Bloggsíða með sögum um áreitni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. febrúar 2019 06:00 Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið í gær. Vísir/Vilhelm „Þetta kemur náttúrlega í kjölfarið á því að hann þurfti endilega að vera að klípa Carmen í rassinn í sumar,“ segir Guðrún Harðardóttir, einn forvígismanna bloggsíðu sem opnuð verður í dag með frásögnum af meintri kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Guðrún Harðardóttir. „Núna er rétti tíminn,“ segir Guðrún sem er systurdóttir eiginkonu Jóns. Hún er einn stjórnenda Facebook-hópsins #metoo Jón Baldvin Hannibalsson þar sem margar konur segja sögur af ósæmilegri hegðun sem Jón á að hafa sýnt í gegn um marga áratugi. Hún segir bloggsíðuna verða opnaða með yfirlýsingu og síðan fylgi frásagnir. „Þetta eru um 20 sögur, mjög fjölbreyttar og mjög mismunandi, af því að þær gefa mjög skýra mynd af hegðun hans í gegn um árin og af alvarleika málsins,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar verða sögurnar settar fram nafnlaust þótt staðfest sé í hópnum hver eigi hvaða frásögn. Áherslan eigi að vera á Jón en ekki tilfinningalíf fórnarlamba hans. „Við nennum ekki að vinna við þetta alla ævi. Flestar okkar eru þegar búnar að vera í þessu stríði frá því við vorum tíu til fimmtán ára og við erum á öllum aldri.“ Aðeins þessi eina færsla verður sett á metoo-jonbaldvin.blog.is. „En metoo-síðan á Facebook mun lifa góðu lífi,“ segir Guðrún. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Þetta kemur náttúrlega í kjölfarið á því að hann þurfti endilega að vera að klípa Carmen í rassinn í sumar,“ segir Guðrún Harðardóttir, einn forvígismanna bloggsíðu sem opnuð verður í dag með frásögnum af meintri kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Guðrún Harðardóttir. „Núna er rétti tíminn,“ segir Guðrún sem er systurdóttir eiginkonu Jóns. Hún er einn stjórnenda Facebook-hópsins #metoo Jón Baldvin Hannibalsson þar sem margar konur segja sögur af ósæmilegri hegðun sem Jón á að hafa sýnt í gegn um marga áratugi. Hún segir bloggsíðuna verða opnaða með yfirlýsingu og síðan fylgi frásagnir. „Þetta eru um 20 sögur, mjög fjölbreyttar og mjög mismunandi, af því að þær gefa mjög skýra mynd af hegðun hans í gegn um árin og af alvarleika málsins,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar verða sögurnar settar fram nafnlaust þótt staðfest sé í hópnum hver eigi hvaða frásögn. Áherslan eigi að vera á Jón en ekki tilfinningalíf fórnarlamba hans. „Við nennum ekki að vinna við þetta alla ævi. Flestar okkar eru þegar búnar að vera í þessu stríði frá því við vorum tíu til fimmtán ára og við erum á öllum aldri.“ Aðeins þessi eina færsla verður sett á metoo-jonbaldvin.blog.is. „En metoo-síðan á Facebook mun lifa góðu lífi,“ segir Guðrún.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02
Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00