Vinnuálag lækna sýni brot á kjarasamningum Sighvatur Jónsson skrifar 27. janúar 2019 12:45 Forsvarsmaður forvarnaverkefnis gegn streitu segir mikið vinnuálag lækna sýna að brotið sé á reglum kjarasamninga um vaktir. Vísir/Fréttablaðið Fréttastofa hefur greint frá nýrri könnun um líðan lækna í starfi þar sem kemur meðal annars fram að tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir of miklu álagi. Matthías Örn Halldórsson læknanemi kom að stofnun Súðarinnar sem er forvarnarverkefni gegn streitu hjá læknanemum og læknum. Hann segir að könnun sem gerð var haustið 2017 sýni að 47% læknanema finni fyrir meðal alvarlegum eða alvarlegum einkennum síþreyttu. Rúmlega 64% læknanema svöruðu könnuninni.Forvarnastarf að norskri fyrirmynd Matthías segir að nú sé unnið forvarnastarf að norskri fyrirmynd gegn streitu og kulnun hjá læknum og læknanemum. „Við höfum verið að hittast einu sinni í mánuði þar sem við reynum að brjóta upp rútínu hjá okkur og förum og gerum eitthvað skemmtilegt. Við förum á kaffihús, í sund, eldum saman eða eitthvað annað. Þá myndast tengsl þannig að þú hefur einhvern til að tala við ef eitthvað kemur upp. Eðli málsins samkvæmt koma oft upp hlutir í okkar námi og starfi sem kannski er ekki hægt að ræða um við maka eða vini og því er ómetanlegt að hafa einhvern sem þú treystir sem þú getur spjallað við um þessi vandamál.“Vinna meira en kjarasamningar kveða á um Matthías segir lækna og læknanema vinna miklu meira en reglur kjarasamninga kveði á um. „Við viljum kynna þessar reglur fyrir læknum og læknanemum og hvetja þá til að standa vörð um þessar reglur. Það borgar sig að gera þetta sem fyrst. Við sköpum vanann og svo skapar vaninn okkur. Við þurfum að vekja athygli á því að þetta þurfi ekki að vera svona og eigi ekki að vera svona.“ Matthías Örn Halldórsson læknanemi telur brýnt að takast á við þekkingarleysi meðal lækna og læknanema um reglur um vinnutíma. Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Fréttastofa hefur greint frá nýrri könnun um líðan lækna í starfi þar sem kemur meðal annars fram að tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir of miklu álagi. Matthías Örn Halldórsson læknanemi kom að stofnun Súðarinnar sem er forvarnarverkefni gegn streitu hjá læknanemum og læknum. Hann segir að könnun sem gerð var haustið 2017 sýni að 47% læknanema finni fyrir meðal alvarlegum eða alvarlegum einkennum síþreyttu. Rúmlega 64% læknanema svöruðu könnuninni.Forvarnastarf að norskri fyrirmynd Matthías segir að nú sé unnið forvarnastarf að norskri fyrirmynd gegn streitu og kulnun hjá læknum og læknanemum. „Við höfum verið að hittast einu sinni í mánuði þar sem við reynum að brjóta upp rútínu hjá okkur og förum og gerum eitthvað skemmtilegt. Við förum á kaffihús, í sund, eldum saman eða eitthvað annað. Þá myndast tengsl þannig að þú hefur einhvern til að tala við ef eitthvað kemur upp. Eðli málsins samkvæmt koma oft upp hlutir í okkar námi og starfi sem kannski er ekki hægt að ræða um við maka eða vini og því er ómetanlegt að hafa einhvern sem þú treystir sem þú getur spjallað við um þessi vandamál.“Vinna meira en kjarasamningar kveða á um Matthías segir lækna og læknanema vinna miklu meira en reglur kjarasamninga kveði á um. „Við viljum kynna þessar reglur fyrir læknum og læknanemum og hvetja þá til að standa vörð um þessar reglur. Það borgar sig að gera þetta sem fyrst. Við sköpum vanann og svo skapar vaninn okkur. Við þurfum að vekja athygli á því að þetta þurfi ekki að vera svona og eigi ekki að vera svona.“ Matthías Örn Halldórsson læknanemi telur brýnt að takast á við þekkingarleysi meðal lækna og læknanema um reglur um vinnutíma.
Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira