Microsoft í sókn gegn sínum eigin netvafra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Internet Explorer nýtur enn einhverra vinsælda. Ótrúlegt en satt. Nordicphotos/Getty Þótt Microsoft hafi hætt þróun vafrans Internet Explorer, sem eitt sinn var langvinsælasti vafri heims, fyrir nærri fjórum árum og kynnt til sögunnar nýja vafrann Edge eru enn einhverjir sem þráast við og nota hinn úrelta vafra. Þar sem vafrinn er ekki lengur uppfærður geta óprúttnir aðilar nýtt sér öryggisgalla sem fundist hafa í gegnum tíðina. Þetta skapar hættu og er Microsoft nú í sókn gegn sínum eigin vafra. Chris Jackson, öryggissérfræðingur hjá fyrirtækinu, birti grein á vefsíðu Microsoft þar sem hann fjallaði um hætturnar sem fylgdu því að nota Internet Explorer að staðaldri. Þar sagði hann að þar sem fjöldi gamalla vefsíðna var hannaður sérstaklega fyrir Internet Explorer geti verið einfaldasta lausnin fyrir marga, til að mynda opinberar stofnanir, að nota vafrann áfram. „Internet Explorer er einfaldlega lausn til þess að fá síður til að virka. Ekki vafri sem fyrirtæki eða fólk ætti að nota frá degi til dags við venjulegt vafur. Vafrinn styður ekki nýja vefstaðla og þótt margar síður virki ágætlega á honum eru vefhönnuðir einfaldlega ekki að prófa hvort þær virki sem skyldi á vafranum,“ skrifaði Jackson. Auk þess að vera óöruggari en aðrir og nýrri vafrar er sum sé engin trygging fyrir því að vefsíður virki fyrir Internet Explorer. Því ættu allir þeir sem nota vafrann að staðaldri að skipta sem allra fyrst. Microsoft-liðar myndu væntanlega kjósa að viðkomandi skiptu yfir í Microsoft Edge, nýja vafrann sem fyrirtækið kynnti til sögunnar fyrir nærri fjórum árum. Sá vafri hefur hins vegar ekki vakið mikla lukku og er með litla markaðshlutdeild. Fyrirtækið tilkynnti á síðasta ári um að unnið væri að því að byggja Edge upp á nýtt. Nú á sama kjarna og Google Chrome, vinsælasti vafri heims, er byggður. Þannig ætlar Microsoft sér að tryggja að nærri allar vefsíður virki á Edge og sömuleiðis að gera eigendum Mac-tölva kleift að nota vafrann. Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Þótt Microsoft hafi hætt þróun vafrans Internet Explorer, sem eitt sinn var langvinsælasti vafri heims, fyrir nærri fjórum árum og kynnt til sögunnar nýja vafrann Edge eru enn einhverjir sem þráast við og nota hinn úrelta vafra. Þar sem vafrinn er ekki lengur uppfærður geta óprúttnir aðilar nýtt sér öryggisgalla sem fundist hafa í gegnum tíðina. Þetta skapar hættu og er Microsoft nú í sókn gegn sínum eigin vafra. Chris Jackson, öryggissérfræðingur hjá fyrirtækinu, birti grein á vefsíðu Microsoft þar sem hann fjallaði um hætturnar sem fylgdu því að nota Internet Explorer að staðaldri. Þar sagði hann að þar sem fjöldi gamalla vefsíðna var hannaður sérstaklega fyrir Internet Explorer geti verið einfaldasta lausnin fyrir marga, til að mynda opinberar stofnanir, að nota vafrann áfram. „Internet Explorer er einfaldlega lausn til þess að fá síður til að virka. Ekki vafri sem fyrirtæki eða fólk ætti að nota frá degi til dags við venjulegt vafur. Vafrinn styður ekki nýja vefstaðla og þótt margar síður virki ágætlega á honum eru vefhönnuðir einfaldlega ekki að prófa hvort þær virki sem skyldi á vafranum,“ skrifaði Jackson. Auk þess að vera óöruggari en aðrir og nýrri vafrar er sum sé engin trygging fyrir því að vefsíður virki fyrir Internet Explorer. Því ættu allir þeir sem nota vafrann að staðaldri að skipta sem allra fyrst. Microsoft-liðar myndu væntanlega kjósa að viðkomandi skiptu yfir í Microsoft Edge, nýja vafrann sem fyrirtækið kynnti til sögunnar fyrir nærri fjórum árum. Sá vafri hefur hins vegar ekki vakið mikla lukku og er með litla markaðshlutdeild. Fyrirtækið tilkynnti á síðasta ári um að unnið væri að því að byggja Edge upp á nýtt. Nú á sama kjarna og Google Chrome, vinsælasti vafri heims, er byggður. Þannig ætlar Microsoft sér að tryggja að nærri allar vefsíður virki á Edge og sömuleiðis að gera eigendum Mac-tölva kleift að nota vafrann.
Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira