LeBron með þrennu en tapaði og þurfti að hlusta á „Kobe er betri“ sönginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 07:30 LeBron James. AP/John Bazemore Boston Celtics virðist vera komið með tak á Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors hafði betur í hörkuleik á móti Utah Jazz, Los Angeles Lakers tapaði með LeBron James og Anthony Davis var vandræðalega lélegur í stórtapi New Orleans Pelicans á heimavelli.Leading all scorers with 28 PTS, @KDTrey5 & the @warriors win their 5th straight! #DubNationpic.twitter.com/0MFEtHp50O — NBA (@NBA) February 13, 2019Kevin Durant skoraði 28 stig þegar Golden State Warriors vann 115-108 sigur á Utah Jazz í hörkuleik. Stephen Curry var kaldur framan af leik en setti niður tvo stóra þrista í lokin og endaði með 24 sitg. Klay Thompson skoraði 22 stig fyrir Golden State liðið og DeMarcus Cousins var með 12 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Þetta var fimmti sigurleikur Golden State Warriors í röð og enn fremur sá sextándi í síðustu sautján leikjum. Í leikjunum á undan hafði Golden State lent 17 stigum undir á móti Phoenix og 19 stigum undir á móti Miami og unnið samt. Nú var liðið 91-84 undir í byrjun fjórða leikhluta en breytti leiknum með 21-4 spretti. Donovan Mitchell var með 25 stig fyrir Utah liðið og Rudy Gobert bætti við 13 stigum og 16 fráköstum. Þetta var 46. tvenna hans á tímabilinu.#StephenCurry buries his second straight triple! : @NBAonTNTpic.twitter.com/TZwan0ZPyt — NBA (@NBA) February 13, 2019#LeBronJames & @TheTraeYoung duel in the @ATLHawks 117-113 victory tonight! LeBron: 28 PTS, 11 REB, 16 AST Trae: 22 PTS, 6 REB, 14 AST pic.twitter.com/fczfvfZ3Fg — NBA (@NBA) February 13, 2019Nýliðinn Trae Young var flottur þegar Atlanta Hawks vann 117-113 sigur á LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers. Young endaði með 22 stig og 14 stoðsendingar en John Collins skoraði einnig 22 stig fyrir Hawks. LeBron James var með þrennu í leiknum, 28 stig, 16 stoðsendingar og 11 fráköst, en það dugði ekki til. Hann þyrfti einnig að hlusta á áhorfendurna í Atlanta syngja „Kobe er betri“ í þessum leik. Eftir þetta tap er útlitið ekkert alltof bjart fyrir Lakers í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. „Við annaðhvort komumst þangað eða ekki. Ekki hafa áhyggjur af því,“ sagði LeBron James eftir leik.20 PTS & 10 REB for the double-double in the @celtics win for @jaytatum0! #CUsRisepic.twitter.com/RETdYi7Ich — NBA (@NBA) February 13, 2019Gordon Hayward skoraði 26 stig og setti niður mjög stóra þriggja stiga körfu á lokamínútunum þegar Boston Celtics vann 112-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Þetta var þriðji sigur Celtics á Sixers liðinu í vetur en sá fyrsti eftir að Philadelphia bætti við nýjasta stjörnuleikmanni sínum. Það sem meira er að Boston Celtics var án Kyrie Irving í leiknum sem tognaði á hné á laugardaginn. Al Horford var með 23 stig og Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 10 fráköst. Joel Embiid var mðe 23 stig og 14 fráköst og Jimmy Butler skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers liðið. Þetta var fyrsta tapið hjá 76ers síðan að liðið fékk til sín Tobias Harris og í raun fall á fyrsta alvöru prófinu fyrir þetta nýsamsetta „súperlið“ í Austurdeildinni. „Þetta er nýtt lið hjá okkur. Það eru hlutir sem við erum að vinna í og hlutir sem við þurfum að gera betur. Þetta var samt gott próf fyrir okkur til að átta okkur á því hvar við erum staddir. Ég er spenntur yfir okkar hóp og sjá hve langt við getum farið,“ sagði Ben Simmons sem var með 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.26 PTS for @gordonhayward while shooting 6/7 from behind the arc in the @celtics W! #CUsRisepic.twitter.com/kxa1ybm7Fi — NBA (@NBA) February 13, 2019Anthony Davis vill ekki spila lengur fyrir New Orleans Pelicans og það sást vel í nótt þegar hann skoraði aðeins 3 stig í 118-88 stórtapi á heimavelli á móti Orlando Magic. Nikola Vucevic pakkaði Davis saman en Davis hitti aðeins úr 1 af 9 skotum sínum á 24 mínútum. Nikola Vucevic var með 25 stig og 17 fráköst fyrir Orlando-liðið, Evan Fournier skoraði 22 stig og Jonathan Isaac setti nýtt persónulegt met með því að skora 20 stig.#GoSpursGo@Patty_Mills leads the @spurs to the victory with 22 PTS on 6/8 from behind the arc! pic.twitter.com/UQ65WJmqkJ — NBA (@NBA) February 13, 2019In his @memgrizz debut, @JValanciunas records 23 PTS (9/11 FG) & 10 REB! #GrindCitypic.twitter.com/zo2UijQQr9 — NBA (@NBA) February 13, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Utah Jazz 115-108 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 88-118 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 109-112 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 117-113 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Boston Celtics virðist vera komið með tak á Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors hafði betur í hörkuleik á móti Utah Jazz, Los Angeles Lakers tapaði með LeBron James og Anthony Davis var vandræðalega lélegur í stórtapi New Orleans Pelicans á heimavelli.Leading all scorers with 28 PTS, @KDTrey5 & the @warriors win their 5th straight! #DubNationpic.twitter.com/0MFEtHp50O — NBA (@NBA) February 13, 2019Kevin Durant skoraði 28 stig þegar Golden State Warriors vann 115-108 sigur á Utah Jazz í hörkuleik. Stephen Curry var kaldur framan af leik en setti niður tvo stóra þrista í lokin og endaði með 24 sitg. Klay Thompson skoraði 22 stig fyrir Golden State liðið og DeMarcus Cousins var með 12 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Þetta var fimmti sigurleikur Golden State Warriors í röð og enn fremur sá sextándi í síðustu sautján leikjum. Í leikjunum á undan hafði Golden State lent 17 stigum undir á móti Phoenix og 19 stigum undir á móti Miami og unnið samt. Nú var liðið 91-84 undir í byrjun fjórða leikhluta en breytti leiknum með 21-4 spretti. Donovan Mitchell var með 25 stig fyrir Utah liðið og Rudy Gobert bætti við 13 stigum og 16 fráköstum. Þetta var 46. tvenna hans á tímabilinu.#StephenCurry buries his second straight triple! : @NBAonTNTpic.twitter.com/TZwan0ZPyt — NBA (@NBA) February 13, 2019#LeBronJames & @TheTraeYoung duel in the @ATLHawks 117-113 victory tonight! LeBron: 28 PTS, 11 REB, 16 AST Trae: 22 PTS, 6 REB, 14 AST pic.twitter.com/fczfvfZ3Fg — NBA (@NBA) February 13, 2019Nýliðinn Trae Young var flottur þegar Atlanta Hawks vann 117-113 sigur á LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers. Young endaði með 22 stig og 14 stoðsendingar en John Collins skoraði einnig 22 stig fyrir Hawks. LeBron James var með þrennu í leiknum, 28 stig, 16 stoðsendingar og 11 fráköst, en það dugði ekki til. Hann þyrfti einnig að hlusta á áhorfendurna í Atlanta syngja „Kobe er betri“ í þessum leik. Eftir þetta tap er útlitið ekkert alltof bjart fyrir Lakers í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. „Við annaðhvort komumst þangað eða ekki. Ekki hafa áhyggjur af því,“ sagði LeBron James eftir leik.20 PTS & 10 REB for the double-double in the @celtics win for @jaytatum0! #CUsRisepic.twitter.com/RETdYi7Ich — NBA (@NBA) February 13, 2019Gordon Hayward skoraði 26 stig og setti niður mjög stóra þriggja stiga körfu á lokamínútunum þegar Boston Celtics vann 112-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Þetta var þriðji sigur Celtics á Sixers liðinu í vetur en sá fyrsti eftir að Philadelphia bætti við nýjasta stjörnuleikmanni sínum. Það sem meira er að Boston Celtics var án Kyrie Irving í leiknum sem tognaði á hné á laugardaginn. Al Horford var með 23 stig og Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 10 fráköst. Joel Embiid var mðe 23 stig og 14 fráköst og Jimmy Butler skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers liðið. Þetta var fyrsta tapið hjá 76ers síðan að liðið fékk til sín Tobias Harris og í raun fall á fyrsta alvöru prófinu fyrir þetta nýsamsetta „súperlið“ í Austurdeildinni. „Þetta er nýtt lið hjá okkur. Það eru hlutir sem við erum að vinna í og hlutir sem við þurfum að gera betur. Þetta var samt gott próf fyrir okkur til að átta okkur á því hvar við erum staddir. Ég er spenntur yfir okkar hóp og sjá hve langt við getum farið,“ sagði Ben Simmons sem var með 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.26 PTS for @gordonhayward while shooting 6/7 from behind the arc in the @celtics W! #CUsRisepic.twitter.com/kxa1ybm7Fi — NBA (@NBA) February 13, 2019Anthony Davis vill ekki spila lengur fyrir New Orleans Pelicans og það sást vel í nótt þegar hann skoraði aðeins 3 stig í 118-88 stórtapi á heimavelli á móti Orlando Magic. Nikola Vucevic pakkaði Davis saman en Davis hitti aðeins úr 1 af 9 skotum sínum á 24 mínútum. Nikola Vucevic var með 25 stig og 17 fráköst fyrir Orlando-liðið, Evan Fournier skoraði 22 stig og Jonathan Isaac setti nýtt persónulegt met með því að skora 20 stig.#GoSpursGo@Patty_Mills leads the @spurs to the victory with 22 PTS on 6/8 from behind the arc! pic.twitter.com/UQ65WJmqkJ — NBA (@NBA) February 13, 2019In his @memgrizz debut, @JValanciunas records 23 PTS (9/11 FG) & 10 REB! #GrindCitypic.twitter.com/zo2UijQQr9 — NBA (@NBA) February 13, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Utah Jazz 115-108 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 88-118 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 109-112 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 117-113
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira