Getnaðarlimurinn í Gettu betur sendur út fyrir slysni Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. febrúar 2019 14:20 Úr útsendingu Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld. Skjáskot/RÚV Flennistór getnaðarlimur blasti við áhorfendum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar Fjölbrautaskóli Garðabæjar og Fjölbrautaskóli Suðurlands áttust við síðastliðið föstudagskvöld. Spurningahöfundur Gettu betur segir getnaðarliminn hafa verið sendan út fyrir slysni. Mynd af umræddum getnaðarlim má sjá neðar í fréttinni. Um var að ræða þriðju viðureignina í átta liða úrslitum og var komið að lið í keppninni sem nefnist „Þríhöfðinn“ þar sem keppendur horfðu á brot úr kvikmyndinni Fight Club frá árinu 1999 úr smiðju leikstjórans David Fincher. Typpið inn í undirmeðvitundina Fight Club segir frá manni, leiknum af Edward Norton, sem er haldinn miklum ranghugmyndum sökum svefnleysis. Hann vingast við mann að nafni Tyler Durden, leikinn af Brad Pitt, og bralla þeir ýmislegt saman, í það minnsta eftir því sem karakter Edward Nortons kemst næst. Í myndinni ræða félagarnir ýmis konar andóf til að hrista upp í stoðum nútímasamfélagsins sem er, að þeirra mati, gegnsýrt doða og tilgangsleysi. Durden segir til dæmis persónu Edward Norton, sem er ekki nafngreindur í myndinni en jafnan titlaður sem „Sögumaðurinn“, frá því þegar hann vann sem sýningarstjóri í kvikmyndahúsi. Umræddum getnaðarlim brá fyrir í sekúndubrot í beinni útsendingu. Hér má sjá skjáskot af typpinu sem tekið er af vef RÚV.Skjáskot/RÚV Á þeim tíma voru filmuvélar enn þá notaðar í kvikmyndahúsum og sagðist Durden gera sér það að leik að skeyta einum ramma úr klámmynd, sem sést aðeins í nokkur sekúndubrot, inn í barnamyndir. Það varð til þess að áhorfendum í salnum var sýndur getnaðarlimur inn á milli atriða í teiknimyndum án þess að gera sér almennilega grein fyrir því. David Fincher, leikstjóri Fight Club, ákvað að heimfæra uppátækið yfir á myndina sjálfa. Getnaðarlimurinn sést til dæmis í örskotsstund í lokasenu myndarinnar þar sem Sögumaðurinn og Marla Singer, leikin af Helenu Bonham Carter, fylgjast með byggingum hrynja. Umrætt atriði var einmitt sýnt í Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld og birtist getnaðarlimurinn því í þessum fjölskylduþætti á skjám landsmanna. Pottþétt ekki ætlun neins Sævar Helgi Bragason einn þriggja spurningahöfunda Gettu betur segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið ætlunin að senda umrætt typpi út í beinni útsendingu. Skotið hafi líklega farið fram hjá höfundi spurningarinnar, Vilhelm Antoni Jónssyni. Auk Sævars og Vilhelms semur Ingileif Friðriksdóttir spurningar fyrir þáttinn. Sævar Helgi Bragason.Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur bara slysast þarna inn,“ segir Sævar. „Þetta var pottþétt ekki ætlun neins, þetta hefur farið fram hjá okkur.“ Aðspurður segir Sævar að spurningahöfundar Gettu betur finni sjálfir myndefni til að hafa með spurningunum sem þeir semja. Sá hátturinn hafi einnig verið hafður á í tilfelli Fight Club-spurningarinnar og myndefnið líklega ekki skoðað nógu vel. Að sögn Sævars höfðu spurningahöfundar jafnframt ekki fengið fregnir af neinum kvörtunum vegna hins óvænta getnaðarlims, þó að vel geti verið að slíkt hefði borist dagskrárstjóra RÚV, Skarphéðni Guðmundssyni. Hann hafi enn fremur komið vinsamlegum tilmælum á framfæri við spurningahöfunda í kjölfar útsendingarinnar á föstudag. „Við fengum skeyti frá honum um að vera meðvituð um efnið sem við sendum út.“ Hér má nálgast útsendingu Gettu betur á föstudagskvöldið. Limnum bregður fyrir á mínútu 17:28. Bíó og sjónvarp Gettu betur Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Flennistór getnaðarlimur blasti við áhorfendum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar Fjölbrautaskóli Garðabæjar og Fjölbrautaskóli Suðurlands áttust við síðastliðið föstudagskvöld. Spurningahöfundur Gettu betur segir getnaðarliminn hafa verið sendan út fyrir slysni. Mynd af umræddum getnaðarlim má sjá neðar í fréttinni. Um var að ræða þriðju viðureignina í átta liða úrslitum og var komið að lið í keppninni sem nefnist „Þríhöfðinn“ þar sem keppendur horfðu á brot úr kvikmyndinni Fight Club frá árinu 1999 úr smiðju leikstjórans David Fincher. Typpið inn í undirmeðvitundina Fight Club segir frá manni, leiknum af Edward Norton, sem er haldinn miklum ranghugmyndum sökum svefnleysis. Hann vingast við mann að nafni Tyler Durden, leikinn af Brad Pitt, og bralla þeir ýmislegt saman, í það minnsta eftir því sem karakter Edward Nortons kemst næst. Í myndinni ræða félagarnir ýmis konar andóf til að hrista upp í stoðum nútímasamfélagsins sem er, að þeirra mati, gegnsýrt doða og tilgangsleysi. Durden segir til dæmis persónu Edward Norton, sem er ekki nafngreindur í myndinni en jafnan titlaður sem „Sögumaðurinn“, frá því þegar hann vann sem sýningarstjóri í kvikmyndahúsi. Umræddum getnaðarlim brá fyrir í sekúndubrot í beinni útsendingu. Hér má sjá skjáskot af typpinu sem tekið er af vef RÚV.Skjáskot/RÚV Á þeim tíma voru filmuvélar enn þá notaðar í kvikmyndahúsum og sagðist Durden gera sér það að leik að skeyta einum ramma úr klámmynd, sem sést aðeins í nokkur sekúndubrot, inn í barnamyndir. Það varð til þess að áhorfendum í salnum var sýndur getnaðarlimur inn á milli atriða í teiknimyndum án þess að gera sér almennilega grein fyrir því. David Fincher, leikstjóri Fight Club, ákvað að heimfæra uppátækið yfir á myndina sjálfa. Getnaðarlimurinn sést til dæmis í örskotsstund í lokasenu myndarinnar þar sem Sögumaðurinn og Marla Singer, leikin af Helenu Bonham Carter, fylgjast með byggingum hrynja. Umrætt atriði var einmitt sýnt í Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld og birtist getnaðarlimurinn því í þessum fjölskylduþætti á skjám landsmanna. Pottþétt ekki ætlun neins Sævar Helgi Bragason einn þriggja spurningahöfunda Gettu betur segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið ætlunin að senda umrætt typpi út í beinni útsendingu. Skotið hafi líklega farið fram hjá höfundi spurningarinnar, Vilhelm Antoni Jónssyni. Auk Sævars og Vilhelms semur Ingileif Friðriksdóttir spurningar fyrir þáttinn. Sævar Helgi Bragason.Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur bara slysast þarna inn,“ segir Sævar. „Þetta var pottþétt ekki ætlun neins, þetta hefur farið fram hjá okkur.“ Aðspurður segir Sævar að spurningahöfundar Gettu betur finni sjálfir myndefni til að hafa með spurningunum sem þeir semja. Sá hátturinn hafi einnig verið hafður á í tilfelli Fight Club-spurningarinnar og myndefnið líklega ekki skoðað nógu vel. Að sögn Sævars höfðu spurningahöfundar jafnframt ekki fengið fregnir af neinum kvörtunum vegna hins óvænta getnaðarlims, þó að vel geti verið að slíkt hefði borist dagskrárstjóra RÚV, Skarphéðni Guðmundssyni. Hann hafi enn fremur komið vinsamlegum tilmælum á framfæri við spurningahöfunda í kjölfar útsendingarinnar á föstudag. „Við fengum skeyti frá honum um að vera meðvituð um efnið sem við sendum út.“ Hér má nálgast útsendingu Gettu betur á föstudagskvöldið. Limnum bregður fyrir á mínútu 17:28.
Bíó og sjónvarp Gettu betur Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira