Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. janúar 2019 18:00 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. Menntamálaráðherra kynnti efni frumvarpsins í ráðuneytinu í morgun. Það felst í ríkisstyrkjum sem einkareknir fjölmiðlar geta sótt um. Styrkirnir verða í formi endurgreiðslu á allt að 25% við rekstur ritstjórnar og er þar vísað til launakostnaðar starfsmanna á ritstjórn. Hámarksfjárhæð styrks til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári en fjölmiðlar þurfa að beina umsókn til fjölmiðlanefndar sem metur hvort skilyrði fyrir styrk séu fyrir hendi. „Hér er í fyrsta sinn verið að kynna aðgerðir til að styðja við einkarekna fjölmiðla. Þetta eru ákveðin straumhvörf. Þessi ríkisstjórn hefur sagt að hún ætli að bæta starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla og jafna leikinn. Og við munum halda áfram á þessari vegferð. Það sem mér fannst líka brýnt er að við skyldum stíga þetta skref en alls staðar á Norðurlöndunum er verið að styrkja þetta rekstrarumhverfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla til að geta fengið endurgreiðslu eru meðal annars þær að fjölmiðill þarf að vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. Hann þarf að hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn um styrk berst til fjölmiðlanefndar. Markmiðið með fjölmiðlinum þarf að vera miðlun frétta og efnið þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning. Þá þurfa starfsmenn í fullu starfi að vera þrír að lágmarki og fjölmiðillinn má ekki vera í vanskilum við hið opinbera eða lífeyrissjóði. Þá þurfa prentmiðlar, sem sækja um styrkinn, að koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar og hljóð- og myndmiðlar þurfa að miðla nýju efni daglega til að geta fengið styrkinn. Ljóst var frá upphafi að setja þyrfti þak á kostnaðinn sem fengist endurgreiddur úr ríkissjóði. Lilja segir að 50 milljóna króna þakið sé að danskri fyrirmynd. Frumvarpið er búið að fara í kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og er gert ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna þess verði 300-400 milljónir króna á ári. Lilja segir einhug um frumvarpið í ríkisstjórninni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. Menntamálaráðherra kynnti efni frumvarpsins í ráðuneytinu í morgun. Það felst í ríkisstyrkjum sem einkareknir fjölmiðlar geta sótt um. Styrkirnir verða í formi endurgreiðslu á allt að 25% við rekstur ritstjórnar og er þar vísað til launakostnaðar starfsmanna á ritstjórn. Hámarksfjárhæð styrks til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári en fjölmiðlar þurfa að beina umsókn til fjölmiðlanefndar sem metur hvort skilyrði fyrir styrk séu fyrir hendi. „Hér er í fyrsta sinn verið að kynna aðgerðir til að styðja við einkarekna fjölmiðla. Þetta eru ákveðin straumhvörf. Þessi ríkisstjórn hefur sagt að hún ætli að bæta starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla og jafna leikinn. Og við munum halda áfram á þessari vegferð. Það sem mér fannst líka brýnt er að við skyldum stíga þetta skref en alls staðar á Norðurlöndunum er verið að styrkja þetta rekstrarumhverfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla til að geta fengið endurgreiðslu eru meðal annars þær að fjölmiðill þarf að vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. Hann þarf að hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn um styrk berst til fjölmiðlanefndar. Markmiðið með fjölmiðlinum þarf að vera miðlun frétta og efnið þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning. Þá þurfa starfsmenn í fullu starfi að vera þrír að lágmarki og fjölmiðillinn má ekki vera í vanskilum við hið opinbera eða lífeyrissjóði. Þá þurfa prentmiðlar, sem sækja um styrkinn, að koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar og hljóð- og myndmiðlar þurfa að miðla nýju efni daglega til að geta fengið styrkinn. Ljóst var frá upphafi að setja þyrfti þak á kostnaðinn sem fengist endurgreiddur úr ríkissjóði. Lilja segir að 50 milljóna króna þakið sé að danskri fyrirmynd. Frumvarpið er búið að fara í kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og er gert ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna þess verði 300-400 milljónir króna á ári. Lilja segir einhug um frumvarpið í ríkisstjórninni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
„Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00
Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15