Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2019 23:30 Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, og verkið umtalaða eftir Gunnlaug Blöndal. Fréttablaðið/GVA Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri og upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir Seðlabankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. Tilgangurinn sé að fegra byggingar og umhverfi þeirra. Þetta kom fram í máli Stefáns Jóhanns í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir það ekki vera rétt að Seðlabankann sé stórtækur í málverkaeign í samanburði við banka og aðrar opinberar stofnanir. „Þetta er nú ekki mjög stórt þó að þetta séu 320 listaverk sem að Seðlabankinn á,“ segir Stefán Jóhann. Nokkur umræða hefur sprottið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að greint var frá því að bankinn hafi, af tillitssemi og vegna kvörtunar sem kom frá starfsfólki og að höfðu samráði við Jafnréttisstofu, tekið niður málverk eftir Gunnlaug Blöndal - málverk af berbrjósta konu sem máluð var um miðja síðustu öld.Samráð við arkitekta og listfræðinga Stefán Jóhann segir Seðlabankann hafa haft samráð við arkitekta, sér í lagi þegar núverandi Seðlabankabygging var byggð, um ýmis viðameiri verk. Einnig við listfræðinga um sumt síðar. „Þetta hefur meira að segja verið sett í lög og reglugerðir að opinberar stofnanir, opinberir aðilar, eigi að fegra og auðga umhverfi sitt, skapa þannig vellíðan og um leið er stuðlað að listsköpun í landinu. Ég hugsa að flestir séu bara þokkalega sáttir með það.“ Það er þá ekki skylt að hafa sérstakt safn undir þetta heldur á þetta að vera til að fegra vinnustaðinn?„Jú, það er markmiðið. Að það skapist ákveðið heildarsamræmi í útliti innan byggingar og utan í samræmi við þau viðmið sem að arkitektar og listfræðingar hafa.“Bókfærð verðmæti Aðspurður um verðmæti safnsins, segir hann ákveðið bókfært verðmæti vera í reikningum bankans á listaverkum. „Það þarf ekki endilega að vera markaðsvirði. Það er sjálfsagt dálítið eitthvað annað.[…] Ég gæti giskað á að það gæti verið eitthvað um 200 milljónir, 300 milljónir, sem væri bókfært í listaverkum,“ segir Stefán Jóhann. Hann segir að eitthvað að hafi dregið úr kaupum á listaverkum hjá Seðlabankanum miðað við það sem áður var. Hlusta má á viðtalið við Stefán Jóhann í heild sinni að neðan. Myndlist Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri og upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir Seðlabankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. Tilgangurinn sé að fegra byggingar og umhverfi þeirra. Þetta kom fram í máli Stefáns Jóhanns í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir það ekki vera rétt að Seðlabankann sé stórtækur í málverkaeign í samanburði við banka og aðrar opinberar stofnanir. „Þetta er nú ekki mjög stórt þó að þetta séu 320 listaverk sem að Seðlabankinn á,“ segir Stefán Jóhann. Nokkur umræða hefur sprottið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að greint var frá því að bankinn hafi, af tillitssemi og vegna kvörtunar sem kom frá starfsfólki og að höfðu samráði við Jafnréttisstofu, tekið niður málverk eftir Gunnlaug Blöndal - málverk af berbrjósta konu sem máluð var um miðja síðustu öld.Samráð við arkitekta og listfræðinga Stefán Jóhann segir Seðlabankann hafa haft samráð við arkitekta, sér í lagi þegar núverandi Seðlabankabygging var byggð, um ýmis viðameiri verk. Einnig við listfræðinga um sumt síðar. „Þetta hefur meira að segja verið sett í lög og reglugerðir að opinberar stofnanir, opinberir aðilar, eigi að fegra og auðga umhverfi sitt, skapa þannig vellíðan og um leið er stuðlað að listsköpun í landinu. Ég hugsa að flestir séu bara þokkalega sáttir með það.“ Það er þá ekki skylt að hafa sérstakt safn undir þetta heldur á þetta að vera til að fegra vinnustaðinn?„Jú, það er markmiðið. Að það skapist ákveðið heildarsamræmi í útliti innan byggingar og utan í samræmi við þau viðmið sem að arkitektar og listfræðingar hafa.“Bókfærð verðmæti Aðspurður um verðmæti safnsins, segir hann ákveðið bókfært verðmæti vera í reikningum bankans á listaverkum. „Það þarf ekki endilega að vera markaðsvirði. Það er sjálfsagt dálítið eitthvað annað.[…] Ég gæti giskað á að það gæti verið eitthvað um 200 milljónir, 300 milljónir, sem væri bókfært í listaverkum,“ segir Stefán Jóhann. Hann segir að eitthvað að hafi dregið úr kaupum á listaverkum hjá Seðlabankanum miðað við það sem áður var. Hlusta má á viðtalið við Stefán Jóhann í heild sinni að neðan.
Myndlist Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45
Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42
Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28