Telur starfsemi Fótbolta.net í hættu vegna fjölmiðlafrumvarps Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2019 12:45 Fótbolti.net hefur verið starfrækt í 17 ár. Hafliði Breiðfjörð Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda íþróttavefmiðilsins Fótbolta.net, telur að frumvarp menntamálaráðherra um endurgreiðslur til fjölmiðla geti gert út af við starfsemi vefmiðilsins. Þetta kemur fram í umsögn Hafliða sem hann sendi fyrir hönd Fótbolta.net um frumvarpið. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni.Styrkirnir verði í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósent af hluta ritstjórnarkostnaðar. Hver fjölmiðill geti þó ekki fengið hærri upphæð en 50 miljónir í styrk árlega og heildarframlag ríkisins verði um 400 milljónir króna. Alls kyns skilyrði eru síðan sett um tíðni birtingar, efnistök og fjölda starfsmanna á ritstjórnum fyrir því að fjölmiðill fái styrk.Hafliði Breiðfjörð.Vísir/VilhelmErfitt að keppa um starfsfólk fái helstu samkeppnisaðilar styrkÍ umsögn Hafliða segir að verði lögin að veruleika verði það til þess að samkeppnisstaða fjölmiðla muni skekkjast. Að óbreyttu stefnir í að starfsemi Fótbolta.net uppfylli ekki skilyrði frumvarpsins til þess að hljóta endurgreiðslu þar sem hann sinnir aðeins íþróttum, nánar tiltekið knattspyrnu. Í frumvarpinu segir að til þess að hljóta endurgreiðslu þurfi efni fjölmiðilsins að fjölbreytt og fyrir allan almenning á Íslandi. Bendir Hafliði á að helstu samkeppnisaðilar Fótbolta.net séu einnig hluti af stærri fjölmiðlum sem uppfylli öll skilyrði frumvarpsins. Því muni samkeppnisstaða skekkjast verulega. „Það þýðir að samkeppni um starfsfólk verður nánast vonlaus enda þurfum við að leggja fram 33% meiri pening til að greiða starfsmanni sömu laun og samkeppnisaðilarnir sem fá 25% endurgreiðslu. Þetta gæti gert út um starfsemi fjölmiðils sem hefur verið rekinn í 17 ár og alltaf greitt alla reikninga og gjöld á réttum tíma,“ segir í umsögninni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Brýnna verk að skoða auglýsingasölu RÚV Sveinn R. Eyjólfsson, einn reyndasti blaðaútgefandi landsins, telur frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla litlu breyta fyrir þá miðla sem mestu máli skipti. Endurskoðun á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri alvöru aðgerð. 8. febrúar 2019 08:00 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira
Hafliði Breiðfjörð Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda íþróttavefmiðilsins Fótbolta.net, telur að frumvarp menntamálaráðherra um endurgreiðslur til fjölmiðla geti gert út af við starfsemi vefmiðilsins. Þetta kemur fram í umsögn Hafliða sem hann sendi fyrir hönd Fótbolta.net um frumvarpið. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni.Styrkirnir verði í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósent af hluta ritstjórnarkostnaðar. Hver fjölmiðill geti þó ekki fengið hærri upphæð en 50 miljónir í styrk árlega og heildarframlag ríkisins verði um 400 milljónir króna. Alls kyns skilyrði eru síðan sett um tíðni birtingar, efnistök og fjölda starfsmanna á ritstjórnum fyrir því að fjölmiðill fái styrk.Hafliði Breiðfjörð.Vísir/VilhelmErfitt að keppa um starfsfólk fái helstu samkeppnisaðilar styrkÍ umsögn Hafliða segir að verði lögin að veruleika verði það til þess að samkeppnisstaða fjölmiðla muni skekkjast. Að óbreyttu stefnir í að starfsemi Fótbolta.net uppfylli ekki skilyrði frumvarpsins til þess að hljóta endurgreiðslu þar sem hann sinnir aðeins íþróttum, nánar tiltekið knattspyrnu. Í frumvarpinu segir að til þess að hljóta endurgreiðslu þurfi efni fjölmiðilsins að fjölbreytt og fyrir allan almenning á Íslandi. Bendir Hafliði á að helstu samkeppnisaðilar Fótbolta.net séu einnig hluti af stærri fjölmiðlum sem uppfylli öll skilyrði frumvarpsins. Því muni samkeppnisstaða skekkjast verulega. „Það þýðir að samkeppni um starfsfólk verður nánast vonlaus enda þurfum við að leggja fram 33% meiri pening til að greiða starfsmanni sömu laun og samkeppnisaðilarnir sem fá 25% endurgreiðslu. Þetta gæti gert út um starfsemi fjölmiðils sem hefur verið rekinn í 17 ár og alltaf greitt alla reikninga og gjöld á réttum tíma,“ segir í umsögninni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Brýnna verk að skoða auglýsingasölu RÚV Sveinn R. Eyjólfsson, einn reyndasti blaðaútgefandi landsins, telur frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla litlu breyta fyrir þá miðla sem mestu máli skipti. Endurskoðun á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri alvöru aðgerð. 8. febrúar 2019 08:00 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira
Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44
Brýnna verk að skoða auglýsingasölu RÚV Sveinn R. Eyjólfsson, einn reyndasti blaðaútgefandi landsins, telur frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla litlu breyta fyrir þá miðla sem mestu máli skipti. Endurskoðun á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri alvöru aðgerð. 8. febrúar 2019 08:00
Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45