Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2019 20:30 Samgönguráðherra segir að í nýsamþykktri samgönguáætlun felist ekki val á einni tiltekinni leið til fjármögnunar átaksverkefna í vegagerð, til að mynda með veggjöldum. Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. Alþingi samþykkti nýlega samgönguáætlun og breytingartillögur sem fólu í sér tilmæli til samgönguráðherra að koma fram með frumvarp á næstu vikum um fjármögnun átaksverkefna í samgöngumálum þar sem horft yrði til veggjalda. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist vera skoða fleiri leiðir. Meðal annars að nýta arðgreiðslur, eignatekjur og eingreiðslur til ríkisins. „Við ætlum einfaldlega að skoða þetta allt samþætt. Við tökum þessa umræðu í þinginu. Þá með frumvarpi þar sem heimild væri til að taka á þessu með gjaldtöku. Það má líka horfa á allar þessar mismunandi leiðir í bland,“ segir Sigurður Ingi. Tilgangurinn væri að geta framkvæmt meira á næstu árum til að auka skilvirkni og öryggi vegakerfisins. Jón Gunnarsson formaður samgöngunefndar sagði í fréttum okkar í vikunni að samgönguráðherra þyrfti að fara að gera upp hug sinn í þessum efnum. Ráðherra segist vinna samkvæmt stjórnarsáttmála, vilja Alþingis og fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til næstu fimm ára. „Hvernig svo nákvæmlega fjármögnunin verður mun skýrast á næstu vikum og mánuðum. Sú umræða verður tekin í þinginu og í samfélaginu. Þetta er stórkostleg kerfisbreyting og það er mikilvægt að sem flestir séu með okkur í þeirri vegferð,“ segir samgönguráðherra. Hann vill meðal annars horfa til þess að nýta arðgreiðslur frá Landsvirkjun sem fjármálaráðherra hefur árum saman talað um að setja í þjóðarsjóð til að mæta óvæntum áföllum.Ertu búinn að ræða það við hann að þú viljir taka þessa peninga og setja þá í samgöngumálin? „Já, já við höfum rætt ólíkar leiðir. Þetta er ein af þeim leiðum sem við höfum rætt. Þær eru fleiri. Við erum að horfa á eignatekjur ríkisins og arðgreiðslur. Hvernig við getum nýtt þær.“Þannig að það er samstaða um það í ríkisstjórninni að nota jafnvel þetta fé frá Landsvirkjun í þessi mál? „Við erum að skoða þetta. Ég kom þessu fram til að menn áttuðu sig á því. Það er í samgönguáætlun ekki búið að velja eina leið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Samgönguráðherra segir að í nýsamþykktri samgönguáætlun felist ekki val á einni tiltekinni leið til fjármögnunar átaksverkefna í vegagerð, til að mynda með veggjöldum. Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. Alþingi samþykkti nýlega samgönguáætlun og breytingartillögur sem fólu í sér tilmæli til samgönguráðherra að koma fram með frumvarp á næstu vikum um fjármögnun átaksverkefna í samgöngumálum þar sem horft yrði til veggjalda. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist vera skoða fleiri leiðir. Meðal annars að nýta arðgreiðslur, eignatekjur og eingreiðslur til ríkisins. „Við ætlum einfaldlega að skoða þetta allt samþætt. Við tökum þessa umræðu í þinginu. Þá með frumvarpi þar sem heimild væri til að taka á þessu með gjaldtöku. Það má líka horfa á allar þessar mismunandi leiðir í bland,“ segir Sigurður Ingi. Tilgangurinn væri að geta framkvæmt meira á næstu árum til að auka skilvirkni og öryggi vegakerfisins. Jón Gunnarsson formaður samgöngunefndar sagði í fréttum okkar í vikunni að samgönguráðherra þyrfti að fara að gera upp hug sinn í þessum efnum. Ráðherra segist vinna samkvæmt stjórnarsáttmála, vilja Alþingis og fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til næstu fimm ára. „Hvernig svo nákvæmlega fjármögnunin verður mun skýrast á næstu vikum og mánuðum. Sú umræða verður tekin í þinginu og í samfélaginu. Þetta er stórkostleg kerfisbreyting og það er mikilvægt að sem flestir séu með okkur í þeirri vegferð,“ segir samgönguráðherra. Hann vill meðal annars horfa til þess að nýta arðgreiðslur frá Landsvirkjun sem fjármálaráðherra hefur árum saman talað um að setja í þjóðarsjóð til að mæta óvæntum áföllum.Ertu búinn að ræða það við hann að þú viljir taka þessa peninga og setja þá í samgöngumálin? „Já, já við höfum rætt ólíkar leiðir. Þetta er ein af þeim leiðum sem við höfum rætt. Þær eru fleiri. Við erum að horfa á eignatekjur ríkisins og arðgreiðslur. Hvernig við getum nýtt þær.“Þannig að það er samstaða um það í ríkisstjórninni að nota jafnvel þetta fé frá Landsvirkjun í þessi mál? „Við erum að skoða þetta. Ég kom þessu fram til að menn áttuðu sig á því. Það er í samgönguáætlun ekki búið að velja eina leið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira