Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2019 19:30 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist ekki vera tilbúinn til að útfæra skattatillögur ASÍ. Formaður Eflingar segir að ekki komi til greina að slaka á kröfum og segir baráttuna rétt hafna. Í Sprengisandi í morgun ræddi þáttarstjórnandinn Kristján Kristjánsson við framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir. Þar sagðist hann ekki ætla að fallast á skattatillögur ASÍ, en samkvæmt stjórn sambandsins gera tillögurnar ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú. „Ég er ekki tilbúinn til þess að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir svo ég svari þér alveg beint og forðist ekki svarið við spurningunni. Ég er hins vegar meira en tilbúinn að koma að borðinu með ASÍ varðandi tillögur sem þróa núverandi skattkerfi áfram,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Sprengisandi í morgun.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsFRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRFormaður Eflingar segist ekki hafa búist við því að skattatillögunum yrði tekið fagnandi af hálfu samtakanna. Hún segir að skattkerfið eigi að vera jöfnunartæki og því eigi að beita til endurúthlutunar. Þá komi ekki til greina að slaka á skattatillögum til móts við SA. „Nei að sjálfsögðu munum við halda áfram mjög staðföst. Þetta eru okkar tillögur, það fór mjög mikil vinna í að útfæra þær. Svo ætlum við í vikunni að kynna skattaskýrslu sem þeir Stefán Ólafsson og Indriði Þorláksson hafa unnið þar sem við förum dýpra í þetta. Þannig við lítum svo á að þessi barátta sé bara rétt að hefjast,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Þá segir hún enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að skattatillögum „Forsætisráðherra er fulltrúi Vinstri grænna. Sá flokkur hlýtur að skoða þessar tillögur af fullri og mikilli alvöru. Ef ég set málið upp þannig þá er ég mjög vongóð um að okkur verði mætt af mikilli sanngirni,“ sagði Sólveig. Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist ekki vera tilbúinn til að útfæra skattatillögur ASÍ. Formaður Eflingar segir að ekki komi til greina að slaka á kröfum og segir baráttuna rétt hafna. Í Sprengisandi í morgun ræddi þáttarstjórnandinn Kristján Kristjánsson við framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir. Þar sagðist hann ekki ætla að fallast á skattatillögur ASÍ, en samkvæmt stjórn sambandsins gera tillögurnar ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú. „Ég er ekki tilbúinn til þess að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir svo ég svari þér alveg beint og forðist ekki svarið við spurningunni. Ég er hins vegar meira en tilbúinn að koma að borðinu með ASÍ varðandi tillögur sem þróa núverandi skattkerfi áfram,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Sprengisandi í morgun.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsFRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRFormaður Eflingar segist ekki hafa búist við því að skattatillögunum yrði tekið fagnandi af hálfu samtakanna. Hún segir að skattkerfið eigi að vera jöfnunartæki og því eigi að beita til endurúthlutunar. Þá komi ekki til greina að slaka á skattatillögum til móts við SA. „Nei að sjálfsögðu munum við halda áfram mjög staðföst. Þetta eru okkar tillögur, það fór mjög mikil vinna í að útfæra þær. Svo ætlum við í vikunni að kynna skattaskýrslu sem þeir Stefán Ólafsson og Indriði Þorláksson hafa unnið þar sem við förum dýpra í þetta. Þannig við lítum svo á að þessi barátta sé bara rétt að hefjast,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Þá segir hún enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að skattatillögum „Forsætisráðherra er fulltrúi Vinstri grænna. Sá flokkur hlýtur að skoða þessar tillögur af fullri og mikilli alvöru. Ef ég set málið upp þannig þá er ég mjög vongóð um að okkur verði mætt af mikilli sanngirni,“ sagði Sólveig.
Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24
Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17