Boston stoppaði sigurgöngu Oklahoma Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:30 Kyrie Irving í leiknum í nótt vísir/getty Kyrie Irving fór fyrir liði Boston Celtics sem marði sigur á Oklahoma City Thunder í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Irving skoraði 30 stig og bætti 11 stoðsendingum við í 134-129 sigri Celtics sem lauk þar með sjö leikja sigurgöngu Thunder. Boston er í staðinn komið á smá sigurgöngu, þetta var fjórði sigurinn í röð og sá níundi í síðustu tíu leikjum. Eina tapið kom gegn meisturunum í Golden State. Paul George setti 37 stig fyrir Oklahoma er gestirnir reyndu hvað þeir gátu eftir að hafa verið undir nær allan leikinn. Russell Westbrook minnkaði muninn niður í tvö stig af vítalínunni þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum en nær komust gestirnir ekki. Celtics situr nú í þriðja sæti austurdeildarinnar með 34 sigra, fjórum sigrum á eftir Milwaukee Bucks og Toronto Raptors.@KyrieIrving scores 30 PTS (14-19 FGM) and drops 11 dimes, lifting the @celtics over OKC for their 4th straight win! #CUsRisepic.twitter.com/6rnB4JXcSW — NBA (@NBA) February 3, 2019 Toronto tók á móti LA Clippers og vann nokkuð þægilegan sigur. Fyrir leikinn kvartaði þjálfari Clippers Doc Rivers yfir því hvað hans lið fékk lítinn hvíldartíma inn á milli leikja, en þeir spiluðu í Detroit aðeins sólarhring áður. Toronto leiddi með yfir tíu stigum allan seinni hálfleikinn svo Rivers henti handklæðinu inn snemma og fór að hvíla menn. „Ég hélt þetta gæti orðið seinni hálfleiks leikur fyrir okkur, ef við næðum að halda í við þá og mögulega stela leiknum í seinni hálfleik, en við áttum bara enga orku eftir. Þess vegna fór ég að hvíla menn,“ sagði Rivers. Kawhi Leonard skoraði 18 stig og Serge Ibaka 16 í 121-103 sigrinum sem var 10 sigurinn í síðustu 11 heimaleikjum Toronto.@kawhileonard (18 PTS), @sergeibaka (16 PTS, 12 REB), & @pskills43 (15 PTS) guide the @Raptors to victory at home! #WeTheNorthpic.twitter.com/05VvhmHJU7 — NBA (@NBA) February 3, 2019 Í New York töpuðu heimamenn í Knicks fyrir Memphis Grizzlies 84-96. Mike Conley setti 25 stig fyrir Grizzlies og Gasol 24 í fyrsta útisigri Grizzlies eftir níu töp í röð að heiman. Vörn Grizzlies spilaði virkilega vel og hélt New York í 22 stigum eða minna í hverjum leikhluta sem skilaði þeim sigrinum..@mconley11 (25 PTS, 8 REB, 7 AST) and @MarcGasol (24 PTS, 9 REB, 5 AST) combine for 49 points in the @memgrizz road win! #GrindCitypic.twitter.com/LGC8kHYN7b — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - Memphis Grizzlies 84-96 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 134-129 Toronto Raptors - LA Clippers 121-103 NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Kyrie Irving fór fyrir liði Boston Celtics sem marði sigur á Oklahoma City Thunder í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Irving skoraði 30 stig og bætti 11 stoðsendingum við í 134-129 sigri Celtics sem lauk þar með sjö leikja sigurgöngu Thunder. Boston er í staðinn komið á smá sigurgöngu, þetta var fjórði sigurinn í röð og sá níundi í síðustu tíu leikjum. Eina tapið kom gegn meisturunum í Golden State. Paul George setti 37 stig fyrir Oklahoma er gestirnir reyndu hvað þeir gátu eftir að hafa verið undir nær allan leikinn. Russell Westbrook minnkaði muninn niður í tvö stig af vítalínunni þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum en nær komust gestirnir ekki. Celtics situr nú í þriðja sæti austurdeildarinnar með 34 sigra, fjórum sigrum á eftir Milwaukee Bucks og Toronto Raptors.@KyrieIrving scores 30 PTS (14-19 FGM) and drops 11 dimes, lifting the @celtics over OKC for their 4th straight win! #CUsRisepic.twitter.com/6rnB4JXcSW — NBA (@NBA) February 3, 2019 Toronto tók á móti LA Clippers og vann nokkuð þægilegan sigur. Fyrir leikinn kvartaði þjálfari Clippers Doc Rivers yfir því hvað hans lið fékk lítinn hvíldartíma inn á milli leikja, en þeir spiluðu í Detroit aðeins sólarhring áður. Toronto leiddi með yfir tíu stigum allan seinni hálfleikinn svo Rivers henti handklæðinu inn snemma og fór að hvíla menn. „Ég hélt þetta gæti orðið seinni hálfleiks leikur fyrir okkur, ef við næðum að halda í við þá og mögulega stela leiknum í seinni hálfleik, en við áttum bara enga orku eftir. Þess vegna fór ég að hvíla menn,“ sagði Rivers. Kawhi Leonard skoraði 18 stig og Serge Ibaka 16 í 121-103 sigrinum sem var 10 sigurinn í síðustu 11 heimaleikjum Toronto.@kawhileonard (18 PTS), @sergeibaka (16 PTS, 12 REB), & @pskills43 (15 PTS) guide the @Raptors to victory at home! #WeTheNorthpic.twitter.com/05VvhmHJU7 — NBA (@NBA) February 3, 2019 Í New York töpuðu heimamenn í Knicks fyrir Memphis Grizzlies 84-96. Mike Conley setti 25 stig fyrir Grizzlies og Gasol 24 í fyrsta útisigri Grizzlies eftir níu töp í röð að heiman. Vörn Grizzlies spilaði virkilega vel og hélt New York í 22 stigum eða minna í hverjum leikhluta sem skilaði þeim sigrinum..@mconley11 (25 PTS, 8 REB, 7 AST) and @MarcGasol (24 PTS, 9 REB, 5 AST) combine for 49 points in the @memgrizz road win! #GrindCitypic.twitter.com/LGC8kHYN7b — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - Memphis Grizzlies 84-96 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 134-129 Toronto Raptors - LA Clippers 121-103
NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins