Snæfell í undanúrslit eftir dramatískar lokamínútur í Hólminum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 17:32 Berglind Gunnarsdóttir skoraði tvö stig fyrir Snæfell í dag vísir/bára Snæfell er komið í undanúrslit Geysisbikars kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum í Stykkishólmi í dag. Eins og svo oft áður fór Kristen McCarthy fyrir Snæfellskonum í stigaskori en hún var með 33 stig fyrir heimakonur sem unnu 72-68 sigur. Þar á meðal var mikilvægur þristur undir lok leiksins sem tryggði Snæfelli sigurinn Leikurinn var mjög jafn til að byrja með en Snæfell náði upp átta stiga forskoti snemma í öðrum leikhluta sem var þá mesti munurinn sem verið hafði í leiknum. Þær náðu að koma því upp í 12 stig áður en Haukar klóruðu sér leið til baka og var munurinn aðeins fimm stig í hálfleik 40-35. Haukar náðu að jafna leikinn í þriðja leikhluta en heimakonur voru fljótar að koma sér aftur fæti framar og þrátt fyrir að leikurinn héldist nokkuð jafn þá var Snæfell með smá forskot. Það munaði aðeins tveimur stigum á liðunum fyrir síðasta leikhlutann. Snæfell byrjaði síðasta fjórðunginn á góðu áhlaupi og skoraði 12 stig í röð, munurinn orðinn 14 stig þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Gestirnir úr Hafnarfirði voru ekki af baki dottnar og náðu aftur að vinna niður forskot Snæfells, Lele Hardy minnkaði muninn í þrjú stig með þriggja stiga skoti þegar rétt tæp mínúta var eftir af leiknum. Lokasekúndurnar urðu æsispennandi, Lele hefði getað jafnað leikinn þegar 18 sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot hennar hitti ekki í körfuna. McCarthy refsaði með þriggja stiga körfu hinu megin og tíminn að renna út fyrir Hauka. Klaziena Guijt náði sniðskoti undir lokin en það dugði ekki til og fjögurra stiga sigur Snæfells raunin. Snæfell er því komið með farseðil í Laugardalshöllina í febrúar, úrslitavikan er 13.-17. febrúar. Fyrr í dag vann Stjarnan sér inn sæti í undanúrslitunum, seinna í kvöld mætast svo Breiðablik og ÍR annars vegar og Keflavík og Valur hins vegar í síðustu leikjum átta liða úrslitanna. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Snæfell er komið í undanúrslit Geysisbikars kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum í Stykkishólmi í dag. Eins og svo oft áður fór Kristen McCarthy fyrir Snæfellskonum í stigaskori en hún var með 33 stig fyrir heimakonur sem unnu 72-68 sigur. Þar á meðal var mikilvægur þristur undir lok leiksins sem tryggði Snæfelli sigurinn Leikurinn var mjög jafn til að byrja með en Snæfell náði upp átta stiga forskoti snemma í öðrum leikhluta sem var þá mesti munurinn sem verið hafði í leiknum. Þær náðu að koma því upp í 12 stig áður en Haukar klóruðu sér leið til baka og var munurinn aðeins fimm stig í hálfleik 40-35. Haukar náðu að jafna leikinn í þriðja leikhluta en heimakonur voru fljótar að koma sér aftur fæti framar og þrátt fyrir að leikurinn héldist nokkuð jafn þá var Snæfell með smá forskot. Það munaði aðeins tveimur stigum á liðunum fyrir síðasta leikhlutann. Snæfell byrjaði síðasta fjórðunginn á góðu áhlaupi og skoraði 12 stig í röð, munurinn orðinn 14 stig þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Gestirnir úr Hafnarfirði voru ekki af baki dottnar og náðu aftur að vinna niður forskot Snæfells, Lele Hardy minnkaði muninn í þrjú stig með þriggja stiga skoti þegar rétt tæp mínúta var eftir af leiknum. Lokasekúndurnar urðu æsispennandi, Lele hefði getað jafnað leikinn þegar 18 sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot hennar hitti ekki í körfuna. McCarthy refsaði með þriggja stiga körfu hinu megin og tíminn að renna út fyrir Hauka. Klaziena Guijt náði sniðskoti undir lokin en það dugði ekki til og fjögurra stiga sigur Snæfells raunin. Snæfell er því komið með farseðil í Laugardalshöllina í febrúar, úrslitavikan er 13.-17. febrúar. Fyrr í dag vann Stjarnan sér inn sæti í undanúrslitunum, seinna í kvöld mætast svo Breiðablik og ÍR annars vegar og Keflavík og Valur hins vegar í síðustu leikjum átta liða úrslitanna.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn