Engin sérstök ástæða að baki skotárásinni mannskæðu í Las Vegas Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 23:30 Mikil skelfing greip um sig er Paddock hóf skothríðina. Getty/David Becker Það er niðurstaða bandarísku Alríkislögreglunnar FBI að engin ein sérstök ástæða hafi búið að baki skotárásinni í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2017 þar sem 58 létust er Stephen Paddock lét kúlunum rigna yfir tónleikagesti á Route 91 Harvest tónleikahátíðinni. Þetta kemur fram í lokaskýrslu FBI vegna rannsóknar á skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Paddock lokaði sig inni í hótelherbergi ofarlega á hótelinu. Þar var hann vel vopnum búinn og lét sem fyrr segir byssukúlunum rigna yfir tónleikagesti. Alls slösuðust tæplega 900 manns í árásinni.Sjá einnig: Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Aaron Rouse, yfirmaður rannsóknarinnar, segir að Paddock hafi ekki verið hluti af neinum hóp eða hryðjuverkasamtökum og hafi, eftir því sem FBI kemst næst, ekki framið árásina í nafni einhvers málstaðar.Stephen Paddock var 64 ára gamall.Þá hafi árásin ekki framin sem einhvers konar hefndaraðgerð gagnvart spilavítum í borginni en Paddock hafði undanfarin tvö ár fyrir árásina tapað háum fjárhæðum í spilavítum. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að Paddock hafði greitt allar spilaskuldir sínar áður en hann framdi árásina. Útlit er fyrir að það sem helst hafi vakið fyrir Paddock hafi verið að öðlast einhvers konar frægð eða þá að reyna að valda eins miklum skaða og hægt var. Paddock skildi hins vegar ekki eftir nein bréf eða upplýsingar sem varpað gátu frekari ljósi á ástæður skotárásinnar. Paddock framdi sjálfsmorð í hótelherberginu og er talið líklegt að hann hafi alltaf haft slíkt í hyggju. „Hann var einn að verki. Hann framdi hræðilegt voðaverk. Hann féll fyrir eigin hendi. Ef hann hefði viljað skilja eftir skilaboð hefði hann gert það. Það sem eftir stendur er að hann vildi ekki að neinn myndi vita ástæðuna,“ sagði Rouse. Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Enn ekki vitað af hverju Paddock skaut 471 í Las Vegas 4. ágúst 2018 14:22 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira
Það er niðurstaða bandarísku Alríkislögreglunnar FBI að engin ein sérstök ástæða hafi búið að baki skotárásinni í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2017 þar sem 58 létust er Stephen Paddock lét kúlunum rigna yfir tónleikagesti á Route 91 Harvest tónleikahátíðinni. Þetta kemur fram í lokaskýrslu FBI vegna rannsóknar á skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Paddock lokaði sig inni í hótelherbergi ofarlega á hótelinu. Þar var hann vel vopnum búinn og lét sem fyrr segir byssukúlunum rigna yfir tónleikagesti. Alls slösuðust tæplega 900 manns í árásinni.Sjá einnig: Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Aaron Rouse, yfirmaður rannsóknarinnar, segir að Paddock hafi ekki verið hluti af neinum hóp eða hryðjuverkasamtökum og hafi, eftir því sem FBI kemst næst, ekki framið árásina í nafni einhvers málstaðar.Stephen Paddock var 64 ára gamall.Þá hafi árásin ekki framin sem einhvers konar hefndaraðgerð gagnvart spilavítum í borginni en Paddock hafði undanfarin tvö ár fyrir árásina tapað háum fjárhæðum í spilavítum. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að Paddock hafði greitt allar spilaskuldir sínar áður en hann framdi árásina. Útlit er fyrir að það sem helst hafi vakið fyrir Paddock hafi verið að öðlast einhvers konar frægð eða þá að reyna að valda eins miklum skaða og hægt var. Paddock skildi hins vegar ekki eftir nein bréf eða upplýsingar sem varpað gátu frekari ljósi á ástæður skotárásinnar. Paddock framdi sjálfsmorð í hótelherberginu og er talið líklegt að hann hafi alltaf haft slíkt í hyggju. „Hann var einn að verki. Hann framdi hræðilegt voðaverk. Hann féll fyrir eigin hendi. Ef hann hefði viljað skilja eftir skilaboð hefði hann gert það. Það sem eftir stendur er að hann vildi ekki að neinn myndi vita ástæðuna,“ sagði Rouse.
Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Enn ekki vitað af hverju Paddock skaut 471 í Las Vegas 4. ágúst 2018 14:22 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira
Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15