Engin sérstök ástæða að baki skotárásinni mannskæðu í Las Vegas Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 23:30 Mikil skelfing greip um sig er Paddock hóf skothríðina. Getty/David Becker Það er niðurstaða bandarísku Alríkislögreglunnar FBI að engin ein sérstök ástæða hafi búið að baki skotárásinni í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2017 þar sem 58 létust er Stephen Paddock lét kúlunum rigna yfir tónleikagesti á Route 91 Harvest tónleikahátíðinni. Þetta kemur fram í lokaskýrslu FBI vegna rannsóknar á skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Paddock lokaði sig inni í hótelherbergi ofarlega á hótelinu. Þar var hann vel vopnum búinn og lét sem fyrr segir byssukúlunum rigna yfir tónleikagesti. Alls slösuðust tæplega 900 manns í árásinni.Sjá einnig: Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Aaron Rouse, yfirmaður rannsóknarinnar, segir að Paddock hafi ekki verið hluti af neinum hóp eða hryðjuverkasamtökum og hafi, eftir því sem FBI kemst næst, ekki framið árásina í nafni einhvers málstaðar.Stephen Paddock var 64 ára gamall.Þá hafi árásin ekki framin sem einhvers konar hefndaraðgerð gagnvart spilavítum í borginni en Paddock hafði undanfarin tvö ár fyrir árásina tapað háum fjárhæðum í spilavítum. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að Paddock hafði greitt allar spilaskuldir sínar áður en hann framdi árásina. Útlit er fyrir að það sem helst hafi vakið fyrir Paddock hafi verið að öðlast einhvers konar frægð eða þá að reyna að valda eins miklum skaða og hægt var. Paddock skildi hins vegar ekki eftir nein bréf eða upplýsingar sem varpað gátu frekari ljósi á ástæður skotárásinnar. Paddock framdi sjálfsmorð í hótelherberginu og er talið líklegt að hann hafi alltaf haft slíkt í hyggju. „Hann var einn að verki. Hann framdi hræðilegt voðaverk. Hann féll fyrir eigin hendi. Ef hann hefði viljað skilja eftir skilaboð hefði hann gert það. Það sem eftir stendur er að hann vildi ekki að neinn myndi vita ástæðuna,“ sagði Rouse. Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Enn ekki vitað af hverju Paddock skaut 471 í Las Vegas 4. ágúst 2018 14:22 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Það er niðurstaða bandarísku Alríkislögreglunnar FBI að engin ein sérstök ástæða hafi búið að baki skotárásinni í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2017 þar sem 58 létust er Stephen Paddock lét kúlunum rigna yfir tónleikagesti á Route 91 Harvest tónleikahátíðinni. Þetta kemur fram í lokaskýrslu FBI vegna rannsóknar á skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Paddock lokaði sig inni í hótelherbergi ofarlega á hótelinu. Þar var hann vel vopnum búinn og lét sem fyrr segir byssukúlunum rigna yfir tónleikagesti. Alls slösuðust tæplega 900 manns í árásinni.Sjá einnig: Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Aaron Rouse, yfirmaður rannsóknarinnar, segir að Paddock hafi ekki verið hluti af neinum hóp eða hryðjuverkasamtökum og hafi, eftir því sem FBI kemst næst, ekki framið árásina í nafni einhvers málstaðar.Stephen Paddock var 64 ára gamall.Þá hafi árásin ekki framin sem einhvers konar hefndaraðgerð gagnvart spilavítum í borginni en Paddock hafði undanfarin tvö ár fyrir árásina tapað háum fjárhæðum í spilavítum. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að Paddock hafði greitt allar spilaskuldir sínar áður en hann framdi árásina. Útlit er fyrir að það sem helst hafi vakið fyrir Paddock hafi verið að öðlast einhvers konar frægð eða þá að reyna að valda eins miklum skaða og hægt var. Paddock skildi hins vegar ekki eftir nein bréf eða upplýsingar sem varpað gátu frekari ljósi á ástæður skotárásinnar. Paddock framdi sjálfsmorð í hótelherberginu og er talið líklegt að hann hafi alltaf haft slíkt í hyggju. „Hann var einn að verki. Hann framdi hræðilegt voðaverk. Hann féll fyrir eigin hendi. Ef hann hefði viljað skilja eftir skilaboð hefði hann gert það. Það sem eftir stendur er að hann vildi ekki að neinn myndi vita ástæðuna,“ sagði Rouse.
Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Enn ekki vitað af hverju Paddock skaut 471 í Las Vegas 4. ágúst 2018 14:22 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15