Segir 16 prósent landsmanna treysta lífeyrissjóðunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. janúar 2019 12:15 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nauðsynlegt að taka lífeyriskerfið til endurskoðunar. vísir/vilhelm „Það er krafa bæði frá okkur, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness að það fari fram gagnger úttekt,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og á þar við um heildarúttekt á lífeyrissjóðakerfinu. Stéttarfélögin þrjú hafa farið fram á slíkt samtal við stjórnvöld en hafa engin svör fengið. Hann segir að í ljósi skorts á trausti til kerfisins þurfi að taka það til endurskoðunar. „Það voru um 17 prósent sem báru mikið traust til lífeyrissjóðanna árið 2016. Í nýlegri könnun sem við létum gera bera einungis 16 prósent traust til lífeyrissjóðakerfisins.“ Ragnar Þór telur kerfið offjármagnað og of íþyngjandi fyrir bæði launþega og atvinnurekendur. „Gjaldtaka í alls kyns sjóði eins og lífeyrissjóðina er orðin allt of há,“ segir hann. „Hún er orðin íþyngjandi fyrir lífskjör almennings frá degi til dags. Bæði það sem snýr að því að hækka iðgjöldin í lífeyrissjóðakerfinu. Þá verður alltaf minna og minna til að lifa af á. Svigrúm fyrtækja til að borga hærri laun minnkar að sama skapi.“ Þá sé sterk eignarstaða lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum landsins og arðsemiskrafa þeirra þar ekki til bóta fyrir lífskjör almennings. „Þar er krafan, Eins og kom fram í frétt um Olís um daginn, að ef að laun hækka þarf að fækka starfsfólki vegna þess að launakostnaður verður of hár. Arðsemiskrafan út frá því þarf að halda. Þá þarf að lækka annað hvort launakostnað með því að segja upp starfsfólki eða reyna að halda launum niðri með öðrum hætti,“ segir Ragnar Þór.Klippa: Bítið - Ný könnun VR: 16% landsmanna treysta lífeyrissjóðunum Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira
„Það er krafa bæði frá okkur, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness að það fari fram gagnger úttekt,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og á þar við um heildarúttekt á lífeyrissjóðakerfinu. Stéttarfélögin þrjú hafa farið fram á slíkt samtal við stjórnvöld en hafa engin svör fengið. Hann segir að í ljósi skorts á trausti til kerfisins þurfi að taka það til endurskoðunar. „Það voru um 17 prósent sem báru mikið traust til lífeyrissjóðanna árið 2016. Í nýlegri könnun sem við létum gera bera einungis 16 prósent traust til lífeyrissjóðakerfisins.“ Ragnar Þór telur kerfið offjármagnað og of íþyngjandi fyrir bæði launþega og atvinnurekendur. „Gjaldtaka í alls kyns sjóði eins og lífeyrissjóðina er orðin allt of há,“ segir hann. „Hún er orðin íþyngjandi fyrir lífskjör almennings frá degi til dags. Bæði það sem snýr að því að hækka iðgjöldin í lífeyrissjóðakerfinu. Þá verður alltaf minna og minna til að lifa af á. Svigrúm fyrtækja til að borga hærri laun minnkar að sama skapi.“ Þá sé sterk eignarstaða lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum landsins og arðsemiskrafa þeirra þar ekki til bóta fyrir lífskjör almennings. „Þar er krafan, Eins og kom fram í frétt um Olís um daginn, að ef að laun hækka þarf að fækka starfsfólki vegna þess að launakostnaður verður of hár. Arðsemiskrafan út frá því þarf að halda. Þá þarf að lækka annað hvort launakostnað með því að segja upp starfsfólki eða reyna að halda launum niðri með öðrum hætti,“ segir Ragnar Þór.Klippa: Bítið - Ný könnun VR: 16% landsmanna treysta lífeyrissjóðunum
Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira