Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 12:39 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í húsakynnum sáttasemjara að loknum einum samningafundi. vísir/vilhelm Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til samningafundar næstkomandi miðvikudag og þá munu aðilarnir við samningaborðið byrja að ræða launaliðinn. Undanfarið hafa ýmsir aðrir þættir í tengslum við kjarasamningana verið ræddir og segir Sólveig Anna að sú vinna haldi áfram en í smærri hópum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í hádegisfréttum RÚV að næstu tvær vikur ráði úrslitum í viðræðunum og segir Sólveig Anna að það sé rétt mat.Binda miklar vonir við skattamálin Spurð út í aðkomu stjórnvalda segir Sólveig Anna að viðræður séu í gangi við stjórnvöld og að ASÍ sé þar við borðið fyrir hönd Eflingar.En hvað bindið þið í Eflingu kannski helst vonir við að koma frá stjórnvöldum, fyrir utan það sem snýr að húsnæðismálunum sem hafa verið mikið á oddinum? „Við bindum gríðarlega miklar vonir við skattamálin. Það fyrir okkur hér í Eflingu er rosalega mikilvægt mál. Það er ekki bara stemningin hjá mér heldur eru það skilaboðin sem ég fæ mjög markvisst frá mínum félagsmönnum,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að skattatillögur ASÍ sem kynntar voru á dögunum hugnist Eflingu en á morgun mun svo félagið sjálft kynna skattaskýrslu sína sem þeir Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson hafa unnið að. Í þeirri skýrslu er stuðst við rammann sem skattanefnd ASÍ kom sér saman um en þær tillögur útfærðar nánar.Orð seðlabankastjóra veiti innsýn í vissan hugarheim Aðspurð svo út í orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, í morgun þess efnis að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn segir Sólveig Anna: „Mín viðbrögð eru bara sú að mér finnst fróðlegt að heyra fólk sem sannarlega er með brjálæðislega góð laun og lifir tryggu og öruggu efnahagslífi, ef maður getur orðað það þannig, senda vinnuaflinu þessi skilaboð æ ofan í æ.“ Hún segir þetta sannarlega tækifæri til þess að skoða stóru myndina og segir að í orðum Más birtist innsýn í vissan hugarheim. „Og kannski vangeta til að setja sig í spor þeirra sem hafa ekkert nema það að selja að aðgang að vinnuaflinu sínu og eiga svo bara áfram að þola það að það sem þar er hægt að vinna sér inn dugi ekki til þess að tryggja efnahagslegt öryggi,“ segir Sólveig Anna.Fréttin var uppfærð klukkan 13:24 með viðbrögðum Sólveigar Önnu við orðum seðlabankastjóra. Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24 Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins 3. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til samningafundar næstkomandi miðvikudag og þá munu aðilarnir við samningaborðið byrja að ræða launaliðinn. Undanfarið hafa ýmsir aðrir þættir í tengslum við kjarasamningana verið ræddir og segir Sólveig Anna að sú vinna haldi áfram en í smærri hópum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í hádegisfréttum RÚV að næstu tvær vikur ráði úrslitum í viðræðunum og segir Sólveig Anna að það sé rétt mat.Binda miklar vonir við skattamálin Spurð út í aðkomu stjórnvalda segir Sólveig Anna að viðræður séu í gangi við stjórnvöld og að ASÍ sé þar við borðið fyrir hönd Eflingar.En hvað bindið þið í Eflingu kannski helst vonir við að koma frá stjórnvöldum, fyrir utan það sem snýr að húsnæðismálunum sem hafa verið mikið á oddinum? „Við bindum gríðarlega miklar vonir við skattamálin. Það fyrir okkur hér í Eflingu er rosalega mikilvægt mál. Það er ekki bara stemningin hjá mér heldur eru það skilaboðin sem ég fæ mjög markvisst frá mínum félagsmönnum,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að skattatillögur ASÍ sem kynntar voru á dögunum hugnist Eflingu en á morgun mun svo félagið sjálft kynna skattaskýrslu sína sem þeir Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson hafa unnið að. Í þeirri skýrslu er stuðst við rammann sem skattanefnd ASÍ kom sér saman um en þær tillögur útfærðar nánar.Orð seðlabankastjóra veiti innsýn í vissan hugarheim Aðspurð svo út í orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, í morgun þess efnis að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn segir Sólveig Anna: „Mín viðbrögð eru bara sú að mér finnst fróðlegt að heyra fólk sem sannarlega er með brjálæðislega góð laun og lifir tryggu og öruggu efnahagslífi, ef maður getur orðað það þannig, senda vinnuaflinu þessi skilaboð æ ofan í æ.“ Hún segir þetta sannarlega tækifæri til þess að skoða stóru myndina og segir að í orðum Más birtist innsýn í vissan hugarheim. „Og kannski vangeta til að setja sig í spor þeirra sem hafa ekkert nema það að selja að aðgang að vinnuaflinu sínu og eiga svo bara áfram að þola það að það sem þar er hægt að vinna sér inn dugi ekki til þess að tryggja efnahagslegt öryggi,“ segir Sólveig Anna.Fréttin var uppfærð klukkan 13:24 með viðbrögðum Sólveigar Önnu við orðum seðlabankastjóra.
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24 Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins 3. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24