Getnaðarlimurinn í Gettu betur sendur út fyrir slysni Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. febrúar 2019 14:20 Úr útsendingu Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld. Skjáskot/RÚV Flennistór getnaðarlimur blasti við áhorfendum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar Fjölbrautaskóli Garðabæjar og Fjölbrautaskóli Suðurlands áttust við síðastliðið föstudagskvöld. Spurningahöfundur Gettu betur segir getnaðarliminn hafa verið sendan út fyrir slysni. Mynd af umræddum getnaðarlim má sjá neðar í fréttinni. Um var að ræða þriðju viðureignina í átta liða úrslitum og var komið að lið í keppninni sem nefnist „Þríhöfðinn“ þar sem keppendur horfðu á brot úr kvikmyndinni Fight Club frá árinu 1999 úr smiðju leikstjórans David Fincher. Typpið inn í undirmeðvitundina Fight Club segir frá manni, leiknum af Edward Norton, sem er haldinn miklum ranghugmyndum sökum svefnleysis. Hann vingast við mann að nafni Tyler Durden, leikinn af Brad Pitt, og bralla þeir ýmislegt saman, í það minnsta eftir því sem karakter Edward Nortons kemst næst. Í myndinni ræða félagarnir ýmis konar andóf til að hrista upp í stoðum nútímasamfélagsins sem er, að þeirra mati, gegnsýrt doða og tilgangsleysi. Durden segir til dæmis persónu Edward Norton, sem er ekki nafngreindur í myndinni en jafnan titlaður sem „Sögumaðurinn“, frá því þegar hann vann sem sýningarstjóri í kvikmyndahúsi. Umræddum getnaðarlim brá fyrir í sekúndubrot í beinni útsendingu. Hér má sjá skjáskot af typpinu sem tekið er af vef RÚV.Skjáskot/RÚV Á þeim tíma voru filmuvélar enn þá notaðar í kvikmyndahúsum og sagðist Durden gera sér það að leik að skeyta einum ramma úr klámmynd, sem sést aðeins í nokkur sekúndubrot, inn í barnamyndir. Það varð til þess að áhorfendum í salnum var sýndur getnaðarlimur inn á milli atriða í teiknimyndum án þess að gera sér almennilega grein fyrir því. David Fincher, leikstjóri Fight Club, ákvað að heimfæra uppátækið yfir á myndina sjálfa. Getnaðarlimurinn sést til dæmis í örskotsstund í lokasenu myndarinnar þar sem Sögumaðurinn og Marla Singer, leikin af Helenu Bonham Carter, fylgjast með byggingum hrynja. Umrætt atriði var einmitt sýnt í Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld og birtist getnaðarlimurinn því í þessum fjölskylduþætti á skjám landsmanna. Pottþétt ekki ætlun neins Sævar Helgi Bragason einn þriggja spurningahöfunda Gettu betur segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið ætlunin að senda umrætt typpi út í beinni útsendingu. Skotið hafi líklega farið fram hjá höfundi spurningarinnar, Vilhelm Antoni Jónssyni. Auk Sævars og Vilhelms semur Ingileif Friðriksdóttir spurningar fyrir þáttinn. Sævar Helgi Bragason.Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur bara slysast þarna inn,“ segir Sævar. „Þetta var pottþétt ekki ætlun neins, þetta hefur farið fram hjá okkur.“ Aðspurður segir Sævar að spurningahöfundar Gettu betur finni sjálfir myndefni til að hafa með spurningunum sem þeir semja. Sá hátturinn hafi einnig verið hafður á í tilfelli Fight Club-spurningarinnar og myndefnið líklega ekki skoðað nógu vel. Að sögn Sævars höfðu spurningahöfundar jafnframt ekki fengið fregnir af neinum kvörtunum vegna hins óvænta getnaðarlims, þó að vel geti verið að slíkt hefði borist dagskrárstjóra RÚV, Skarphéðni Guðmundssyni. Hann hafi enn fremur komið vinsamlegum tilmælum á framfæri við spurningahöfunda í kjölfar útsendingarinnar á föstudag. „Við fengum skeyti frá honum um að vera meðvituð um efnið sem við sendum út.“ Hér má nálgast útsendingu Gettu betur á föstudagskvöldið. Limnum bregður fyrir á mínútu 17:28. Bíó og sjónvarp Gettu betur Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Flennistór getnaðarlimur blasti við áhorfendum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar Fjölbrautaskóli Garðabæjar og Fjölbrautaskóli Suðurlands áttust við síðastliðið föstudagskvöld. Spurningahöfundur Gettu betur segir getnaðarliminn hafa verið sendan út fyrir slysni. Mynd af umræddum getnaðarlim má sjá neðar í fréttinni. Um var að ræða þriðju viðureignina í átta liða úrslitum og var komið að lið í keppninni sem nefnist „Þríhöfðinn“ þar sem keppendur horfðu á brot úr kvikmyndinni Fight Club frá árinu 1999 úr smiðju leikstjórans David Fincher. Typpið inn í undirmeðvitundina Fight Club segir frá manni, leiknum af Edward Norton, sem er haldinn miklum ranghugmyndum sökum svefnleysis. Hann vingast við mann að nafni Tyler Durden, leikinn af Brad Pitt, og bralla þeir ýmislegt saman, í það minnsta eftir því sem karakter Edward Nortons kemst næst. Í myndinni ræða félagarnir ýmis konar andóf til að hrista upp í stoðum nútímasamfélagsins sem er, að þeirra mati, gegnsýrt doða og tilgangsleysi. Durden segir til dæmis persónu Edward Norton, sem er ekki nafngreindur í myndinni en jafnan titlaður sem „Sögumaðurinn“, frá því þegar hann vann sem sýningarstjóri í kvikmyndahúsi. Umræddum getnaðarlim brá fyrir í sekúndubrot í beinni útsendingu. Hér má sjá skjáskot af typpinu sem tekið er af vef RÚV.Skjáskot/RÚV Á þeim tíma voru filmuvélar enn þá notaðar í kvikmyndahúsum og sagðist Durden gera sér það að leik að skeyta einum ramma úr klámmynd, sem sést aðeins í nokkur sekúndubrot, inn í barnamyndir. Það varð til þess að áhorfendum í salnum var sýndur getnaðarlimur inn á milli atriða í teiknimyndum án þess að gera sér almennilega grein fyrir því. David Fincher, leikstjóri Fight Club, ákvað að heimfæra uppátækið yfir á myndina sjálfa. Getnaðarlimurinn sést til dæmis í örskotsstund í lokasenu myndarinnar þar sem Sögumaðurinn og Marla Singer, leikin af Helenu Bonham Carter, fylgjast með byggingum hrynja. Umrætt atriði var einmitt sýnt í Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld og birtist getnaðarlimurinn því í þessum fjölskylduþætti á skjám landsmanna. Pottþétt ekki ætlun neins Sævar Helgi Bragason einn þriggja spurningahöfunda Gettu betur segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið ætlunin að senda umrætt typpi út í beinni útsendingu. Skotið hafi líklega farið fram hjá höfundi spurningarinnar, Vilhelm Antoni Jónssyni. Auk Sævars og Vilhelms semur Ingileif Friðriksdóttir spurningar fyrir þáttinn. Sævar Helgi Bragason.Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur bara slysast þarna inn,“ segir Sævar. „Þetta var pottþétt ekki ætlun neins, þetta hefur farið fram hjá okkur.“ Aðspurður segir Sævar að spurningahöfundar Gettu betur finni sjálfir myndefni til að hafa með spurningunum sem þeir semja. Sá hátturinn hafi einnig verið hafður á í tilfelli Fight Club-spurningarinnar og myndefnið líklega ekki skoðað nógu vel. Að sögn Sævars höfðu spurningahöfundar jafnframt ekki fengið fregnir af neinum kvörtunum vegna hins óvænta getnaðarlims, þó að vel geti verið að slíkt hefði borist dagskrárstjóra RÚV, Skarphéðni Guðmundssyni. Hann hafi enn fremur komið vinsamlegum tilmælum á framfæri við spurningahöfunda í kjölfar útsendingarinnar á föstudag. „Við fengum skeyti frá honum um að vera meðvituð um efnið sem við sendum út.“ Hér má nálgast útsendingu Gettu betur á föstudagskvöldið. Limnum bregður fyrir á mínútu 17:28.
Bíó og sjónvarp Gettu betur Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira