Beðið eftir útspili stjórnvalda sighvatur@frettabladid.is skrifar 16. febrúar 2019 08:15 Ekki verður lengra komist í viðræðum aðila og því er nú beðið eftir aðkomu stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Nú er boltinn hjá stjórnvöldum og það mun hafa úrslitaáhrif um framhaldið þar sem lengra verður væntanlega ekki gengið milli Samtaka atvinnulífsins og okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Samtök atvinnulífsins (SA) höfnuðu á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær gagntilboði VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Í gagntilboðinu var komið til móts við tilboð SA með því skilyrði að stjórnvöld geri kerfisbreytingar og noti skattkerfið til að auka ráðstöfunartekjur. RÚV greindi frá því í gær að tilboðið sem SA lagði fram á miðvikudag hafi gengið út á þriggja ára samning og myndu laun upp að 600 þúsund hækka um 20 þúsund á hverju samningsári en laun yfir 600 þúsund myndu hækka um 2,5 prósent á ári. Ragnar Þór segir að enn sé töluvert langt á milli aðila. „Ef þessi deila á að leysast þá verður aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist bundinn trúnaði um innihald móttilboðs stéttarfélaganna fjögurra og þann trúnað muni hann virða. „Ég get samt sagt að tilboðið er óaðgengilegt Samtökum atvinnulífsins og getur ekki orðið grundvöllur fyrir kjarasamningi milli aðila.“ Þá segir hann það alltaf hafa verið sinn skilning að aðkoma stjórnvalda að samningum sé háð því skilyrði að samningsaðilar séu á lokametrunum að ná samningi. „Enn fremur að þeir kjarasamningar séu innan þess skilgreinda efnahagslega svigrúms sem atvinnulífið getur staðið undir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir niðurstöðu fundarins viss vonbrigði. Ábyrgð samningsaðila og stjórnvalda sé mikil og segist hann vona að allir geri sér grein fyrir því. „SA höfnuðu okkar tilboði en við reyndar ítrekuðum það að tilboðið sem þeir gerðu okkur væri ekki grundvöllur þess að ganga frá kjarasamningum. Menn þurfa bara að gjöra svo vel og finna leiðir og hugsa út fyrir boxið.“ Næsti samningafundur verður á fimmtudaginn en stjórnvöld munu fara yfir áherslur verkalýðshreyfingarinnar á mánudag. Vilhjálmur segir að forsetateymi ASÍ verði svo væntanlega kallað til fundar við stjórnvöld á þriðjudag. „Tíminn er að renna út og ef við náum ekki saman í næstu viku er alveg ljóst að það stefnir í viðræðuslit og menn munu hefja undirbúning að kosningu um verkfall.“ Kjaramál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Nú er boltinn hjá stjórnvöldum og það mun hafa úrslitaáhrif um framhaldið þar sem lengra verður væntanlega ekki gengið milli Samtaka atvinnulífsins og okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Samtök atvinnulífsins (SA) höfnuðu á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær gagntilboði VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Í gagntilboðinu var komið til móts við tilboð SA með því skilyrði að stjórnvöld geri kerfisbreytingar og noti skattkerfið til að auka ráðstöfunartekjur. RÚV greindi frá því í gær að tilboðið sem SA lagði fram á miðvikudag hafi gengið út á þriggja ára samning og myndu laun upp að 600 þúsund hækka um 20 þúsund á hverju samningsári en laun yfir 600 þúsund myndu hækka um 2,5 prósent á ári. Ragnar Þór segir að enn sé töluvert langt á milli aðila. „Ef þessi deila á að leysast þá verður aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist bundinn trúnaði um innihald móttilboðs stéttarfélaganna fjögurra og þann trúnað muni hann virða. „Ég get samt sagt að tilboðið er óaðgengilegt Samtökum atvinnulífsins og getur ekki orðið grundvöllur fyrir kjarasamningi milli aðila.“ Þá segir hann það alltaf hafa verið sinn skilning að aðkoma stjórnvalda að samningum sé háð því skilyrði að samningsaðilar séu á lokametrunum að ná samningi. „Enn fremur að þeir kjarasamningar séu innan þess skilgreinda efnahagslega svigrúms sem atvinnulífið getur staðið undir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir niðurstöðu fundarins viss vonbrigði. Ábyrgð samningsaðila og stjórnvalda sé mikil og segist hann vona að allir geri sér grein fyrir því. „SA höfnuðu okkar tilboði en við reyndar ítrekuðum það að tilboðið sem þeir gerðu okkur væri ekki grundvöllur þess að ganga frá kjarasamningum. Menn þurfa bara að gjöra svo vel og finna leiðir og hugsa út fyrir boxið.“ Næsti samningafundur verður á fimmtudaginn en stjórnvöld munu fara yfir áherslur verkalýðshreyfingarinnar á mánudag. Vilhjálmur segir að forsetateymi ASÍ verði svo væntanlega kallað til fundar við stjórnvöld á þriðjudag. „Tíminn er að renna út og ef við náum ekki saman í næstu viku er alveg ljóst að það stefnir í viðræðuslit og menn munu hefja undirbúning að kosningu um verkfall.“
Kjaramál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent