Hin myrka hlið ástarinnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 08:00 Fyrsta skáldsaga Þóru fjallar um ástina á tímum klámvæðingar. Fréttablaðið/Eyþór Kvika er fyrsta skáldsaga Þóru Hjörleifsdóttur. „Hún fjallar um ástina á tímum klámvæðingar og aðalpersónan Lilja verður ástfangin af strák og leyfir honum að ganga yfir öll mörk. Í þessari bók er ég að skoða hvað gerist þegar einstaklingur fellir niður varnarveggina og segir skilið við prinsippin,“ segir Þóra. „Ástin er mér mjög hugleikin. Aðalumræðuefnið hjá mér og vinkonum mínum er ástin, leitin að henni og hvernig eigi að viðhalda henni. Ástin er risastór ráðgáta sem ég næ ekki alveg utan um. Það er ekkert betra en að vera elskuð og að elska, en svo kemur það fyrir að við flækjumst í það að beina ástinni ekki í besta farveg. Þá verður stundum óljóst hvar ástinni sleppir og hvar þráhyggja og geðveiki taka við. Í Kviku langaði mig til að fjalla um hina myrku hlið ástarinnar. Ég held að Lilja sé persóna sem mjög margar konur muni tengja við að einhverju leyti. Hún kemur sér í aðstæður sem verða stöðugt verri og sekkur æ dýpra.“Ekki með fullkomnunaráráttu Þóra er ein af Svikaskáldum en auk hennar eru í hópnum Fríða Ísberg, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þórdís Helgadóttir. Saman hafa þær gefið út tvær ljóðabækur. Spurð hvort samstarfskonur hennar í Svikaskáldum hafi lesið yfir handrit þessarar fyrstu skáldsögu hennar segir Þóra: „Þær eru vinkonur mínar og við erum skáldagengi og lesum mikið yfir hver hjá annarri. Þær lásu yfir hjá mér og gáfu mér góð ráð. Hugmyndir fá oft vængi ef maður talar um þær við aðra. Það er einmanalegt að skrifa bók, maður er einn heima að puða og það er mjög þakklátt að hafa uppbrot á því í samvinnu í þessum hópi. Við höfum gefið út tvær ljóðabækur og þá voru mjög strangar reglur í ritferlinu. Við höfum verið að að æfa okkur í því að vera ekki með fullkomnunaráráttu og hanga yfir texta of lengi í sjálfsgagnrýnis-kyrrstöðu. Svikaskáld voru eiginlega stofnuð til að þvo hendur okkar af þeirri vitleysu.“ Spurð hvort lýrík sé áberandi í skáldsögunni segir hún: „Já, og þegar líður á verkið verða kaflarnir æ styttri. Ég vildi láta textann leysast upp með Lilju, aðalpersónu sögunnar.“ Súrrealísk tilfinning Að lokum er Þóra spurð hvernig tilfinning fylgi því að gefa út fyrstu skáldsögu sína og svarar: „Hún er frábær, svolítið súrrealísk. Ég er búin að fá gríðarlega mikið af skilaboðum frá vinum, kunningjum og fólki sem er búið að lesa. Bókin er auðlesin og ekki löng og fólk nær að spæna sig í gegnum hana á einni kvöldstund en svo held ég að hún mari í undirmeðvitund margra í einhvern tíma á eftir.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Kvika er fyrsta skáldsaga Þóru Hjörleifsdóttur. „Hún fjallar um ástina á tímum klámvæðingar og aðalpersónan Lilja verður ástfangin af strák og leyfir honum að ganga yfir öll mörk. Í þessari bók er ég að skoða hvað gerist þegar einstaklingur fellir niður varnarveggina og segir skilið við prinsippin,“ segir Þóra. „Ástin er mér mjög hugleikin. Aðalumræðuefnið hjá mér og vinkonum mínum er ástin, leitin að henni og hvernig eigi að viðhalda henni. Ástin er risastór ráðgáta sem ég næ ekki alveg utan um. Það er ekkert betra en að vera elskuð og að elska, en svo kemur það fyrir að við flækjumst í það að beina ástinni ekki í besta farveg. Þá verður stundum óljóst hvar ástinni sleppir og hvar þráhyggja og geðveiki taka við. Í Kviku langaði mig til að fjalla um hina myrku hlið ástarinnar. Ég held að Lilja sé persóna sem mjög margar konur muni tengja við að einhverju leyti. Hún kemur sér í aðstæður sem verða stöðugt verri og sekkur æ dýpra.“Ekki með fullkomnunaráráttu Þóra er ein af Svikaskáldum en auk hennar eru í hópnum Fríða Ísberg, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þórdís Helgadóttir. Saman hafa þær gefið út tvær ljóðabækur. Spurð hvort samstarfskonur hennar í Svikaskáldum hafi lesið yfir handrit þessarar fyrstu skáldsögu hennar segir Þóra: „Þær eru vinkonur mínar og við erum skáldagengi og lesum mikið yfir hver hjá annarri. Þær lásu yfir hjá mér og gáfu mér góð ráð. Hugmyndir fá oft vængi ef maður talar um þær við aðra. Það er einmanalegt að skrifa bók, maður er einn heima að puða og það er mjög þakklátt að hafa uppbrot á því í samvinnu í þessum hópi. Við höfum gefið út tvær ljóðabækur og þá voru mjög strangar reglur í ritferlinu. Við höfum verið að að æfa okkur í því að vera ekki með fullkomnunaráráttu og hanga yfir texta of lengi í sjálfsgagnrýnis-kyrrstöðu. Svikaskáld voru eiginlega stofnuð til að þvo hendur okkar af þeirri vitleysu.“ Spurð hvort lýrík sé áberandi í skáldsögunni segir hún: „Já, og þegar líður á verkið verða kaflarnir æ styttri. Ég vildi láta textann leysast upp með Lilju, aðalpersónu sögunnar.“ Súrrealísk tilfinning Að lokum er Þóra spurð hvernig tilfinning fylgi því að gefa út fyrstu skáldsögu sína og svarar: „Hún er frábær, svolítið súrrealísk. Ég er búin að fá gríðarlega mikið af skilaboðum frá vinum, kunningjum og fólki sem er búið að lesa. Bókin er auðlesin og ekki löng og fólk nær að spæna sig í gegnum hana á einni kvöldstund en svo held ég að hún mari í undirmeðvitund margra í einhvern tíma á eftir.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira