Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. febrúar 2019 16:30 Deildar meiningar eru innan stjórnarliðsins um hvernig ráðstafa eigi því fjármagni sem renna á í Þjóðarsjóð. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lagt til að það verði nýtt til að byggja upp samgöngukerfið. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að skynsamlegast að nýta það til að lækka álögur á almenning ef veggjöld verða sett á. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs 12. desember síðastliðinn. Í sjóðinn eiga að renna tekjur vegna nýtingu orkuauðlinda í landinu, þar á meðal arður úr Landsvirkjun. Hlutverk sjóðsins er að varðveita og ávaxta þessa fjármuni og eiga þeir að nýtast ef ríkið verður fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, velti því hinsvegar upp í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku síðan hvort ekki væri skynsamlegra að nýta fjármagnið í samgönguframkvæmdir næstu fjögur til fimm árin og þannig sleppa við að setja á veggjöld.Hrauneyjafossvirkjun. Nýta á hagnað af nýtingu orkuauðlinda til að fjármagna Þjóðarsjóð.Mynd/Landsvirkjun.Þrátt fyrir að samgönguráðherra hefur dregið í land með veggjöldin er Jón Gunnarsson, formaður Umhverfis- og Samgöngunefndar, enn þeirrar skoðunar að gjöldin séu skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. "Við skulum nota þessa innheimtuleið vegna þátttöku erlendra ferðamanna í að byggja þetta upp með okkur vegna þess að þeir borga svo stóran hluta," sagði Jón í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að hann sjálfur og aðrir þingmenn hafi talað fyrir því að ef veggjöld verði lögð á komi til lækkun á öðrum gjöldum. Hugmyndir um að nýta fjármagn sem á að renna í Þjóðarsjóð gæti fjármagnað þessa mótvægisaðgerð. „Ef það er aukið svigrúm í ríkisfjármálunum eins og samgönguráðherra er að tala fyrir þegar hann talar um að nýta fjármagnið í svona verkefni. Þá skulum við bara fara í að lækka skatta. Við gætum til dæmis byrjað á því að taka bifreiðaskattinn í burtu. Ég held að hann skili einhverjum 6 til 7 milljörðum í þjóðarbúið.“Hlusta má á viðtalið við Jón Gunnarsson í fullri lengd í spilaranum fyrir neðan.Klippa: Bítið - Veggjöldin mega ekki vera íþyngjandi Samgöngur Sprengisandur Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Deildar meiningar eru innan stjórnarliðsins um hvernig ráðstafa eigi því fjármagni sem renna á í Þjóðarsjóð. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lagt til að það verði nýtt til að byggja upp samgöngukerfið. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að skynsamlegast að nýta það til að lækka álögur á almenning ef veggjöld verða sett á. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs 12. desember síðastliðinn. Í sjóðinn eiga að renna tekjur vegna nýtingu orkuauðlinda í landinu, þar á meðal arður úr Landsvirkjun. Hlutverk sjóðsins er að varðveita og ávaxta þessa fjármuni og eiga þeir að nýtast ef ríkið verður fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, velti því hinsvegar upp í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku síðan hvort ekki væri skynsamlegra að nýta fjármagnið í samgönguframkvæmdir næstu fjögur til fimm árin og þannig sleppa við að setja á veggjöld.Hrauneyjafossvirkjun. Nýta á hagnað af nýtingu orkuauðlinda til að fjármagna Þjóðarsjóð.Mynd/Landsvirkjun.Þrátt fyrir að samgönguráðherra hefur dregið í land með veggjöldin er Jón Gunnarsson, formaður Umhverfis- og Samgöngunefndar, enn þeirrar skoðunar að gjöldin séu skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. "Við skulum nota þessa innheimtuleið vegna þátttöku erlendra ferðamanna í að byggja þetta upp með okkur vegna þess að þeir borga svo stóran hluta," sagði Jón í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að hann sjálfur og aðrir þingmenn hafi talað fyrir því að ef veggjöld verði lögð á komi til lækkun á öðrum gjöldum. Hugmyndir um að nýta fjármagn sem á að renna í Þjóðarsjóð gæti fjármagnað þessa mótvægisaðgerð. „Ef það er aukið svigrúm í ríkisfjármálunum eins og samgönguráðherra er að tala fyrir þegar hann talar um að nýta fjármagnið í svona verkefni. Þá skulum við bara fara í að lækka skatta. Við gætum til dæmis byrjað á því að taka bifreiðaskattinn í burtu. Ég held að hann skili einhverjum 6 til 7 milljörðum í þjóðarbúið.“Hlusta má á viðtalið við Jón Gunnarsson í fullri lengd í spilaranum fyrir neðan.Klippa: Bítið - Veggjöldin mega ekki vera íþyngjandi
Samgöngur Sprengisandur Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30
Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04
Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00
Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00
Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15
Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30