Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Sveinn Arnarsson skrifar 1. febrúar 2019 06:30 Börnin í Lundarskóla tóku málin í eigin hendur á dögunum og hentu nánast engum mat í heila viku. Fréttablaðið/Pjetur Nemendur Lundarskóla á Akureyri minnkuðu matarsóun sína um nærri fimmtíu kíló á dag með fræðslu kennara og starfsfólks. Var þetta liður í því að fræða börnin um matvæli í upphafi árs. Í janúar hófst þemaverkefni í Lundarskóla um matvæli og umhverfismál. Ljóst er að Vesturlandabúar henda gríðarlega miklu magni af mat á degi hverjum og ef hægt er að sporna við því og nýta matinn betur er hægt að draga úr of mikilli neyslu og þar með of miklum þungaflutningum í heiminum. „Við vorum í rauninni að skoða matinn okkar í víðum skilningi. Hvernig hann kemur á diskinn til okkar og hvaðan hann í rauninni kemur og þá hvert vistspor mismunandi matvæla er. Matarsóun var svo einn liður í því hvernig við förum með þessi verðmæti. Síðan reyndum við að ræða þetta við börnin út frá því á hvaða aldri þau eru,“ segir Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri Lundarskóla. „Síðan ákváðum við að fara í smávegis leik með börnunum. Í samstarfi við starfsfólk mötuneytis þá mældu starfsmenn hversu mikil matarsóun var hjá hverjum árgangi fyrir sig. Það er skemmst frá því að segja að matarsóunin varð í rauninni engin hjá börnunum sem er frábært,“ segir Elías Gunnar. Losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnun jarðar er líkast til það sem þessum hópi fólks, grunnskólanemum landsins, stafar hvað mest ógn af í framtíðinni þegar þau verða á fullorðinsaldri. Breytt hugsun um verðmæti er einn liður í því að stemma stigu við hlýnun jarðar. „Áður hafði sú hugsun verið algeng að þau væru nú búin að borga fyrir matinn og því skipti ekki máli þó þau hentu honum í ruslið. Nú hins vegar höfðu þau frekar hugsað um þetta sem ákveðin verðmæti sem ekki ættu að fara til spillis. Við erum nokkuð ánægð með þessa tilraun okkar og gaman að sjá börnin taka svona vel við fræðslunni,“ bætir skólastjórinn við Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Nemendur Lundarskóla á Akureyri minnkuðu matarsóun sína um nærri fimmtíu kíló á dag með fræðslu kennara og starfsfólks. Var þetta liður í því að fræða börnin um matvæli í upphafi árs. Í janúar hófst þemaverkefni í Lundarskóla um matvæli og umhverfismál. Ljóst er að Vesturlandabúar henda gríðarlega miklu magni af mat á degi hverjum og ef hægt er að sporna við því og nýta matinn betur er hægt að draga úr of mikilli neyslu og þar með of miklum þungaflutningum í heiminum. „Við vorum í rauninni að skoða matinn okkar í víðum skilningi. Hvernig hann kemur á diskinn til okkar og hvaðan hann í rauninni kemur og þá hvert vistspor mismunandi matvæla er. Matarsóun var svo einn liður í því hvernig við förum með þessi verðmæti. Síðan reyndum við að ræða þetta við börnin út frá því á hvaða aldri þau eru,“ segir Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri Lundarskóla. „Síðan ákváðum við að fara í smávegis leik með börnunum. Í samstarfi við starfsfólk mötuneytis þá mældu starfsmenn hversu mikil matarsóun var hjá hverjum árgangi fyrir sig. Það er skemmst frá því að segja að matarsóunin varð í rauninni engin hjá börnunum sem er frábært,“ segir Elías Gunnar. Losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnun jarðar er líkast til það sem þessum hópi fólks, grunnskólanemum landsins, stafar hvað mest ógn af í framtíðinni þegar þau verða á fullorðinsaldri. Breytt hugsun um verðmæti er einn liður í því að stemma stigu við hlýnun jarðar. „Áður hafði sú hugsun verið algeng að þau væru nú búin að borga fyrir matinn og því skipti ekki máli þó þau hentu honum í ruslið. Nú hins vegar höfðu þau frekar hugsað um þetta sem ákveðin verðmæti sem ekki ættu að fara til spillis. Við erum nokkuð ánægð með þessa tilraun okkar og gaman að sjá börnin taka svona vel við fræðslunni,“ bætir skólastjórinn við
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira