Segir fréttaflutning af fjölgun HIV-smita villandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. janúar 2019 13:15 Bryndis Sigurðardóttir yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum segir fréttirnar villandi þar sem staðreyndin sé önnur. Vísir/vilhelm Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir að innlendum HIV-smitum fari fækkandi og að mjög fáir hafi smitast hér á landi á síðasta ári. Stór hópur nýsmitaðra í farsóttafréttum landlæknis skýrist af útlendingum, sem nú þegar eru smitaðir, og flytja hingað til lands. Í síðustu viku birtust fréttir um að sjúklingum sem greinst hefðu með HIV-sýkingu hefði fjölgað mikið í fyrra miðað við árin á undan en tilefni fréttaskrifanna voru Farsóttafréttir, fréttabréf sóttvarnalæknis. Í þeim segir að þróun kynsjúkdóma hér sé óheillavænleg í flestum tilvikum. 39 manns hafi greinst með HIV-sýkingu í fyrra, þar af voru 30 af erlendum uppruna. Árin 2017 og 2016 hafi innan við 30 greinst en aðeins um 10 manns árin 2014 og 2015. Bryndis Sigurðardóttir yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum segir þessar fréttir vera villandi þar sem staðreyndin sé önnur.Bryndís Sigurðardóttir, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Bryndís Sigurðardóttir„Langflestir af þessum tölum eru til dæmis einstaklingar sem hafa þegar greinst með HIV- og flytja til Íslands, bæði Íslendingar en að miklu leyti erlendir ríkisborgarar. Annað hvort hælisleitendur eða flóttamenn eða erlent fólk sem er að flytja til Íslands og ef aðþessir einstaklingar eru núþegar með HIV þá skráist það sem nýtt smit á Íslandi sem er mjög misvísandi fyrir tölurnar,“ segir Bryndís. Ljóst sé að langflest af þessum 39 nýsmitum eru einstaklingar sem smituðst erlendis. „Þá sitjum við uppi með fimm einstaklinga. Tveir smitast í gegn um neyslu fíkniefna í æð. Mér finnst þetta ekki vera háar tölur,“ segir Bryndís sem fagnar greiningunum í raun. „Þetta þýðir að að við fáum þáí eftirlit til okkar. Þeir fara svo snemma á góða lyfjameðferð sem nú er til,“ segir Bryndis og bætir við að þannig séu þeir ekki smitandi gagnvart öðrum. Bryndis leggur áherslu á þá staðreynd að innlendum HIV-smitum fari fækkandi. Tilfellin sem flokkast sem nýgreind í farsóttafréttum séu einstaklingar sem flytji eða komi til landsins og eru þegar greindir með HIV. „Þetta eru ekki íslenskar tölur innan gæsalappa. Þetta eru bara skráningartölur hjá Landlæknisembættinu. Maður skilur svo sem að þeir þurfi að skrá þetta einhvern veginn,“ segir Bryndís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir HIV smitum fjölgar verulega í Kína HIV smitum hefur fjölgað um 14% í Kína. Meira en 820.000 manns eru greindir með HIV veiruna en 40.000 manns hafa verið greindir með HIV á öðrum ársfjórðungi þessa árs. 29. september 2018 21:58 Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00 Á fjórða tug hefur sóst eftir forvarnarlyfjum gegn HIV Ábatinn af forvarnameðferð gegn HIV-sýkingum sem er nýlega orðin möguleg á Íslandi vegur mun þyngra en kostnaðurinn að sögn smitsjúkdómalæknis. Á fjórða tug hefur nú þegar sótt um að gangast undir meðferðina. 11. ágúst 2018 07:15 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir að innlendum HIV-smitum fari fækkandi og að mjög fáir hafi smitast hér á landi á síðasta ári. Stór hópur nýsmitaðra í farsóttafréttum landlæknis skýrist af útlendingum, sem nú þegar eru smitaðir, og flytja hingað til lands. Í síðustu viku birtust fréttir um að sjúklingum sem greinst hefðu með HIV-sýkingu hefði fjölgað mikið í fyrra miðað við árin á undan en tilefni fréttaskrifanna voru Farsóttafréttir, fréttabréf sóttvarnalæknis. Í þeim segir að þróun kynsjúkdóma hér sé óheillavænleg í flestum tilvikum. 39 manns hafi greinst með HIV-sýkingu í fyrra, þar af voru 30 af erlendum uppruna. Árin 2017 og 2016 hafi innan við 30 greinst en aðeins um 10 manns árin 2014 og 2015. Bryndis Sigurðardóttir yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum segir þessar fréttir vera villandi þar sem staðreyndin sé önnur.Bryndís Sigurðardóttir, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Bryndís Sigurðardóttir„Langflestir af þessum tölum eru til dæmis einstaklingar sem hafa þegar greinst með HIV- og flytja til Íslands, bæði Íslendingar en að miklu leyti erlendir ríkisborgarar. Annað hvort hælisleitendur eða flóttamenn eða erlent fólk sem er að flytja til Íslands og ef aðþessir einstaklingar eru núþegar með HIV þá skráist það sem nýtt smit á Íslandi sem er mjög misvísandi fyrir tölurnar,“ segir Bryndís. Ljóst sé að langflest af þessum 39 nýsmitum eru einstaklingar sem smituðst erlendis. „Þá sitjum við uppi með fimm einstaklinga. Tveir smitast í gegn um neyslu fíkniefna í æð. Mér finnst þetta ekki vera háar tölur,“ segir Bryndís sem fagnar greiningunum í raun. „Þetta þýðir að að við fáum þáí eftirlit til okkar. Þeir fara svo snemma á góða lyfjameðferð sem nú er til,“ segir Bryndis og bætir við að þannig séu þeir ekki smitandi gagnvart öðrum. Bryndis leggur áherslu á þá staðreynd að innlendum HIV-smitum fari fækkandi. Tilfellin sem flokkast sem nýgreind í farsóttafréttum séu einstaklingar sem flytji eða komi til landsins og eru þegar greindir með HIV. „Þetta eru ekki íslenskar tölur innan gæsalappa. Þetta eru bara skráningartölur hjá Landlæknisembættinu. Maður skilur svo sem að þeir þurfi að skrá þetta einhvern veginn,“ segir Bryndís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir HIV smitum fjölgar verulega í Kína HIV smitum hefur fjölgað um 14% í Kína. Meira en 820.000 manns eru greindir með HIV veiruna en 40.000 manns hafa verið greindir með HIV á öðrum ársfjórðungi þessa árs. 29. september 2018 21:58 Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00 Á fjórða tug hefur sóst eftir forvarnarlyfjum gegn HIV Ábatinn af forvarnameðferð gegn HIV-sýkingum sem er nýlega orðin möguleg á Íslandi vegur mun þyngra en kostnaðurinn að sögn smitsjúkdómalæknis. Á fjórða tug hefur nú þegar sótt um að gangast undir meðferðina. 11. ágúst 2018 07:15 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
HIV smitum fjölgar verulega í Kína HIV smitum hefur fjölgað um 14% í Kína. Meira en 820.000 manns eru greindir með HIV veiruna en 40.000 manns hafa verið greindir með HIV á öðrum ársfjórðungi þessa árs. 29. september 2018 21:58
Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00
Á fjórða tug hefur sóst eftir forvarnarlyfjum gegn HIV Ábatinn af forvarnameðferð gegn HIV-sýkingum sem er nýlega orðin möguleg á Íslandi vegur mun þyngra en kostnaðurinn að sögn smitsjúkdómalæknis. Á fjórða tug hefur nú þegar sótt um að gangast undir meðferðina. 11. ágúst 2018 07:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent