Er svartsýnn á að viðræðurnar skili niðurstöðu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. janúar 2019 11:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að kjaraviðræðurnar nú komi til með að skila niðurstöðu. Annar fundur Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur, Eflingar og VR við Samtök atvinnulífsins, í þessari viku, var haldin nú fyrir hádegi. Samningsaðilar munu hittast þrisvar sinnum í þessari viku en á mánudag sögðu forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að staðan í viðræðunum yrði endurmetin í lok vikunnar með tilliti til hvað einhver árangur hefði náðst. Um mánuður er liðinn frá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur sagði fyrir fundinn í morgun hægan gang í viðræðum. „Þetta er voðalega rólegt finnst mér en auðvitað eru menn að ræða saman og á meðan það er, er sjálfsagt að halda áfram.“Hvað verður uppi á borðunum í dag? „Það er verið að fara yfir önnur mál en launaliðinn, sagði Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur fyrir fundinn í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness segir en bera mikið á mikið á milli samningaðila í viðræðunum. „Það er alveg ljóst, eins og ég hef sagt áður, að það ber töluvert á milli ennþá og við verðum að vona að við náum einhverjum skrefum áfram því að það er alveg ljóst að við getum ekki staðið í þessum sporum mjög lengi það er alveg ljóst. Ertu Bjartsýnn? Nei veistu það ég er ekkert alltof bjartsýnn, ég ætla bara að vera heiðarlegur með það, ég ætla samt að vona það besta en gera ráð fyrir því versta,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gert var ráð fyrir að fundinum í dag myndi ljúka nú í hádeginu en næstu fundur er áætlaður á föstudag og segist Vilhjálmur reikna með að þá mundi einhverjar línur vera farnar að skýrast hvað Samtök atvinnulífsins varðar. Hann ítrekar að aðkoma stjórnvalda skipti gríðarlegu máli í þessum viðræðum til að geta séð heildar myndina. Hægt sé að auka ráðstöfunartekjur fólks með margvíslegum kerfisbreytingum bæði með því að létta skattbyrði og draga úr kostnaði almennings í fjármálakerfinu.Þannig að þið eru ekki að horfa á beinar prósentu eða krónutölu launahækkanir? „Nei, það er alveg klárt mál að það er samspil þarna á milli. Við getum sett dæmið þannig upp að við erum að berjast núna fyrir því að lágmarkslaun verði hér 425.000.- krónur. Það myndi strax skipta máli ef að við værum að draga úr þessum gríðarlega kostnaði fjármálakerfisins sem að í mínum huga er bara þannig uppbyggt að það rekur ryksugubarkann ofan í launaumslag launafólks um hver einustu mánaðamót og sogar stóran hluta ráðstöfunartekna fólksins í burtu. Ef við náum að draga úr þessu þá skiptir að það sjálfsögðu máli,“ segir Vilhjálmur. Þú ert búinn að vera lengi í þessu. Heldur þú að þú sjáir fram á breytingar í þessum kjarasamningsviðræðum? „Ef núna, þá aldrei,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjaramál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að kjaraviðræðurnar nú komi til með að skila niðurstöðu. Annar fundur Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur, Eflingar og VR við Samtök atvinnulífsins, í þessari viku, var haldin nú fyrir hádegi. Samningsaðilar munu hittast þrisvar sinnum í þessari viku en á mánudag sögðu forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að staðan í viðræðunum yrði endurmetin í lok vikunnar með tilliti til hvað einhver árangur hefði náðst. Um mánuður er liðinn frá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur sagði fyrir fundinn í morgun hægan gang í viðræðum. „Þetta er voðalega rólegt finnst mér en auðvitað eru menn að ræða saman og á meðan það er, er sjálfsagt að halda áfram.“Hvað verður uppi á borðunum í dag? „Það er verið að fara yfir önnur mál en launaliðinn, sagði Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur fyrir fundinn í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness segir en bera mikið á mikið á milli samningaðila í viðræðunum. „Það er alveg ljóst, eins og ég hef sagt áður, að það ber töluvert á milli ennþá og við verðum að vona að við náum einhverjum skrefum áfram því að það er alveg ljóst að við getum ekki staðið í þessum sporum mjög lengi það er alveg ljóst. Ertu Bjartsýnn? Nei veistu það ég er ekkert alltof bjartsýnn, ég ætla bara að vera heiðarlegur með það, ég ætla samt að vona það besta en gera ráð fyrir því versta,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gert var ráð fyrir að fundinum í dag myndi ljúka nú í hádeginu en næstu fundur er áætlaður á föstudag og segist Vilhjálmur reikna með að þá mundi einhverjar línur vera farnar að skýrast hvað Samtök atvinnulífsins varðar. Hann ítrekar að aðkoma stjórnvalda skipti gríðarlegu máli í þessum viðræðum til að geta séð heildar myndina. Hægt sé að auka ráðstöfunartekjur fólks með margvíslegum kerfisbreytingum bæði með því að létta skattbyrði og draga úr kostnaði almennings í fjármálakerfinu.Þannig að þið eru ekki að horfa á beinar prósentu eða krónutölu launahækkanir? „Nei, það er alveg klárt mál að það er samspil þarna á milli. Við getum sett dæmið þannig upp að við erum að berjast núna fyrir því að lágmarkslaun verði hér 425.000.- krónur. Það myndi strax skipta máli ef að við værum að draga úr þessum gríðarlega kostnaði fjármálakerfisins sem að í mínum huga er bara þannig uppbyggt að það rekur ryksugubarkann ofan í launaumslag launafólks um hver einustu mánaðamót og sogar stóran hluta ráðstöfunartekna fólksins í burtu. Ef við náum að draga úr þessu þá skiptir að það sjálfsögðu máli,“ segir Vilhjálmur. Þú ert búinn að vera lengi í þessu. Heldur þú að þú sjáir fram á breytingar í þessum kjarasamningsviðræðum? „Ef núna, þá aldrei,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Kjaramál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira