Nýtt lið í úrslitum um helgina Hjörvar Ólafsson skrifar 13. febrúar 2019 14:30 Fulltrúar liðanna fjögurra í úrslitunum. Frá vinstri talið: Kristen Denise McCarthy (Snæfelli), Guðbjörg Sverrisdóttir (Val), Danielle Victoria Rodriguez (Stjörnunni) og Sóllilja Bjarnadóttir (Breiðabliki). Mynd/KKÍ Það kemur í ljós í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Geysisbikar kvenna í körfubolta. Þá mætast annars vegar Breiðablik og Stjarnan og hins vegar Valur og Snæfell. Ljóst er að allavega eitt lið mun leika til úrslita í keppninni í fyrsta skipti í sögunni. Valur, sem lék til úrslita árið 2013 og laut þá í lægra haldi fyrir Keflavík, mætir Snæfelli sem er eina liðið af þessum fjórum sem þekkir það að vinna bikarmeistaratitil. Það gerðist árið 2016. Þá var Baldur Þorleifsson aðstoðarþjálfari Inga Þórs Steinþórssonar, en nú er Baldur í brúnni hjá Snæfellsliðinu. „Það er mikill heiður að fá að stýra Snæfelli í bikarúrslitum og það eru forréttindi að fá að spila þennan leik. Við erum að fara að leika við mjög öflugan andstæðing sem verður erfitt að leggja að velli,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið um leikinn í kvöld.Mynd/KKÍ„Í þeim leikjum þar sem við höfum farið eftir því leikplani sem sett hefur verið upp hefur okkur gengið vel. Þegar þú mætir jafn sterku liði og Valur er, þá er ofboðslega mikilvægt að fara eftir leikplaninu. Það verður lykillinn að sigrinum. Snæfell er mikill körfuboltabær og ég er viss um að bæjarbúar munu fjölmenna og styðja okkur til sigurs.“ Valur mætir í þennan leik með blússandi sjálfstraust, en liðið hefur haft betur í síðustu tíu leikjum sínum og fann síðast fyrir þeirri tilfinningu að tapa leik í lok nóvember á síðasta ári. Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Vals, segir hins vegar að það verði dagsform og baráttuandi sem muni ráða úrslitum. „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og það er fátt annað sem hefur komist að í huga mér undanfarna daga. Ég mæti til vinnu og reyni að einbeita mér þar, en ég er mestmegnis að hugsa um þennan leik og leiðir til þess að vinna hann. Þetta mun ráðast af því hvaða lið mætir betur stemmt til leiks, nær upp betri baráttu og hittir á betri dag. Ég finn fyrir mikilli stemmingu og samhug í þá átt að fara alla leið og vinna bikarinn í fyrsta skipti í sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um verkefnið.Mynd/KKÍHinum megin eru það nýliðar sem mætast og leika til bikarúrslita. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur, en Stjarnan er að berjast um að komast í úrslitakeppni Domino’s-deildarinnar á meðan Blikar verma botnsætið. Bæði Sóllilja Bjarnadóttir, leikmaður Breiðabliks, og Danielle Rodriguez, leikstjórnandi Stjörnunnar, voru aftur á móti sammála um að það sem á undan hefði gengið í vetur skipti engu máli í þessum leik. „Þó svo að það hafi gengið illa í vetur finnst okkur við hafa spilað á köflum vel og eiga meira skilið. Við förum fullar sjálfstrausts inn í þennan leik og höfum trú á að við getum unnið. Ég hef áður farið í höllina með Val í meistaraflokki og það er sterkur kjarni leikmanna í hópnum sem hefur orðið bikarmeistarar í yngri flokkum. Við erum því vanar þessari umgjörð og stærð leikjanna og það verður ekkert vesen að höndla verkefnið,“ segir Sóllilja. „Það er mikill spenningur í öllu félaginu þar sem bæði kvenna- og karlaliðin eru í undanúrslitum og svo einnig nokkrir yngri flokkar. Við höfum aldrei komist alla leið í úrslitin og ég hef aldrei áður leikið bikarúrslitaleik þannig að eftirvæntingin er mikil. Þetta verður hörkuleikur og staða liðanna í deildinni skiptir engu máli. Við verðum að eiga toppleik til þess að vinna,“ segir Danielle Rodriguez. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Það kemur í ljós í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Geysisbikar kvenna í körfubolta. Þá mætast annars vegar Breiðablik og Stjarnan og hins vegar Valur og Snæfell. Ljóst er að allavega eitt lið mun leika til úrslita í keppninni í fyrsta skipti í sögunni. Valur, sem lék til úrslita árið 2013 og laut þá í lægra haldi fyrir Keflavík, mætir Snæfelli sem er eina liðið af þessum fjórum sem þekkir það að vinna bikarmeistaratitil. Það gerðist árið 2016. Þá var Baldur Þorleifsson aðstoðarþjálfari Inga Þórs Steinþórssonar, en nú er Baldur í brúnni hjá Snæfellsliðinu. „Það er mikill heiður að fá að stýra Snæfelli í bikarúrslitum og það eru forréttindi að fá að spila þennan leik. Við erum að fara að leika við mjög öflugan andstæðing sem verður erfitt að leggja að velli,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið um leikinn í kvöld.Mynd/KKÍ„Í þeim leikjum þar sem við höfum farið eftir því leikplani sem sett hefur verið upp hefur okkur gengið vel. Þegar þú mætir jafn sterku liði og Valur er, þá er ofboðslega mikilvægt að fara eftir leikplaninu. Það verður lykillinn að sigrinum. Snæfell er mikill körfuboltabær og ég er viss um að bæjarbúar munu fjölmenna og styðja okkur til sigurs.“ Valur mætir í þennan leik með blússandi sjálfstraust, en liðið hefur haft betur í síðustu tíu leikjum sínum og fann síðast fyrir þeirri tilfinningu að tapa leik í lok nóvember á síðasta ári. Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Vals, segir hins vegar að það verði dagsform og baráttuandi sem muni ráða úrslitum. „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og það er fátt annað sem hefur komist að í huga mér undanfarna daga. Ég mæti til vinnu og reyni að einbeita mér þar, en ég er mestmegnis að hugsa um þennan leik og leiðir til þess að vinna hann. Þetta mun ráðast af því hvaða lið mætir betur stemmt til leiks, nær upp betri baráttu og hittir á betri dag. Ég finn fyrir mikilli stemmingu og samhug í þá átt að fara alla leið og vinna bikarinn í fyrsta skipti í sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um verkefnið.Mynd/KKÍHinum megin eru það nýliðar sem mætast og leika til bikarúrslita. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur, en Stjarnan er að berjast um að komast í úrslitakeppni Domino’s-deildarinnar á meðan Blikar verma botnsætið. Bæði Sóllilja Bjarnadóttir, leikmaður Breiðabliks, og Danielle Rodriguez, leikstjórnandi Stjörnunnar, voru aftur á móti sammála um að það sem á undan hefði gengið í vetur skipti engu máli í þessum leik. „Þó svo að það hafi gengið illa í vetur finnst okkur við hafa spilað á köflum vel og eiga meira skilið. Við förum fullar sjálfstrausts inn í þennan leik og höfum trú á að við getum unnið. Ég hef áður farið í höllina með Val í meistaraflokki og það er sterkur kjarni leikmanna í hópnum sem hefur orðið bikarmeistarar í yngri flokkum. Við erum því vanar þessari umgjörð og stærð leikjanna og það verður ekkert vesen að höndla verkefnið,“ segir Sóllilja. „Það er mikill spenningur í öllu félaginu þar sem bæði kvenna- og karlaliðin eru í undanúrslitum og svo einnig nokkrir yngri flokkar. Við höfum aldrei komist alla leið í úrslitin og ég hef aldrei áður leikið bikarúrslitaleik þannig að eftirvæntingin er mikil. Þetta verður hörkuleikur og staða liðanna í deildinni skiptir engu máli. Við verðum að eiga toppleik til þess að vinna,“ segir Danielle Rodriguez.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins