Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2019 11:30 Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. vísir/vilhelm Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Formaður Starfsgreinasambandsins segir útspil stjórnvalda hafa verið beðið og það geti skipt miklu máli um framhald viðræðna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu ráðherrar einnig funda með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og sennilega einnig forystufólki samtaka launafólks í opinberri þjónustu síðar í dag. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir mikið velta á útspili stjórnvalda. „Við erum búin að vera að bíða dálítið eftir því að heyra eitthvað frá ríkisstjórninni. Þannig að við vonum auðvitað hið besta. Að þetta sé eitthvað sem við getum horft á,” segir Björn. Hann reiknar með að forsetateymi Alþýðusambandsins upplýsi félögin síðar í dag um hvað stjórnvöld bjóða upp á og viðræðunefndin ræði síðan næstu skref á fundi í fyrramálið. Sextán félög starfsgreinasambandsins eiga enn í viðræðum við Samtök atvinnulífsins án aðkomu ríkissáttasemjara en viðræðunefnd félaganna fékk umboð samninganefnda þeirra á fimmtudag til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Við náttúrlega bara skoðum stöðuna á okkar fundum og hvað við teljum eðlilegt að gera. Og ef við teljum að það sé það sem muni hjálpa okkur munum við ákveða það á næstu dögum.”Þannig að þetta er kannski mikilvægur dagur í dag, þessir fundir með stjórnvöldum? „Já ég myndi segja það. Ef hann er rýr sá pakki og við teljum hann ekki leika við samninga getur það orðið stór dagur. Það getur bæði verið jákvætt og neikvætt,” segir formaður Starfsgreinasambandsins, Verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara svöruðu tilboði Samtaka atvinnulífsins með gagntilboði í síðustu viku sem atvinnurekendur höfnuðu. Björn segir kröfugerð félaganna sextán innan Starfsgreinasambandsins vera þær sömu og félaganna fjögurra. „Þetta er hörð deila og þetta er erfið deila. Við höfum alltaf sagt að lykillinn að því að þessi deila leysist sé dálítið mikið á herðum stjórnvalda,” segir Björn Snæbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Formaður Starfsgreinasambandsins segir útspil stjórnvalda hafa verið beðið og það geti skipt miklu máli um framhald viðræðna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu ráðherrar einnig funda með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og sennilega einnig forystufólki samtaka launafólks í opinberri þjónustu síðar í dag. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir mikið velta á útspili stjórnvalda. „Við erum búin að vera að bíða dálítið eftir því að heyra eitthvað frá ríkisstjórninni. Þannig að við vonum auðvitað hið besta. Að þetta sé eitthvað sem við getum horft á,” segir Björn. Hann reiknar með að forsetateymi Alþýðusambandsins upplýsi félögin síðar í dag um hvað stjórnvöld bjóða upp á og viðræðunefndin ræði síðan næstu skref á fundi í fyrramálið. Sextán félög starfsgreinasambandsins eiga enn í viðræðum við Samtök atvinnulífsins án aðkomu ríkissáttasemjara en viðræðunefnd félaganna fékk umboð samninganefnda þeirra á fimmtudag til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Við náttúrlega bara skoðum stöðuna á okkar fundum og hvað við teljum eðlilegt að gera. Og ef við teljum að það sé það sem muni hjálpa okkur munum við ákveða það á næstu dögum.”Þannig að þetta er kannski mikilvægur dagur í dag, þessir fundir með stjórnvöldum? „Já ég myndi segja það. Ef hann er rýr sá pakki og við teljum hann ekki leika við samninga getur það orðið stór dagur. Það getur bæði verið jákvætt og neikvætt,” segir formaður Starfsgreinasambandsins, Verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara svöruðu tilboði Samtaka atvinnulífsins með gagntilboði í síðustu viku sem atvinnurekendur höfnuðu. Björn segir kröfugerð félaganna sextán innan Starfsgreinasambandsins vera þær sömu og félaganna fjögurra. „Þetta er hörð deila og þetta er erfið deila. Við höfum alltaf sagt að lykillinn að því að þessi deila leysist sé dálítið mikið á herðum stjórnvalda,” segir Björn Snæbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00