Færð geti spillst í hvassviðrinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 07:54 Ökumenn hafa víða lent í vanda síðastliðinn sólarhring, til að mynda á Þverárfjalli. Skjáskot Það eru horfur á hvassri norðanátt með ofankomu norðan- og austanlands. Veðurstofan telur því útlit fyrir erfið akstursskilyrði og að mögulega spillist færð á þessum slóðum, sérílagi á fjallvegum. Því sé rétt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en land er lagt undir fót.Sem stendur eru Flateyrarvegur og vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að athuga með ástand veganna eftir nóttina og verður byrjað að moka um leið og færi gefst. Ökumenn annars staðar á landinu ættu þó að vera vakandi fyrir hálku. „Í fjöllóttu landi eins og Íslandi getur verið breytileiki í vindhraða, því fjöllin ýmist skýla fyrir vindi, eða magna hann upp,“ segir veðurfræðingur til útskýringar og bætir við að á sunnanverðu landinu sé útlit fyrir úrkomulaust veður í dag, en sums staðar megi búast við snörpum vindhviðum, þar sem fjöll ná að magna upp norðanáttina. Til að mynda hafi verið hvasst á Kjalarnesi í morgun, þar sem vindhviður voru um 38 m/s. Gert er ráð fyrir að vindhraði fari að lækka seinni partinn í dag - „en það gerist mjög hægt,“ segir veðurfræðingur. „Raunar þarf til þess allt kvöldið og alla næstu nótt og það er ekki fyrr en á morgun sem norðanáttin hefur gengið almennilega niður.“Spurning um að loka Þverárfjalli @Vegagerdin? pic.twitter.com/TggLJLzZct— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 8, 2019 Frostið verði þó vægt í dag en engu að síður napurt að vera útivið þegar „kælandi áhrif vindnæðingsins bætast við,“ að sögn veðurfræðings. Ætla má að frostið verði á bilinu 1 til 12 stig og að það verði kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Það sé hins vegar útlit fyrir hæglætisveður á landinu á morgun og víða „bjart og fallegt um að litast.“ Dálítil él verði viðloðandi norðurströndina og stöku él eru væntanleg syðst á landinu síðdegis. Auk þess er búist við að það kólni enn frekar og að frostið nái tveggja stafa tölu allvíða á norðanlands. Þá má ætla að það gangi í allhvassa suðaustanátt á mánudag, með slyddu eða snjókomu en síðar rigningu á láglendi og að hiti fari vel uppfyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi er útlit fyrir hægari vind og þurrt veður fram eftir degi með minnkandi frosti á þeim slóðum.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða bjart veður, en dálítil él við norðurströndina og einnig stöku él syðst á landinu síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á mánudag:Gengur í suðaustan 13-18 m/s með slyddu eða snjókomu, síðar rigningu á láglendi. Hægari vindur og úrkomulaust á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hlýnandi veður, hiti 1 til 5 stig sunnan heiða seinnipartinn og minnkandi frost fyrir norðan og austan.Á þriðjudag:Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Rigning eða slydda með köflum um allt land. Hiti 0 til 5 stig.Á miðvikudag:Gengur líklega í suðaustan og sunnan storm með rigningu eða slyddu, talsverð úrkoma á sunnaverðu landinu. Hiti 2 til 6 stig seinnipartinn.Á fimmtudag:Allhvöss suðvestanátt og skúrir eða él, en léttskýjað á austurhelmingi landsins. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á föstudag:Útlit fyrir hæga breytilega átt, þurrt veður og frost um allt land.Fréttin var uppfærð klukkan 8:30 með upplýsingum frá Vegagerðinni. Veður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Það eru horfur á hvassri norðanátt með ofankomu norðan- og austanlands. Veðurstofan telur því útlit fyrir erfið akstursskilyrði og að mögulega spillist færð á þessum slóðum, sérílagi á fjallvegum. Því sé rétt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en land er lagt undir fót.Sem stendur eru Flateyrarvegur og vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að athuga með ástand veganna eftir nóttina og verður byrjað að moka um leið og færi gefst. Ökumenn annars staðar á landinu ættu þó að vera vakandi fyrir hálku. „Í fjöllóttu landi eins og Íslandi getur verið breytileiki í vindhraða, því fjöllin ýmist skýla fyrir vindi, eða magna hann upp,“ segir veðurfræðingur til útskýringar og bætir við að á sunnanverðu landinu sé útlit fyrir úrkomulaust veður í dag, en sums staðar megi búast við snörpum vindhviðum, þar sem fjöll ná að magna upp norðanáttina. Til að mynda hafi verið hvasst á Kjalarnesi í morgun, þar sem vindhviður voru um 38 m/s. Gert er ráð fyrir að vindhraði fari að lækka seinni partinn í dag - „en það gerist mjög hægt,“ segir veðurfræðingur. „Raunar þarf til þess allt kvöldið og alla næstu nótt og það er ekki fyrr en á morgun sem norðanáttin hefur gengið almennilega niður.“Spurning um að loka Þverárfjalli @Vegagerdin? pic.twitter.com/TggLJLzZct— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 8, 2019 Frostið verði þó vægt í dag en engu að síður napurt að vera útivið þegar „kælandi áhrif vindnæðingsins bætast við,“ að sögn veðurfræðings. Ætla má að frostið verði á bilinu 1 til 12 stig og að það verði kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Það sé hins vegar útlit fyrir hæglætisveður á landinu á morgun og víða „bjart og fallegt um að litast.“ Dálítil él verði viðloðandi norðurströndina og stöku él eru væntanleg syðst á landinu síðdegis. Auk þess er búist við að það kólni enn frekar og að frostið nái tveggja stafa tölu allvíða á norðanlands. Þá má ætla að það gangi í allhvassa suðaustanátt á mánudag, með slyddu eða snjókomu en síðar rigningu á láglendi og að hiti fari vel uppfyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi er útlit fyrir hægari vind og þurrt veður fram eftir degi með minnkandi frosti á þeim slóðum.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða bjart veður, en dálítil él við norðurströndina og einnig stöku él syðst á landinu síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á mánudag:Gengur í suðaustan 13-18 m/s með slyddu eða snjókomu, síðar rigningu á láglendi. Hægari vindur og úrkomulaust á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hlýnandi veður, hiti 1 til 5 stig sunnan heiða seinnipartinn og minnkandi frost fyrir norðan og austan.Á þriðjudag:Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Rigning eða slydda með köflum um allt land. Hiti 0 til 5 stig.Á miðvikudag:Gengur líklega í suðaustan og sunnan storm með rigningu eða slyddu, talsverð úrkoma á sunnaverðu landinu. Hiti 2 til 6 stig seinnipartinn.Á fimmtudag:Allhvöss suðvestanátt og skúrir eða él, en léttskýjað á austurhelmingi landsins. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á föstudag:Útlit fyrir hæga breytilega átt, þurrt veður og frost um allt land.Fréttin var uppfærð klukkan 8:30 með upplýsingum frá Vegagerðinni.
Veður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira