Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. febrúar 2019 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða málin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það hefur ekkert fallið skuggi á okkar samstarf og það hefur bara styrkst ef eitthvað er. Ef við færum í sundur þá myndi það veikja gríðarlega stöðu þessara félaga. Ég á frekar von á því að fleiri félög bætist við heldur en að þessi samstaða fari eitthvað að sundrast,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna hjá stéttarfélögunum fjórum sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir heimildarmönnum blaðsins að hagsmunir félaganna væru það ólíkir að erfitt gæti reynst að klára kjarasamninga í samfloti. Ragnar Þór segir að vissulega geti kröfur félagsmanna í þessum félögum verið jafn mismunandi og þær eru margar. „En við gerum okkur líka grein fyrir því að við þurfum að hjálpast að við að ná fram kröfum hvers annars. Það eru margir sameiginlegir fletir í kröfugerðunum og mörg sameiginleg hagsmunamál. Þar er drepið niður á mörg brýnustu hagsmunamál allra þessara hópa, bæði hinna tekjuhærri og þeirra tekjulægri.“Sjá einnig: „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að upp komi sú staða að velja þurfi milli leiða eða aðgerða sem gagnist ólíkum hópum misvel. „Það er alveg á kristaltæru að við munum aldrei koma þannig stöðu upp á milli okkar að þurfa að taka afstöðu til þess að sópa eitthvað meira að einum hópi eða einu félagi frekar en öðru. Sú sviðsmynd mun einfaldlega ekki koma upp.“ Forsetateymi ASÍ mun funda með stjórnvöldum í dag og vonast leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að þar fáist skýr svör varðandi aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. „Það liggur fyrir að ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við teljum að geti leyst málin þá munum við slíta viðræðum á fimmtudaginn. Það er allavega ljóst að það mun draga til einhverra tíðinda fyrir vikulok. Vonandi náum við að púsla þessu saman með þeim hætti að við getum farið að loka þessu,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór telur að félagsmenn sínir sætti sig ekki við tilboð SA um 2,5 prósenta launahækkun á sama tíma og efsta lag samfélagsins skammti sér 45 til 80 prósenta afturvirka hækkun. „Það væri algjör óþarfi að leggja það í dóm félagsmanna. Niðurstaðan yrði augljós.“ Starfsgreinasambandið (SGS) bíður einnig niðurstöðu um aðkomu stjórnvalda og hefur væntingar til þess að þar komi fram hugmyndir eða tillögur sem stuðlað geti að samningum. Viðræðunefnd SGS mun funda síðar í dag en hún hefur umboð til að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara á næstu dögum sé ástæða til þess. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
„Það hefur ekkert fallið skuggi á okkar samstarf og það hefur bara styrkst ef eitthvað er. Ef við færum í sundur þá myndi það veikja gríðarlega stöðu þessara félaga. Ég á frekar von á því að fleiri félög bætist við heldur en að þessi samstaða fari eitthvað að sundrast,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna hjá stéttarfélögunum fjórum sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir heimildarmönnum blaðsins að hagsmunir félaganna væru það ólíkir að erfitt gæti reynst að klára kjarasamninga í samfloti. Ragnar Þór segir að vissulega geti kröfur félagsmanna í þessum félögum verið jafn mismunandi og þær eru margar. „En við gerum okkur líka grein fyrir því að við þurfum að hjálpast að við að ná fram kröfum hvers annars. Það eru margir sameiginlegir fletir í kröfugerðunum og mörg sameiginleg hagsmunamál. Þar er drepið niður á mörg brýnustu hagsmunamál allra þessara hópa, bæði hinna tekjuhærri og þeirra tekjulægri.“Sjá einnig: „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að upp komi sú staða að velja þurfi milli leiða eða aðgerða sem gagnist ólíkum hópum misvel. „Það er alveg á kristaltæru að við munum aldrei koma þannig stöðu upp á milli okkar að þurfa að taka afstöðu til þess að sópa eitthvað meira að einum hópi eða einu félagi frekar en öðru. Sú sviðsmynd mun einfaldlega ekki koma upp.“ Forsetateymi ASÍ mun funda með stjórnvöldum í dag og vonast leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að þar fáist skýr svör varðandi aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. „Það liggur fyrir að ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við teljum að geti leyst málin þá munum við slíta viðræðum á fimmtudaginn. Það er allavega ljóst að það mun draga til einhverra tíðinda fyrir vikulok. Vonandi náum við að púsla þessu saman með þeim hætti að við getum farið að loka þessu,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór telur að félagsmenn sínir sætti sig ekki við tilboð SA um 2,5 prósenta launahækkun á sama tíma og efsta lag samfélagsins skammti sér 45 til 80 prósenta afturvirka hækkun. „Það væri algjör óþarfi að leggja það í dóm félagsmanna. Niðurstaðan yrði augljós.“ Starfsgreinasambandið (SGS) bíður einnig niðurstöðu um aðkomu stjórnvalda og hefur væntingar til þess að þar komi fram hugmyndir eða tillögur sem stuðlað geti að samningum. Viðræðunefnd SGS mun funda síðar í dag en hún hefur umboð til að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara á næstu dögum sé ástæða til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42
„Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21
Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15