ASÍ segir ummæli fjármálaráðherra vera til marks um „hugmyndafræðilegan ágreining“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sylvía Hall skrifa 2. febrúar 2019 12:46 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands gagnrýnir ummæli fjármálaráðherra þess efnis að tillögur sambandsins um breytingar í skattkerfinu muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. Forseti sambandsins segir að um hugmyndafræðilegan ágreining sé að ræða. „Auðvitað veit ráðherra hvað við erum að tala um en við erum ekki sammála um nálgun í kerfinu, í skattkerfisbreytingum þannig það er bara hugmyndafræðilegur ágreiningur fyrst og fremst,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Samkvæmt tilkynningu frá stjórn ASÍ hefur fjármálaráðherra haldið því fram í gagnrýni sinni á tillögur ASÍ um breytingar á skattkerfinu að þær muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. „Þetta kristallar ákveðinn hugmyndafræðilegan ágreining. Ég vil bara minna á það að við erum að leggja til fjögurra þrepa skattkerfi og bara það að fjölga skattþrepum minnkar áhættuna á jaðarsköttum. Við erum líka að leggja á það áherslu að millitekjuhópurinn greiði ekki fyrir skattalækkanir og í samhengi við það má minna á að stjórnvöld hafa afsalað sér tekjum undanfarið með skattabreytingum.“ Samkvæmt tilkynningu frá stjórninni gera tillögur sambandsins ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú. „Þetta er risastórt verkefni og samningar fram undan og kemur að hugmyndafræðinni um hvort raunverulega eigi að beita skattkerfinu til jöfnuðar og til þess að rýmka ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu eða ekki,“ segir Drífa að lokum. Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Alþýðusamband Íslands gagnrýnir ummæli fjármálaráðherra þess efnis að tillögur sambandsins um breytingar í skattkerfinu muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. Forseti sambandsins segir að um hugmyndafræðilegan ágreining sé að ræða. „Auðvitað veit ráðherra hvað við erum að tala um en við erum ekki sammála um nálgun í kerfinu, í skattkerfisbreytingum þannig það er bara hugmyndafræðilegur ágreiningur fyrst og fremst,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Samkvæmt tilkynningu frá stjórn ASÍ hefur fjármálaráðherra haldið því fram í gagnrýni sinni á tillögur ASÍ um breytingar á skattkerfinu að þær muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. „Þetta kristallar ákveðinn hugmyndafræðilegan ágreining. Ég vil bara minna á það að við erum að leggja til fjögurra þrepa skattkerfi og bara það að fjölga skattþrepum minnkar áhættuna á jaðarsköttum. Við erum líka að leggja á það áherslu að millitekjuhópurinn greiði ekki fyrir skattalækkanir og í samhengi við það má minna á að stjórnvöld hafa afsalað sér tekjum undanfarið með skattabreytingum.“ Samkvæmt tilkynningu frá stjórninni gera tillögur sambandsins ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú. „Þetta er risastórt verkefni og samningar fram undan og kemur að hugmyndafræðinni um hvort raunverulega eigi að beita skattkerfinu til jöfnuðar og til þess að rýmka ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu eða ekki,“ segir Drífa að lokum.
Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24