Gæludýrin sem aldrei gleymast Björk Eiðsdóttir skrifar 30. janúar 2019 16:30 Falleg dýr sem margir muna eftir. Sámur, hundur þeirra Dorrit Moussaieff og Ólafs Ragnars Grímssonar, er allur. Forsetahjónin minntust á samfélagsmiðlum í gær félaga síns sem hafði vafið sig inn í þjóðarsálina svo eftir var tekið. Sárt er að missa gæludýr og Fréttablaðið tók saman nokkur þekkt dýr sem gerðu það gott áður en þau fóru yfir móðuna miklu.Sámur - Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði í gær: Sámur lést á fallegri íslenskri vetrarnótt. Trygglyndi hans og gáfur voru einstakar. Hann fyllti okkar líf af gleði og ævintýrum.Dorrit og Sámur árið 2012.Fréttablaðið/StefánBOO - Heimsbyggðin syrgði Pomeranian hundinn Boo sem dó fyrir um 10 dögum en hann var einn vinsælasti hundurinn á Facebook með um 16 milljónir fylgjenda. Eigendurnir lýstu því að hjartað hefði gefið sig þegar besti vinur hans dó fyrir tveimur árum. „Við teljum að hjarta hans hafi brostið þegar Buddy yfirgaf okkur,“ sögðu eigendur Boo. BOOKeikó - Þjóðin hefur eignast geirfugl, fiðlu, skipafélag meðal annars og Keikó varð einn af þjóðinni þegar hann var fluttur í heimahagana eftir Hollywood. Árið 2002 var honum sleppt út í náttúruna en átti erfitt með að aðlagast. Lungnasjúkdómur dró hann svo til dauða í desember ári síðar. Grannt var fylgst með Keikó á meðan hann lifði, til að mynda muna margir eflaust eftir frægum leik hans við dekk nokkuð.vísir/GettyBubbles - Simpansi Michaels Jackson. Þvílík stjarna. Ein fyrsta dýrastórstjarnan. Hann hékk víða uppi á vegg hér á landi enda var Jackson vinsæll í ABC og Æskunni. Jackson og Bubbles.Dolly - Frægasta kind allra tíma. Klónuð og kúl birtist hún heimsbyggðinni sem fylgdist með nánast hverju jarmi hennar þann tíma sem hún lifði. Dolly á góðri stundu.Tinkerbell - Trendsetterinn sem gerði það töff að vera með agnarsmáan hund í of stóru veski. Dekurdúkkur um allan heim eltu Paris Hilton og skyndilega varð Chihuahua tákn um veraldleg gæði þó fæstir lifðu eins og Tink erbell sem dó 2015. Hann átti nefnilega rándýrt hundahús í Beverly Hills – geri aðrir betur. Paris Hilton og Tinkerbell.Punxsutawney Phil - Það styttist í að Punxsutawney Phil komi með veðurspádóm sinn eins og var sýnt svo eftirminnilega í Groundhog Day. Það gerist 2. febrúar. Einn frægasti veðurspámaður heims og þó múrmeldýr verði yfirleitt í kringum 10 ára gömul þá hefur Phil náð rúmum 120 árum. Magnaður.Punxsutawney Phil flottur. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Sámur, hundur þeirra Dorrit Moussaieff og Ólafs Ragnars Grímssonar, er allur. Forsetahjónin minntust á samfélagsmiðlum í gær félaga síns sem hafði vafið sig inn í þjóðarsálina svo eftir var tekið. Sárt er að missa gæludýr og Fréttablaðið tók saman nokkur þekkt dýr sem gerðu það gott áður en þau fóru yfir móðuna miklu.Sámur - Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði í gær: Sámur lést á fallegri íslenskri vetrarnótt. Trygglyndi hans og gáfur voru einstakar. Hann fyllti okkar líf af gleði og ævintýrum.Dorrit og Sámur árið 2012.Fréttablaðið/StefánBOO - Heimsbyggðin syrgði Pomeranian hundinn Boo sem dó fyrir um 10 dögum en hann var einn vinsælasti hundurinn á Facebook með um 16 milljónir fylgjenda. Eigendurnir lýstu því að hjartað hefði gefið sig þegar besti vinur hans dó fyrir tveimur árum. „Við teljum að hjarta hans hafi brostið þegar Buddy yfirgaf okkur,“ sögðu eigendur Boo. BOOKeikó - Þjóðin hefur eignast geirfugl, fiðlu, skipafélag meðal annars og Keikó varð einn af þjóðinni þegar hann var fluttur í heimahagana eftir Hollywood. Árið 2002 var honum sleppt út í náttúruna en átti erfitt með að aðlagast. Lungnasjúkdómur dró hann svo til dauða í desember ári síðar. Grannt var fylgst með Keikó á meðan hann lifði, til að mynda muna margir eflaust eftir frægum leik hans við dekk nokkuð.vísir/GettyBubbles - Simpansi Michaels Jackson. Þvílík stjarna. Ein fyrsta dýrastórstjarnan. Hann hékk víða uppi á vegg hér á landi enda var Jackson vinsæll í ABC og Æskunni. Jackson og Bubbles.Dolly - Frægasta kind allra tíma. Klónuð og kúl birtist hún heimsbyggðinni sem fylgdist með nánast hverju jarmi hennar þann tíma sem hún lifði. Dolly á góðri stundu.Tinkerbell - Trendsetterinn sem gerði það töff að vera með agnarsmáan hund í of stóru veski. Dekurdúkkur um allan heim eltu Paris Hilton og skyndilega varð Chihuahua tákn um veraldleg gæði þó fæstir lifðu eins og Tink erbell sem dó 2015. Hann átti nefnilega rándýrt hundahús í Beverly Hills – geri aðrir betur. Paris Hilton og Tinkerbell.Punxsutawney Phil - Það styttist í að Punxsutawney Phil komi með veðurspádóm sinn eins og var sýnt svo eftirminnilega í Groundhog Day. Það gerist 2. febrúar. Einn frægasti veðurspámaður heims og þó múrmeldýr verði yfirleitt í kringum 10 ára gömul þá hefur Phil náð rúmum 120 árum. Magnaður.Punxsutawney Phil flottur.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira