Þau eiga börn saman og eru hluta úr árinu alltaf erlendis og skiptast á að vera í Bandaríkjunum og hér á landi og ég spyr hvernig þetta er með skólann hjá krökkunum og hann segir mér að þau séu að heimakenna börnunum sínum,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, faðir Heiðu. Hann segir á stöðluðum prófum koma börn í heimakennslu allt að þrjátíu prósent betur út. En hvað með félagslega þáttinn? „Það sem kom mér skemmtilega á óvart er að þessi börn eru miklu líklegri til að vilja taka þátt í æskulýðs- og líkamsræktarstarfsemi heldur en börn sem koma úr hefðbundnu skólakerfi. Þau eru mjög líkleg til að vera með góða leiðtogahæfileika og eiga marga góða vini og eiga mjög auðvelt með það að eignast góða vini líka,“ segir Helgi og bætir því við að Heiða sé mikil félagsvera og að hús þeirra hjóna sé alltaf fullt af krökkum. Heiða Dís æfir Taekwondo, dans og er í hestamennsku.Heiða Dís byrjaði í fyrsta bekk í heimakennslu.„Mér finnst skemmtilegast að læra hvernig fólkið verður til og hvernig beinin líta út,“ segir Heiða. „Þetta gengur bara frábærlega vel og búið að vera ótrúlega skemmtilegt,“ segir Rut Sigurðardóttir, móðir Heiður Dísar. „Ég þekki hvernig það er að kenna hópi af fólki. Þá fer orkan og einbeitingin ósjálfrátt til ákveðinna aðila og ekkert endilega til þeirra aðila sem ættu mest að fá hana. Þó svo að maður reynir, þá er ekki hægt að láta alla fá sömu athygli. Það finnst mér pínu ósanngjarnt, því oft þeir sem vilja vera í skólanum og þeir sem vilja vera í náminu fá minni athygli heldur en þeir sem vilja ekki vera þarna. Það er óþægilegt fyrir nemandann sem vill vera þarna og líka fyrir nemandann sem vill ekki vera þarna,“ segir Helgi og bætir við að rannsóknir bendi til að heimakennsla gefi góðan árangur. „Það sem við viljum gefa barninu okkar er þennan möguleika á þessu tækifæri.“En hvernig bregst fólk við þegar það fréttir að Heiða Dís sé í heimakennslu? „Það er rosalega misjafnt. Þeir sem eru kennaramenntaðir eru yfirleitt mjög spenntir og áhugasamir. Svo eru aðrir sem finnst þetta mjög óþægilegt og vilja hafa okkur í boxinu. Maður er ansi oft að taka þessa umræðu,“ segir Rut en foreldrar þurfa að vera með kennaramenntun til að fá leyfi fyrir heimakennslu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skóla - og menntamál Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Skólaganga Heiðu Dísar Helgadóttur hófst í haust, eins og hjá öðrum jafnöldrum hennar, en það sem sker Heiðu Dís úr, er að henni er kennt heima og er hún líklega eina barnið á Íslandi sem er í heimakennslu. Þau Helgi og Rut foreldrar Heiðu eru bæði kennaramenntuð en það er Helgi sem sér um kennsluna. Ísland í dag kíkti í heimsókn til fjölskyldunnar og kynntist Heiðu og fjölskyldu hennar á Stöð 2 í gær. Það er samdóma álit fjölskyldunnar að fyrirkomulagið gangi eins og í sögu. „Þetta varð til fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist bandarískum manni og á íslenska konu. Þau eiga börn saman og eru hluta úr árinu alltaf erlendis og skiptast á að vera í Bandaríkjunum og hér á landi og ég spyr hvernig þetta er með skólann hjá krökkunum og hann segir mér að þau séu að heimakenna börnunum sínum,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, faðir Heiðu. Hann segir á stöðluðum prófum koma börn í heimakennslu allt að þrjátíu prósent betur út. En hvað með félagslega þáttinn? „Það sem kom mér skemmtilega á óvart er að þessi börn eru miklu líklegri til að vilja taka þátt í æskulýðs- og líkamsræktarstarfsemi heldur en börn sem koma úr hefðbundnu skólakerfi. Þau eru mjög líkleg til að vera með góða leiðtogahæfileika og eiga marga góða vini og eiga mjög auðvelt með það að eignast góða vini líka,“ segir Helgi og bætir því við að Heiða sé mikil félagsvera og að hús þeirra hjóna sé alltaf fullt af krökkum. Heiða Dís æfir Taekwondo, dans og er í hestamennsku.Heiða Dís byrjaði í fyrsta bekk í heimakennslu.„Mér finnst skemmtilegast að læra hvernig fólkið verður til og hvernig beinin líta út,“ segir Heiða. „Þetta gengur bara frábærlega vel og búið að vera ótrúlega skemmtilegt,“ segir Rut Sigurðardóttir, móðir Heiður Dísar. „Ég þekki hvernig það er að kenna hópi af fólki. Þá fer orkan og einbeitingin ósjálfrátt til ákveðinna aðila og ekkert endilega til þeirra aðila sem ættu mest að fá hana. Þó svo að maður reynir, þá er ekki hægt að láta alla fá sömu athygli. Það finnst mér pínu ósanngjarnt, því oft þeir sem vilja vera í skólanum og þeir sem vilja vera í náminu fá minni athygli heldur en þeir sem vilja ekki vera þarna. Það er óþægilegt fyrir nemandann sem vill vera þarna og líka fyrir nemandann sem vill ekki vera þarna,“ segir Helgi og bætir við að rannsóknir bendi til að heimakennsla gefi góðan árangur. „Það sem við viljum gefa barninu okkar er þennan möguleika á þessu tækifæri.“En hvernig bregst fólk við þegar það fréttir að Heiða Dís sé í heimakennslu? „Það er rosalega misjafnt. Þeir sem eru kennaramenntaðir eru yfirleitt mjög spenntir og áhugasamir. Svo eru aðrir sem finnst þetta mjög óþægilegt og vilja hafa okkur í boxinu. Maður er ansi oft að taka þessa umræðu,“ segir Rut en foreldrar þurfa að vera með kennaramenntun til að fá leyfi fyrir heimakennslu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skóla - og menntamál Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira