Er þetta ekki fulllangt gengið Giannis? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 18:00 Giannis Antetokounmpo. Getty/Tim Warner Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo hefur átt frábært tímabil í NBA-deildinni í körfubolta og þykir koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Einn af þeim sem keppa við hann um það hnoss er James Harden hjá Houston Rockets sem var einmitt kosinn sá mikilvægasti í NBA-deildinni á síðustu leiktíð. Félagarnir mættust með liðum sínum í nótt. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Milwaukee Bucks en hann endaði leikinn með 27 stig, 21 fráköst, 5 stoðsendingar og sigurinn. James Harden var með 42 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar en tapaði 9 boltum og svo leiknum líka. Giannis Antetokounmpo lét James Harden líka finna fyrir sér eins og má í þessari sókn hér fyrir neðan. Þetta var nú fulllangt gengið hjá Giannis eða hvað? Grikinn ætlaði sér nú örugglega aldrei að skjóta Harden niður heldur aðeins að koma boltanum niður á liðsfélaga sinn niður í horni. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks hafa unnið 29 leiki á tímabilinu eða sex leikjum fleira en Harden og félagar í Houston Rockets. Antetokounmpo er með 26,6 stig, 12,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann hefur nýtt 58 prósent skota sinn og er einnig með yfir eitt varið skot (1,5) og einn stolinn bolta (1,3) að meðaltali í leik. Harden er með 33,9 stig, 8,6 stoðsendingar, 6,0 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik en hann hefur hitt úr 43,6 prósent skota sinna. Harden hefur sett niður 4,9 þrista að meðaltali en hann er að skora úr 9,4 vítaskotum að meðaltali í leik.@Giannis_An34 patrols the paint in the @Bucks road win, finishing with 27 PTS, 5 AST & a career-high 21 REB! #FearTheDeerpic.twitter.com/vbyV6WB1c0 — NBA (@NBA) January 10, 2019@JHarden13 tallies 42 PTS, 11 REB, 6 AST for the @HoustonRockets against Milwaukee. #Rockets Harden has now recorded at least 30 points and five assists in each of his last 14 games, the longest such streak in @NBAHistory. pic.twitter.com/lPmLa2uZ00 — NBA (@NBA) January 10, 2019 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo hefur átt frábært tímabil í NBA-deildinni í körfubolta og þykir koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Einn af þeim sem keppa við hann um það hnoss er James Harden hjá Houston Rockets sem var einmitt kosinn sá mikilvægasti í NBA-deildinni á síðustu leiktíð. Félagarnir mættust með liðum sínum í nótt. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Milwaukee Bucks en hann endaði leikinn með 27 stig, 21 fráköst, 5 stoðsendingar og sigurinn. James Harden var með 42 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar en tapaði 9 boltum og svo leiknum líka. Giannis Antetokounmpo lét James Harden líka finna fyrir sér eins og má í þessari sókn hér fyrir neðan. Þetta var nú fulllangt gengið hjá Giannis eða hvað? Grikinn ætlaði sér nú örugglega aldrei að skjóta Harden niður heldur aðeins að koma boltanum niður á liðsfélaga sinn niður í horni. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks hafa unnið 29 leiki á tímabilinu eða sex leikjum fleira en Harden og félagar í Houston Rockets. Antetokounmpo er með 26,6 stig, 12,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann hefur nýtt 58 prósent skota sinn og er einnig með yfir eitt varið skot (1,5) og einn stolinn bolta (1,3) að meðaltali í leik. Harden er með 33,9 stig, 8,6 stoðsendingar, 6,0 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik en hann hefur hitt úr 43,6 prósent skota sinna. Harden hefur sett niður 4,9 þrista að meðaltali en hann er að skora úr 9,4 vítaskotum að meðaltali í leik.@Giannis_An34 patrols the paint in the @Bucks road win, finishing with 27 PTS, 5 AST & a career-high 21 REB! #FearTheDeerpic.twitter.com/vbyV6WB1c0 — NBA (@NBA) January 10, 2019@JHarden13 tallies 42 PTS, 11 REB, 6 AST for the @HoustonRockets against Milwaukee. #Rockets Harden has now recorded at least 30 points and five assists in each of his last 14 games, the longest such streak in @NBAHistory. pic.twitter.com/lPmLa2uZ00 — NBA (@NBA) January 10, 2019
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira