Nota göturnar eins og „skíðasvigbraut í Bláfjöllum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 10:56 Það kyngdi niður snjó á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/Egill Umferðin gekk afar hægt á höfuðborgarsvæðinu í morgun, líkt og undanfarna daga, en að sögn yfirlögregluþjóns hjá umferðardeild er svigakstur ökumanna sem reyna að komast fram fyrir röðina einna hvimleiðastur þegar færðin er þung. Þá hefur borið á seinkunum á strætisvagnaferðum en farþegar á leið 15 úr Vesturbæ þurftu að bíða í nær fjörutíu mínútur eftir vagni á níunda tímanum.Engar tilkynningar þrátt fyrir tafir Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að margir samverkandi þættir valdi iðulega seinkunum sem þessum. Mikill snjór og umferðarteppa í efri byggðum hafi til dæmis áhrif á leiðarkerfi um alla borg. „Snjórinn og færðin hægir á öllu, maður sér það alveg. Þetta verður allt miklu, miklu þyngra þannig að við þurfum að biðja alla í umferðinni að sýna þolinmæði og gefa sér extra tíma því þetta gengur allt hægar á svona dögum,“ segir Guðmundur. „Heilt yfir, í dag og í gær, eru seinkanir mjög algengar. Sérstaklega á annatímanum. Við hvetjum fólk til að nýta sér tæknina þegar það fer út og fylgjast með bílnum í rauntíma, því það eru góðar líkur á því að áætlun sumra leiða eigi eftir að raskast svolítið. Sérstaklega þegar við erum ekki með forgang eins og í Mosfellsbæ og Grafarvogi.“ Þá tekur Guðmundur undir það að betur mætti huga að tilkynningum um tafir á höfuðborgarsvæðinu en engar slíkar hafa verið birtar á miðlum Strætó það sem af er morgni, þrátt fyrir töluverðar seinkanir á leiðum.Viðbúið er að einhverjar tafir verði á ferðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/vilhelmSvigaksturinn hvimleiðastur Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að umferðin í morgun hafi verið svipuð og undanfarna daga: mjög hæg. Engin slys hafi þó orðið í snjónum í morgun. „Það sem er hvimleiðast eru þeir ökumenn sem eru óþolinmóðari en aðrir og stunda svigakstur á akreinum, líkt og þeir væru á skíðasvigbraut í Bláfjöllum, og það veldur óþægindum. Það er samt vitað að þeir komast ekkert fyrr í endamarkið, þeir stoppa bara á næstu ljósum og bíða eins og aðrir. Þetta er hvimleiður akstur og óþarfaakstur miðað við þessar aðstæður.“ Rigningin á morgun stoppar stutt Áfram verður vetrarlegt á landinu í dag. Á morgun nálgast svo lægð sunnan úr hafi og skil hennar ganga inn á land. Hvessir þá af suðaustri og fer að snjóa, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir hlýtt loft, sem hækkar hita upp fyrir frostmark, og því er von á rigningu við suðurströndina. Hlýindin standa þó stutt því á föstudag snýst í norðaustanátt með snjókomu eða éljum og kólnar aftur í veðri. Samgöngur Veður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Umferðin gekk afar hægt á höfuðborgarsvæðinu í morgun, líkt og undanfarna daga, en að sögn yfirlögregluþjóns hjá umferðardeild er svigakstur ökumanna sem reyna að komast fram fyrir röðina einna hvimleiðastur þegar færðin er þung. Þá hefur borið á seinkunum á strætisvagnaferðum en farþegar á leið 15 úr Vesturbæ þurftu að bíða í nær fjörutíu mínútur eftir vagni á níunda tímanum.Engar tilkynningar þrátt fyrir tafir Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að margir samverkandi þættir valdi iðulega seinkunum sem þessum. Mikill snjór og umferðarteppa í efri byggðum hafi til dæmis áhrif á leiðarkerfi um alla borg. „Snjórinn og færðin hægir á öllu, maður sér það alveg. Þetta verður allt miklu, miklu þyngra þannig að við þurfum að biðja alla í umferðinni að sýna þolinmæði og gefa sér extra tíma því þetta gengur allt hægar á svona dögum,“ segir Guðmundur. „Heilt yfir, í dag og í gær, eru seinkanir mjög algengar. Sérstaklega á annatímanum. Við hvetjum fólk til að nýta sér tæknina þegar það fer út og fylgjast með bílnum í rauntíma, því það eru góðar líkur á því að áætlun sumra leiða eigi eftir að raskast svolítið. Sérstaklega þegar við erum ekki með forgang eins og í Mosfellsbæ og Grafarvogi.“ Þá tekur Guðmundur undir það að betur mætti huga að tilkynningum um tafir á höfuðborgarsvæðinu en engar slíkar hafa verið birtar á miðlum Strætó það sem af er morgni, þrátt fyrir töluverðar seinkanir á leiðum.Viðbúið er að einhverjar tafir verði á ferðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/vilhelmSvigaksturinn hvimleiðastur Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að umferðin í morgun hafi verið svipuð og undanfarna daga: mjög hæg. Engin slys hafi þó orðið í snjónum í morgun. „Það sem er hvimleiðast eru þeir ökumenn sem eru óþolinmóðari en aðrir og stunda svigakstur á akreinum, líkt og þeir væru á skíðasvigbraut í Bláfjöllum, og það veldur óþægindum. Það er samt vitað að þeir komast ekkert fyrr í endamarkið, þeir stoppa bara á næstu ljósum og bíða eins og aðrir. Þetta er hvimleiður akstur og óþarfaakstur miðað við þessar aðstæður.“ Rigningin á morgun stoppar stutt Áfram verður vetrarlegt á landinu í dag. Á morgun nálgast svo lægð sunnan úr hafi og skil hennar ganga inn á land. Hvessir þá af suðaustri og fer að snjóa, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir hlýtt loft, sem hækkar hita upp fyrir frostmark, og því er von á rigningu við suðurströndina. Hlýindin standa þó stutt því á föstudag snýst í norðaustanátt með snjókomu eða éljum og kólnar aftur í veðri.
Samgöngur Veður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira