Akureyringar fá að segja álit sitt á breytingu á nafni bæjarins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2019 16:30 Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri samþykkti í gær tillögu fulltrúa minnihlutans þess efnis að undirbúin verði skoðanakönnun svo bæjarbúar fái tækifæri til þess að segja álit sitt á því að breyta nafni bæjarsins. Einn af bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, einn af flokkunum sem myndar meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn, studdi tillögu minnihlutans sem varð til þess að hún var samþykkt.Tillaga um að breyta nafni bæjarins úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ hefur verið til umræðu í bæjarkerfinu að undanförnu. Nafnið Akureyrarbær hefur fest sig í sessi í daglegu tali á undanförnum árum og sjaldgæft að hið formlega nafn bæjarins, Akureyrarkaupstaður, heyrist nefnt.Samþykkt var á fundi bæjarráðs í síðasta mánuði að leggja fram tillögu til þess efnis að breyta nafninu. Þeirri tillögu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem tók málið fyrir á fundi sínum í gær. Þar lagði Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins til að málinu yrði vísað aftur til bæjarráðs til frekari umræðu og útfærslu. Svona er bæjarstjórnin á Akureyri mönnuð. L-listinn, Framsókn og Samfylkingin mynda sex manna meirihluta í bæjarstjórn.Minnihlutinn lagði meirihlutann Fimm fulltrúar Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, sem mynda minnihluta, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fimm af sex bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, L-listans og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta greiddu atkvæði með tillögunni. Ingibjörg Ólöf Isaksen, fulltrúi Framsóknarflokksins sat hins vegar hjá og því féll tillagan á jöfnu. Sóley Björk Stefánsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn lagði þá fram tillögu þess efnis að málinu yrði frestað en undirbúin yrði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að kæmi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa yrði tekið mið af honum. Sú tillaga var samþykkt með fimm atkvæðum minnihlutans og atkvæði Ingibjargar Ólafar sem fór þá gegn samstarfsfélögum sínum í meirihlutasamstarfinu. Í samtali við Vísi segir Ingibjörg að hennar skoðun sé sú að bæjarbúar eigi að fá einhverju ráðið um hvað bærinn þeirra heiti. „Við sitjum í umboði bæjarbúa og ég myndi halda að ef bæjarbúar muni vilja hafa skoðanir á einhverju þá væri það hvað bærinn okkar heitir,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Ólöf Isaksen er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn.Mynd/Akureyrarbær.Afstaðan á ekki að hafa komið samstarfsfélögunum á óvart Þá segir hún að þarna hafi myndast tilvalið tækifæri til þess að kynna bæjarbúum fyrir íbúagátt á heimasíðu bæjarins þar sem hægt er að sinna ýmsum erindium og sækja sér þjónustu á rafænan hátt. Þá sé þarna einnig komið fram tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins fyrir yngri bæjarbúum. „Ég sé þetta sem tilvalið tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins, af hverju hann heitir Akureyrarkaupstaður og það væri til dæmis hægt að setja af stað skuggakosningar í grunnskólum bæjarins ef þeir hafa áhuga á því,“ segir Ingibjörg. Sem fyrr segir vekur athygli að Ingibjörg tók afstöðu með minnihluta bæjarstjórnar sem varð til þess að tillaga hans var samþykkt. Hún telur þó að þetta muni ekki hafa nein áhrif á meirihlutasamstarfið. „Við megum öll fylgja okkar sannfæringu og þarna fylgdi ég minni sannfæringu. Þetta var mín skoðun og mín ákvörðun og þau vissu það fyrirfram. Þetta var ekkert sem kom þeim á óvart.“ Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri samþykkti í gær tillögu fulltrúa minnihlutans þess efnis að undirbúin verði skoðanakönnun svo bæjarbúar fái tækifæri til þess að segja álit sitt á því að breyta nafni bæjarsins. Einn af bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, einn af flokkunum sem myndar meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn, studdi tillögu minnihlutans sem varð til þess að hún var samþykkt.Tillaga um að breyta nafni bæjarins úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ hefur verið til umræðu í bæjarkerfinu að undanförnu. Nafnið Akureyrarbær hefur fest sig í sessi í daglegu tali á undanförnum árum og sjaldgæft að hið formlega nafn bæjarins, Akureyrarkaupstaður, heyrist nefnt.Samþykkt var á fundi bæjarráðs í síðasta mánuði að leggja fram tillögu til þess efnis að breyta nafninu. Þeirri tillögu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem tók málið fyrir á fundi sínum í gær. Þar lagði Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins til að málinu yrði vísað aftur til bæjarráðs til frekari umræðu og útfærslu. Svona er bæjarstjórnin á Akureyri mönnuð. L-listinn, Framsókn og Samfylkingin mynda sex manna meirihluta í bæjarstjórn.Minnihlutinn lagði meirihlutann Fimm fulltrúar Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, sem mynda minnihluta, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fimm af sex bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, L-listans og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta greiddu atkvæði með tillögunni. Ingibjörg Ólöf Isaksen, fulltrúi Framsóknarflokksins sat hins vegar hjá og því féll tillagan á jöfnu. Sóley Björk Stefánsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn lagði þá fram tillögu þess efnis að málinu yrði frestað en undirbúin yrði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að kæmi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa yrði tekið mið af honum. Sú tillaga var samþykkt með fimm atkvæðum minnihlutans og atkvæði Ingibjargar Ólafar sem fór þá gegn samstarfsfélögum sínum í meirihlutasamstarfinu. Í samtali við Vísi segir Ingibjörg að hennar skoðun sé sú að bæjarbúar eigi að fá einhverju ráðið um hvað bærinn þeirra heiti. „Við sitjum í umboði bæjarbúa og ég myndi halda að ef bæjarbúar muni vilja hafa skoðanir á einhverju þá væri það hvað bærinn okkar heitir,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Ólöf Isaksen er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn.Mynd/Akureyrarbær.Afstaðan á ekki að hafa komið samstarfsfélögunum á óvart Þá segir hún að þarna hafi myndast tilvalið tækifæri til þess að kynna bæjarbúum fyrir íbúagátt á heimasíðu bæjarins þar sem hægt er að sinna ýmsum erindium og sækja sér þjónustu á rafænan hátt. Þá sé þarna einnig komið fram tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins fyrir yngri bæjarbúum. „Ég sé þetta sem tilvalið tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins, af hverju hann heitir Akureyrarkaupstaður og það væri til dæmis hægt að setja af stað skuggakosningar í grunnskólum bæjarins ef þeir hafa áhuga á því,“ segir Ingibjörg. Sem fyrr segir vekur athygli að Ingibjörg tók afstöðu með minnihluta bæjarstjórnar sem varð til þess að tillaga hans var samþykkt. Hún telur þó að þetta muni ekki hafa nein áhrif á meirihlutasamstarfið. „Við megum öll fylgja okkar sannfæringu og þarna fylgdi ég minni sannfæringu. Þetta var mín skoðun og mín ákvörðun og þau vissu það fyrirfram. Þetta var ekkert sem kom þeim á óvart.“
Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira