Spilaði leik í undankeppni HM með bleyju og sagði frá því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 10:00 Frá landsleik Singapúr og Íran. Myndin tengist fréttinni ekki neitt. Vísir/Getty Knattspyrnumenn þurfa oft að harka af sér þegar mikilvægi leikjanna kallar á slíkt. Dæmin eru mýmörg en ein saga frá undankeppni HM fer langt með að slá allar hinar út. John Wilkinson, fyrrum miðjumaður Exeter City, hefur sagt frá ótrúlegum aðstæðum sem hann var á sínum tíma í mikilvægum leik með landsliði Singapúr í undankeppni HM. John Wilkinson hafði flutt til Singapúr árið 2002, gifst singapúrski konu og fengið singapúrskt ríkisfang. Hann var með landsliðinu þegar liðið mætti Tadsíkistan í undankeppni HM í Suður-Afríku. Þetta var árið 2007 og nú hefur Wilkinson sagt söguna af sér og liðsfélögum sínum í þessum leik fyrir rúmum ellefu árum síðan.A World Cup qualifier. In front of 21,000 people. During a particularly nasty bout of food poisoning?! Yeah, that happenedhttps://t.co/TuVvEI3xMspic.twitter.com/tRLpWsaZpO — BBC Sport (@BBCSport) January 25, 2019 Nokkrir leikmenn landsliðs Singapúr fengu slæma matareitrun í aðdraganda leiksins og eyddi mestum tíma sínum fram að leik á klósettinu. Leikurinn fór fram fyrir framan 21 þúsund manns og liðið mátti alls ekki við að missa þessa veiku leikmenn. Þeir ákváðu þá að harka af sér en þurftu samt smá öryggi ef að næsta „magasprengja“ kæmi. „Við lentum í hræðilegri matareitrun í Tadsíkistan og nokkrir okkar þurftum að spila með fullorðinsbleyjur í leiknum,“ sagði John Wilkinson í viðtali við BBC World Service Sport. „Við ræddum við dómarann fyrir leikinn og útskýrðum fyrir honum stöðuna og hvað væri vandamálið. Hann sagði okkur líka að láta sig fljótt vita ef náttúran kallaði,“ sagði Wilkinson. „Allan leikinn þá vorum við að hlaupa út af vellinum til að tæma bleyjurnar okkar og hlaupa síðan út á völlinn aftur. Þetta var fáránlegt,“ sagði Wilkinson. „Við vorum að æla út um allan völl. Þetta var erfiðasti leikurinn sem ég hef spilað á ævinni,“ sagði Wilkinson. Singapúr lenti 1-0 undir í leiknum og þá hefðu nú flest lið misst móðinn í slíkum aðstæðum en John Wilkinson og félögum tókst að jafna metin og tryggja sér 1-1 jafntefli. Liðið komst því áfram í næstu umferð þökk sé fórnfýsi sinna leikmanna í mjög erfiðum og vandræðalegum aðstæðum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Knattspyrnumenn þurfa oft að harka af sér þegar mikilvægi leikjanna kallar á slíkt. Dæmin eru mýmörg en ein saga frá undankeppni HM fer langt með að slá allar hinar út. John Wilkinson, fyrrum miðjumaður Exeter City, hefur sagt frá ótrúlegum aðstæðum sem hann var á sínum tíma í mikilvægum leik með landsliði Singapúr í undankeppni HM. John Wilkinson hafði flutt til Singapúr árið 2002, gifst singapúrski konu og fengið singapúrskt ríkisfang. Hann var með landsliðinu þegar liðið mætti Tadsíkistan í undankeppni HM í Suður-Afríku. Þetta var árið 2007 og nú hefur Wilkinson sagt söguna af sér og liðsfélögum sínum í þessum leik fyrir rúmum ellefu árum síðan.A World Cup qualifier. In front of 21,000 people. During a particularly nasty bout of food poisoning?! Yeah, that happenedhttps://t.co/TuVvEI3xMspic.twitter.com/tRLpWsaZpO — BBC Sport (@BBCSport) January 25, 2019 Nokkrir leikmenn landsliðs Singapúr fengu slæma matareitrun í aðdraganda leiksins og eyddi mestum tíma sínum fram að leik á klósettinu. Leikurinn fór fram fyrir framan 21 þúsund manns og liðið mátti alls ekki við að missa þessa veiku leikmenn. Þeir ákváðu þá að harka af sér en þurftu samt smá öryggi ef að næsta „magasprengja“ kæmi. „Við lentum í hræðilegri matareitrun í Tadsíkistan og nokkrir okkar þurftum að spila með fullorðinsbleyjur í leiknum,“ sagði John Wilkinson í viðtali við BBC World Service Sport. „Við ræddum við dómarann fyrir leikinn og útskýrðum fyrir honum stöðuna og hvað væri vandamálið. Hann sagði okkur líka að láta sig fljótt vita ef náttúran kallaði,“ sagði Wilkinson. „Allan leikinn þá vorum við að hlaupa út af vellinum til að tæma bleyjurnar okkar og hlaupa síðan út á völlinn aftur. Þetta var fáránlegt,“ sagði Wilkinson. „Við vorum að æla út um allan völl. Þetta var erfiðasti leikurinn sem ég hef spilað á ævinni,“ sagði Wilkinson. Singapúr lenti 1-0 undir í leiknum og þá hefðu nú flest lið misst móðinn í slíkum aðstæðum en John Wilkinson og félögum tókst að jafna metin og tryggja sér 1-1 jafntefli. Liðið komst því áfram í næstu umferð þökk sé fórnfýsi sinna leikmanna í mjög erfiðum og vandræðalegum aðstæðum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira