„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. febrúar 2019 18:13 „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. Jón Baldvin var í viðtali við Silfrinu á RÚV fyrr í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök og hélt því til streitu í viðtalinu. Meðal þess sem kom fram í máli hans var að frásögn Carmenar í Stundinni fyrr á árinu, þar sem hún lýsti meintri áreitni Jóns Baldvins, sé að hans mati ósönn. Hann hafi aldrei snert hana og því hlytu þær mæðgur að hafa sviðsett atvikið en móðir Carmenar segist hafa verið vitni að snertingunni og krafði hann um afsökunarbeiðni vegna þess. Sjá einnig: Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Í samtali við fréttastofu segir Carmen að ásakanir Jóns Baldvins um að þær mæðgur hafi sviðsett atvikið séu hlægilegar. Hún geti sýnt fram á með tölvupóstum og öðru að heimsókn hennar og móður hennar í sumarhús Jóns Baldvins og Bryndísar hafi verið í fullu samráði við Bryndísi, sem hafi lengi hvatt móður Carmenar til þess að heimsækja þau. Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag.Vísir/Vilhelm Hefur aldrei hitt Aldísi og segist ekki bera hag hennar sérstaklega fyrir brjósti Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi Silfursins spurði Jón Baldvin meðal annars af því af hverju konur hefðu stigið fram undir nafni og þá framið lögbrot með því að ljúga upp á hann sakir, væri það sem Jón Baldvin héldi fram rétt. „Það er hópur í kringum Aldísi sem vill vitna með henni,“ sagði Jón Baldvin og vísaði til Aldísar Schram dóttur sinnar sem hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Carmen segir af og frá að hún sé í einhverju samfloti með Aldísi. Sjá einnig: Jón Baldvin kom vel undirbúinn í viðtalið „Eini hópurinn sem ég tilheyri í þessu öllu saman er MeToo-hópurinn og ég hef aldrei hitt Aldísi né átt við hana einkasamtal. Öll okkar samskipti hafa farið fram fyrir framan aðra í hópnum og ég ber hennar hag ekkert sérstaklega fyrir brjósti,“ segir Carmen. Þá íhugar hún alvarlega að leggja fram kæru gegn Jóni Baldvini. „Ég er að gera það upp við mig þessa vikuna hvort ég eigi ekki að kæra hann hér á Spáni þar sem ég hef fengið byr hér frá fjölmiðlum og lögfræðingum. Það hefur verið að vefjast fyrir okkur hvort það sé hentugra að kæra á Íslandi eða Spáni.“ MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. Jón Baldvin var í viðtali við Silfrinu á RÚV fyrr í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök og hélt því til streitu í viðtalinu. Meðal þess sem kom fram í máli hans var að frásögn Carmenar í Stundinni fyrr á árinu, þar sem hún lýsti meintri áreitni Jóns Baldvins, sé að hans mati ósönn. Hann hafi aldrei snert hana og því hlytu þær mæðgur að hafa sviðsett atvikið en móðir Carmenar segist hafa verið vitni að snertingunni og krafði hann um afsökunarbeiðni vegna þess. Sjá einnig: Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Í samtali við fréttastofu segir Carmen að ásakanir Jóns Baldvins um að þær mæðgur hafi sviðsett atvikið séu hlægilegar. Hún geti sýnt fram á með tölvupóstum og öðru að heimsókn hennar og móður hennar í sumarhús Jóns Baldvins og Bryndísar hafi verið í fullu samráði við Bryndísi, sem hafi lengi hvatt móður Carmenar til þess að heimsækja þau. Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag.Vísir/Vilhelm Hefur aldrei hitt Aldísi og segist ekki bera hag hennar sérstaklega fyrir brjósti Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi Silfursins spurði Jón Baldvin meðal annars af því af hverju konur hefðu stigið fram undir nafni og þá framið lögbrot með því að ljúga upp á hann sakir, væri það sem Jón Baldvin héldi fram rétt. „Það er hópur í kringum Aldísi sem vill vitna með henni,“ sagði Jón Baldvin og vísaði til Aldísar Schram dóttur sinnar sem hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Carmen segir af og frá að hún sé í einhverju samfloti með Aldísi. Sjá einnig: Jón Baldvin kom vel undirbúinn í viðtalið „Eini hópurinn sem ég tilheyri í þessu öllu saman er MeToo-hópurinn og ég hef aldrei hitt Aldísi né átt við hana einkasamtal. Öll okkar samskipti hafa farið fram fyrir framan aðra í hópnum og ég ber hennar hag ekkert sérstaklega fyrir brjósti,“ segir Carmen. Þá íhugar hún alvarlega að leggja fram kæru gegn Jóni Baldvini. „Ég er að gera það upp við mig þessa vikuna hvort ég eigi ekki að kæra hann hér á Spáni þar sem ég hef fengið byr hér frá fjölmiðlum og lögfræðingum. Það hefur verið að vefjast fyrir okkur hvort það sé hentugra að kæra á Íslandi eða Spáni.“
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56
Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02
Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30