Svigið efst í forgangsröðuninni Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. janúar 2019 11:00 Hilmar Snær brosmildur á verðlaunapalli eftir að hafa unnið keppnina í svigi á heimsbikarmóti IPC í Króatíu á dögunum. Mynd/þórður Hjörleifsson Skíði Skíðakappinn Hilmar Snær Örvarsson, sem keppir fyrir hönd Víkings, náði á dögunum merku afreki þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til gullverðlauna í svigi á heimsbikarmóti IPC í Króatíu. Fram að því var eitt besta afrek Íslendings á heimsbikarmóti þegar Kristinn Björnsson lenti í öðru sæti á tveimur mótum árið 1997 og 1998. Frá Króatíu hélt Hilmar til Slóveníu og tók þátt í HM í alpagreinum þar sem hann lenti í 4. sæti í svigi og 20. sæti í stórsvigi. Þar munaði aðeins 29 sekúndubrotum að Hilmar tæki bronsverðlaun í svigi, tæpu ári eftir að Hilmar Snær var eini fulltrúi Íslendinga á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í PyeongChang, þá aðeins sautján ára. Hilmar Snær sem keppir í flokki aflimaðra, LW2, kom aftur til landsins á fimmtudaginn og var mættur á skólabekk strax daginn eftir. Hann stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og kunni þeim bestu þakkir fyrir skilning á stöðu hans. „Þeir sýndu því skilning þegar ég óskaði eftir fríi og hafa staðið með mér þótt það hafi oft verið erfitt að byrja að læra þegar ég var úti,“ sagði Hilmar léttur í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður sagðist hann horfa stoltur til baka. „Maður finnur fyrir ótrúlega miklu stolti og ég horfi ánægður til baka. Ég reyndi að ná upp meiri hraða í seinni ferðinni í Króatíu, var svolítið ákveðnari þar þegar færi gafst á síðasta kafla brautarinnar,“ sagði Hilmar sem var að keppa við bestu aðstæður. „Aðstæðurnar voru frábærar á báðum stöðum og færið gott. Ekki hægt að fá það mikið betra, brautirnar góðar með smá klaka undir. Þjálfarinn minn, Þórður, var með skíðin mín vel brýnd og í toppstandi sem gaf mér tækifæri á að halda betur stjórn.“ Líkt og á Vetrarólympíuleikunum lenti Hilmar í 20. sæti í stórsvigi á HM í Slóveníu en aðspurður segist hann leggja meiri áherslu á að keppa í svigi í framtíðinni. „Ég er nokkuð sáttur með stórsvigið í Slóveníu, ég gat gert aðeins betur og náð 2-3 sætum ofar en ég lenti í vandræðum með lengd brautarinnar. Hún var talsvert lengri en ég hef átt að venjast,“ sagði Hilmar og hélt áfram: „Svigið er efst í forgangsröðuninni hjá mér. Ég ræð betur við það og hef meiri áhuga á því til lengri tíma enda tel ég að það henti mér betur. Það eru mun betri aðstæður til að æfa svig á Íslandi en stórsvig og því auðveldara að taka framförum hér á landi. Svo er það skemmtilegra að mínu mati. Ég mun samt halda áfram að æfa stórsvigið, það er öðruvísi tækni sem ég get notið góðs af og get vonandi tekið eitthvað úr því í svigið,“ sagði Hilmar sem vann í úthaldi og líkamlegum styrk í sumar. „Stærsti munurinn síðasta árið er hvað ég bætti mig í líkamlegum styrk og úthaldi. Það hjálpaði í þessum mótum eftir að hafa unnið í því síðasta sumar. Svo vorum við reynslunni ríkari eftir PyeongChang og gátum undirbúið okkur betur,“ sagði Hilmar sem sagði næstu skref óráðin. „Ég er ekki með nein langtímamarkmið eins og er en mun hitta Þórð, þjálfara minn á næstunni og við ræðum næstu skref á ferlinum. Við eigum alveg eftir að ræða það en síðasta ár vekur bara eldmóð hjá manni að ná enn lengra.“ Aðrar íþróttir Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Sjá meira
Skíði Skíðakappinn Hilmar Snær Örvarsson, sem keppir fyrir hönd Víkings, náði á dögunum merku afreki þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til gullverðlauna í svigi á heimsbikarmóti IPC í Króatíu. Fram að því var eitt besta afrek Íslendings á heimsbikarmóti þegar Kristinn Björnsson lenti í öðru sæti á tveimur mótum árið 1997 og 1998. Frá Króatíu hélt Hilmar til Slóveníu og tók þátt í HM í alpagreinum þar sem hann lenti í 4. sæti í svigi og 20. sæti í stórsvigi. Þar munaði aðeins 29 sekúndubrotum að Hilmar tæki bronsverðlaun í svigi, tæpu ári eftir að Hilmar Snær var eini fulltrúi Íslendinga á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í PyeongChang, þá aðeins sautján ára. Hilmar Snær sem keppir í flokki aflimaðra, LW2, kom aftur til landsins á fimmtudaginn og var mættur á skólabekk strax daginn eftir. Hann stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og kunni þeim bestu þakkir fyrir skilning á stöðu hans. „Þeir sýndu því skilning þegar ég óskaði eftir fríi og hafa staðið með mér þótt það hafi oft verið erfitt að byrja að læra þegar ég var úti,“ sagði Hilmar léttur í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður sagðist hann horfa stoltur til baka. „Maður finnur fyrir ótrúlega miklu stolti og ég horfi ánægður til baka. Ég reyndi að ná upp meiri hraða í seinni ferðinni í Króatíu, var svolítið ákveðnari þar þegar færi gafst á síðasta kafla brautarinnar,“ sagði Hilmar sem var að keppa við bestu aðstæður. „Aðstæðurnar voru frábærar á báðum stöðum og færið gott. Ekki hægt að fá það mikið betra, brautirnar góðar með smá klaka undir. Þjálfarinn minn, Þórður, var með skíðin mín vel brýnd og í toppstandi sem gaf mér tækifæri á að halda betur stjórn.“ Líkt og á Vetrarólympíuleikunum lenti Hilmar í 20. sæti í stórsvigi á HM í Slóveníu en aðspurður segist hann leggja meiri áherslu á að keppa í svigi í framtíðinni. „Ég er nokkuð sáttur með stórsvigið í Slóveníu, ég gat gert aðeins betur og náð 2-3 sætum ofar en ég lenti í vandræðum með lengd brautarinnar. Hún var talsvert lengri en ég hef átt að venjast,“ sagði Hilmar og hélt áfram: „Svigið er efst í forgangsröðuninni hjá mér. Ég ræð betur við það og hef meiri áhuga á því til lengri tíma enda tel ég að það henti mér betur. Það eru mun betri aðstæður til að æfa svig á Íslandi en stórsvig og því auðveldara að taka framförum hér á landi. Svo er það skemmtilegra að mínu mati. Ég mun samt halda áfram að æfa stórsvigið, það er öðruvísi tækni sem ég get notið góðs af og get vonandi tekið eitthvað úr því í svigið,“ sagði Hilmar sem vann í úthaldi og líkamlegum styrk í sumar. „Stærsti munurinn síðasta árið er hvað ég bætti mig í líkamlegum styrk og úthaldi. Það hjálpaði í þessum mótum eftir að hafa unnið í því síðasta sumar. Svo vorum við reynslunni ríkari eftir PyeongChang og gátum undirbúið okkur betur,“ sagði Hilmar sem sagði næstu skref óráðin. „Ég er ekki með nein langtímamarkmið eins og er en mun hitta Þórð, þjálfara minn á næstunni og við ræðum næstu skref á ferlinum. Við eigum alveg eftir að ræða það en síðasta ár vekur bara eldmóð hjá manni að ná enn lengra.“
Aðrar íþróttir Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Sjá meira