Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2019 16:14 Vajiralongkorn tók við konungsembætti í Taílandi 2016, eftir dauða föður síns, Bhumibol. Getty/Bloomberg Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar „óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. Stjórnmálaflokkur á bandi forsætisráðherrans fyrrverandi, Thaksin Shinawatra, hafði tilnefnt prinsessuna Ubolratana Mahidol sem forsætisráðherra flokksins, en þingkosningar fara fram í landinu 24. mars næstkomandi. Segir konungurinn að slíkt myndi brjóta gegn þeirri hefð að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér ekki af stjórnmálum í landinu.Sjá einnig: Prinsessa vill verða forsætisráðherra Yfirlýsing Vajiralongkorn konungs var lesin upp á öllum sjónvarpsstöðvum landsins í dag. Sagði hann áformin ganga gegn öllum hefðum landsins, siðum og menningu og séu því talin „sérstaklega óviðeigandi“.Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol.Vísir/APÁður valdið fjaðrafoki Hin 67 ára Ubolratana Mahidol er eldri systir Vajiralongkorn konungs. Hún hefur áður valdið fjaðrafoki, til að mynda þegar hún gekk að eiga Bandaríkjamanninn Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Þau kynntust þegar hún stundaði nám í Massachusetts Institute of Technology (MIT). Bjó hún í Bandaríkjunum í rúman aldarfjórðung, en eftir skilnað sneri hún aftur til Taílands þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik. Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar „óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. Stjórnmálaflokkur á bandi forsætisráðherrans fyrrverandi, Thaksin Shinawatra, hafði tilnefnt prinsessuna Ubolratana Mahidol sem forsætisráðherra flokksins, en þingkosningar fara fram í landinu 24. mars næstkomandi. Segir konungurinn að slíkt myndi brjóta gegn þeirri hefð að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér ekki af stjórnmálum í landinu.Sjá einnig: Prinsessa vill verða forsætisráðherra Yfirlýsing Vajiralongkorn konungs var lesin upp á öllum sjónvarpsstöðvum landsins í dag. Sagði hann áformin ganga gegn öllum hefðum landsins, siðum og menningu og séu því talin „sérstaklega óviðeigandi“.Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol.Vísir/APÁður valdið fjaðrafoki Hin 67 ára Ubolratana Mahidol er eldri systir Vajiralongkorn konungs. Hún hefur áður valdið fjaðrafoki, til að mynda þegar hún gekk að eiga Bandaríkjamanninn Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Þau kynntust þegar hún stundaði nám í Massachusetts Institute of Technology (MIT). Bjó hún í Bandaríkjunum í rúman aldarfjórðung, en eftir skilnað sneri hún aftur til Taílands þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik.
Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05