SA hafnar gagntilboði verkalýðsfélaga sem segja boltann nú hjá stjórnvöldum Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2019 15:11 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boltinn sé hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði VR, Eflingar og verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Í tilboði sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram á miðvikudag buðu þau samkvæmt heimildum fréttastofu upp á 20 þúsund króna árlega hækkun launa undir sex hundruð þúsundum næstu þrjú árin en laun yfir sexhundruð þúsundum myndu hækka um 2,5 prósent. Gagntilboð verkalýðsfélaganna gekk út á að öll laun hækkuðu í krónum og að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok samningstíma. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta gagntilboð ekki falla að horfum í efnahagsmálum. „Við tjáðum okkur um það að það tilboð sem lagt var fram hér í dag sé óaðgengilegt fyrir Samtök atvinnulífsins og geti ekki orðið grunvöllur að kjarasamningi á milli aðila,” segir Halldór Benjamín. Næsti sáttafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag í næstu viku. En í millitíðinni munu stjórnvöld funda með forsetateymi Alþýðusambandsins þar sem farið verður yfir kröfur verkalýðsfélaganna. „Þannig að lengra verður ekki gengið á milli þessara aðila í bili. Þannig að aðkoma stjórnvalda mun ráða úrslitum um framhaldið,” segir Ragnar Þór. Verði niðurstaða stjórnvalda ekki ásættanleg sé komið að vissum tímamótum í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fimmtudag. Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Staða kjaraviðræðna gæti skýrst á fundi með stjórnvöldum í næstu viku Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. 15. febrúar 2019 11:24 Mæta með gagntilboð í Karphúsið Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. 15. febrúar 2019 00:37 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boltinn sé hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði VR, Eflingar og verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Í tilboði sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram á miðvikudag buðu þau samkvæmt heimildum fréttastofu upp á 20 þúsund króna árlega hækkun launa undir sex hundruð þúsundum næstu þrjú árin en laun yfir sexhundruð þúsundum myndu hækka um 2,5 prósent. Gagntilboð verkalýðsfélaganna gekk út á að öll laun hækkuðu í krónum og að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok samningstíma. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta gagntilboð ekki falla að horfum í efnahagsmálum. „Við tjáðum okkur um það að það tilboð sem lagt var fram hér í dag sé óaðgengilegt fyrir Samtök atvinnulífsins og geti ekki orðið grunvöllur að kjarasamningi á milli aðila,” segir Halldór Benjamín. Næsti sáttafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag í næstu viku. En í millitíðinni munu stjórnvöld funda með forsetateymi Alþýðusambandsins þar sem farið verður yfir kröfur verkalýðsfélaganna. „Þannig að lengra verður ekki gengið á milli þessara aðila í bili. Þannig að aðkoma stjórnvalda mun ráða úrslitum um framhaldið,” segir Ragnar Þór. Verði niðurstaða stjórnvalda ekki ásættanleg sé komið að vissum tímamótum í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fimmtudag.
Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Staða kjaraviðræðna gæti skýrst á fundi með stjórnvöldum í næstu viku Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. 15. febrúar 2019 11:24 Mæta með gagntilboð í Karphúsið Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. 15. febrúar 2019 00:37 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15
Staða kjaraviðræðna gæti skýrst á fundi með stjórnvöldum í næstu viku Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. 15. febrúar 2019 11:24
Mæta með gagntilboð í Karphúsið Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. 15. febrúar 2019 00:37