Eldhúsið færir hana nær heimaslóðunum Björk Eiðsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 07:30 María segist elda reglulega spænskan mat og um leið kenna börnum sínum um spænska menningu. María Gomez heldur úti matarblogginu Paz.is en þar gefur hún lesendum m.a. uppskriftir úr eldhúsi ömmu Paz. „Pabbi er frá Andaluciu á Suður-Spáni, nánar tiltekið frá pínulitlu 400 manna þorpi sem heitir Lugros og er í Sierra Nevada, Snæfjöllunum, í Granada. Heimsókn þangað er ævintýri líkust og eins og að fara 50 ár aftur í tímann og inn í spænska bíómynd. Þar vaknar maður við bjölluhljóm í jarmandi geitum sem smalað er um göturnar eldsnemma á morgnana og nánast allur matur kemur frá ökrunum í kring eða frá bændum þorpsins.“ María ólst sjálf upp á Spáni til fimm ára aldurs, á Costa Brava ströndinni. „Pabbi og systkini hans höfðu öll flutt þangað frá Suður-Spáni á fullorðinsárum þar sem mikið var og er um atvinnuleysi á Suður-Spáni og meiri vinnu að hafa í Katalóníu. Þegar ég var krakki voru aldrei neinir Íslendingar á þessu svæði en á því hefur orðið mikil breyting, þar sem bæði er flogið til Barcelona og svo er Iron Man keppnin haldin árlega á svæðinu.“ María fluttist svo til Íslands ásamt móður sinni en hefur alla tíð haldið góðu sambandi við föðurfjölskyldu sína. „Ég hef nánast verið þar með annan fótinn frá 10 ára aldri og hef reynt að fara þangað eins oft og ég kemst. Frá því ég var 17 ára hef ég einungis farið til Lugros, litla fjallaþorpsins okkar, en ég er svo mikið hrifnari af því en Katalóníu. Þar á ég líka ótrúlega marga ættingja með eftirnafnið Gomez. Einnig bjó amma Paz þar, þar til hún dó árið 2000 og föðursystir mín Tita, sem þýðir frænka, Paz, býr þar enn og er hún mín mesta uppáhaldsfrænka enda er bloggið mitt nefnt eftir þeim eða Paz sem þýðir friður á spænsku.“Dónaskapur að afþakka veitingar María segist hafa fengið áhuga á eldamennsku þar sem hún sat dáleidd í eldhúsinu hjá ömmu og Titu Paz sem bjuggu alltaf saman. „Hjá þeim snerist allt um að elda og hvað ætti að vera í matinn. En það er mjög algengt hjá konum á Spáni. Spánverjar eru í eðli sínu mjög gestrisnir, þeir elska að bjóða fólki upp á að borða og ef manni er boðinn matur í heimsókn þykir dónaskapur að afþakka. Amma og Tita Paz kenndu mér klárlega mikið í eldhúsinu þá sérstaklega Tita Paz og hún er enn að kenna mér í gegnum símann.“Synir Maríu á rölti um götur ömmu Paz.María segist elska spænskan mat og þá sérstaklega mat frá Andalúsíu enda matarmenning Spánar mismunandi eftir svæðum. „Maturinn í Andalúsíu er þessi týpíski Miðjarðarhafsmatur, mikið er um grænmeti, ávexti, kjöt, ólífur, osta, hnetur og fisk sem er svo toppað og stundum drekkt í ólífuolíu sem er oftast hellt út á salat, á brauðið eða beint á matinn.“ María eldar reglulega spænskan mat heima fyrir og segist þannig færast nær Spáni og um leið kenna börnum sínum um menningu landsins. Hugmyndin að blogginu spratt upp úr því að María var að taka húsið sitt í gegn og langaði að deila sniðugum hugmyndum sem ekki væru of kostnaðarsamar og úr varð lífsstílsbloggið Paz.is. „Svo árið 2018 ákvað ég að breyta vefnum í eingöngu heimilis- og matarblogg og þá fyrst fannst mér ég byrja að blómstra í þessu verkefni enda veit ég ekkert skemmtilegra en að breyta og bæta á heimilinu og elda góðan mat.“Uppáhaldsmatur Maríu? „Ég get klárlega sagt að minn uppáhaldsmatur er spænskur en það er svo margt sem kemur til greina, pollo al ajillo og fritada de pollo eru held ég mínir uppáhalds spænsku réttir en þá má finna á blogginu mínu.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira
María Gomez heldur úti matarblogginu Paz.is en þar gefur hún lesendum m.a. uppskriftir úr eldhúsi ömmu Paz. „Pabbi er frá Andaluciu á Suður-Spáni, nánar tiltekið frá pínulitlu 400 manna þorpi sem heitir Lugros og er í Sierra Nevada, Snæfjöllunum, í Granada. Heimsókn þangað er ævintýri líkust og eins og að fara 50 ár aftur í tímann og inn í spænska bíómynd. Þar vaknar maður við bjölluhljóm í jarmandi geitum sem smalað er um göturnar eldsnemma á morgnana og nánast allur matur kemur frá ökrunum í kring eða frá bændum þorpsins.“ María ólst sjálf upp á Spáni til fimm ára aldurs, á Costa Brava ströndinni. „Pabbi og systkini hans höfðu öll flutt þangað frá Suður-Spáni á fullorðinsárum þar sem mikið var og er um atvinnuleysi á Suður-Spáni og meiri vinnu að hafa í Katalóníu. Þegar ég var krakki voru aldrei neinir Íslendingar á þessu svæði en á því hefur orðið mikil breyting, þar sem bæði er flogið til Barcelona og svo er Iron Man keppnin haldin árlega á svæðinu.“ María fluttist svo til Íslands ásamt móður sinni en hefur alla tíð haldið góðu sambandi við föðurfjölskyldu sína. „Ég hef nánast verið þar með annan fótinn frá 10 ára aldri og hef reynt að fara þangað eins oft og ég kemst. Frá því ég var 17 ára hef ég einungis farið til Lugros, litla fjallaþorpsins okkar, en ég er svo mikið hrifnari af því en Katalóníu. Þar á ég líka ótrúlega marga ættingja með eftirnafnið Gomez. Einnig bjó amma Paz þar, þar til hún dó árið 2000 og föðursystir mín Tita, sem þýðir frænka, Paz, býr þar enn og er hún mín mesta uppáhaldsfrænka enda er bloggið mitt nefnt eftir þeim eða Paz sem þýðir friður á spænsku.“Dónaskapur að afþakka veitingar María segist hafa fengið áhuga á eldamennsku þar sem hún sat dáleidd í eldhúsinu hjá ömmu og Titu Paz sem bjuggu alltaf saman. „Hjá þeim snerist allt um að elda og hvað ætti að vera í matinn. En það er mjög algengt hjá konum á Spáni. Spánverjar eru í eðli sínu mjög gestrisnir, þeir elska að bjóða fólki upp á að borða og ef manni er boðinn matur í heimsókn þykir dónaskapur að afþakka. Amma og Tita Paz kenndu mér klárlega mikið í eldhúsinu þá sérstaklega Tita Paz og hún er enn að kenna mér í gegnum símann.“Synir Maríu á rölti um götur ömmu Paz.María segist elska spænskan mat og þá sérstaklega mat frá Andalúsíu enda matarmenning Spánar mismunandi eftir svæðum. „Maturinn í Andalúsíu er þessi týpíski Miðjarðarhafsmatur, mikið er um grænmeti, ávexti, kjöt, ólífur, osta, hnetur og fisk sem er svo toppað og stundum drekkt í ólífuolíu sem er oftast hellt út á salat, á brauðið eða beint á matinn.“ María eldar reglulega spænskan mat heima fyrir og segist þannig færast nær Spáni og um leið kenna börnum sínum um menningu landsins. Hugmyndin að blogginu spratt upp úr því að María var að taka húsið sitt í gegn og langaði að deila sniðugum hugmyndum sem ekki væru of kostnaðarsamar og úr varð lífsstílsbloggið Paz.is. „Svo árið 2018 ákvað ég að breyta vefnum í eingöngu heimilis- og matarblogg og þá fyrst fannst mér ég byrja að blómstra í þessu verkefni enda veit ég ekkert skemmtilegra en að breyta og bæta á heimilinu og elda góðan mat.“Uppáhaldsmatur Maríu? „Ég get klárlega sagt að minn uppáhaldsmatur er spænskur en það er svo margt sem kemur til greina, pollo al ajillo og fritada de pollo eru held ég mínir uppáhalds spænsku réttir en þá má finna á blogginu mínu.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira