Arnar: Drógum lengra stráið í dag Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. febrúar 2019 20:25 Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna vísir/bára „Tilfinningin er mjög góð. Ég er stoltur af strákunum og við unnum virkilega sterkt Njarðvíkur lið og ég er bara mjög ánægður,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir bikarmeistaratitilinn. „Þetta Njarðvíkur lið er frábært, vel þjálfað og þeir eiga skilið stórt hrós. Við bara drógum lengra stráið í dag,” sagði bikarmeistarinn Arnar um lið Njarðvíkur eftir leikinn. Stjarnan hélt Njarðvík undir 20 stigum í öllum leikhlutum leiksins nema þriðja. Það var stór hluti af ástæðunni fyrir að þeir eru bikarmeistarar. „Við vörðumst vel í þrjá leikhluta. Við áttum í tómu basli með þá í þriðja leikhluta. Varnarleikurinn hina þrjá leikhlutana var góður og það kannski skilaði þessu.” Brandon Rozzell var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, en hann var frábær í dag. „Mjög leiðinlegt sko. Alltaf vesen á honum,” sagði Arnar á léttu nótunum. „Nei hann er bara æðislegur gaur, sterkur í klefanum. Góður í körfubolta og góður náungi. Ég vissi hvað hann getur þar sem ég þjálfaði hann úti og þess vegna náðum við í hann. Við náðum í hann af því að við ætlum að vinna tvo titla í ár. Við erum komnir með einn og við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn líka. Hann er bara eitt púsl í þessu sterka liði sem ég er með,” sagði Arnar síðan um Brandon Rozzell. Þér er semsagt alveg sama um deildarmeistaratitillinn? „Já það er svona Cocoa Puffs bikar. Ef hann kemur á leiðinni þá kemur hann en við stefnum á það að verða íslandsmeistarar.” Þetta er fyrsta tímabil Arnars sem aðalþjálfari á Íslandi en hann þjálfaði lengi í Danmörku ásamt því að vera í þjálfarateyminu hjá íslenska landsliðinu. Arnar vann því bikarmeistaratitillinn í fyrstu tilraun sem verður að segjast að er tilefni til að fagna. „Já það verður eitthvað aðeins fagnað. Svo tökum við frí og huggulegheit næstu daga en það er búið að vera mikil keyrsla.” Íslenski körfuboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð. Ég er stoltur af strákunum og við unnum virkilega sterkt Njarðvíkur lið og ég er bara mjög ánægður,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir bikarmeistaratitilinn. „Þetta Njarðvíkur lið er frábært, vel þjálfað og þeir eiga skilið stórt hrós. Við bara drógum lengra stráið í dag,” sagði bikarmeistarinn Arnar um lið Njarðvíkur eftir leikinn. Stjarnan hélt Njarðvík undir 20 stigum í öllum leikhlutum leiksins nema þriðja. Það var stór hluti af ástæðunni fyrir að þeir eru bikarmeistarar. „Við vörðumst vel í þrjá leikhluta. Við áttum í tómu basli með þá í þriðja leikhluta. Varnarleikurinn hina þrjá leikhlutana var góður og það kannski skilaði þessu.” Brandon Rozzell var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, en hann var frábær í dag. „Mjög leiðinlegt sko. Alltaf vesen á honum,” sagði Arnar á léttu nótunum. „Nei hann er bara æðislegur gaur, sterkur í klefanum. Góður í körfubolta og góður náungi. Ég vissi hvað hann getur þar sem ég þjálfaði hann úti og þess vegna náðum við í hann. Við náðum í hann af því að við ætlum að vinna tvo titla í ár. Við erum komnir með einn og við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn líka. Hann er bara eitt púsl í þessu sterka liði sem ég er með,” sagði Arnar síðan um Brandon Rozzell. Þér er semsagt alveg sama um deildarmeistaratitillinn? „Já það er svona Cocoa Puffs bikar. Ef hann kemur á leiðinni þá kemur hann en við stefnum á það að verða íslandsmeistarar.” Þetta er fyrsta tímabil Arnars sem aðalþjálfari á Íslandi en hann þjálfaði lengi í Danmörku ásamt því að vera í þjálfarateyminu hjá íslenska landsliðinu. Arnar vann því bikarmeistaratitillinn í fyrstu tilraun sem verður að segjast að er tilefni til að fagna. „Já það verður eitthvað aðeins fagnað. Svo tökum við frí og huggulegheit næstu daga en það er búið að vera mikil keyrsla.”
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins