Franskur þýðandi Hugleiks virðist telja hann of grófan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2019 16:00 Hugleikur er nokkuð hissa vegna málsins. Fréttablaðið/Ernir - Hugleikur Háðfuglinn Hugleikur Dagsson er nokkuð hissa á þýðandanum sem þýddi frönsku útgáfuna af skopmyndabók hans Elskið okkur. Í einni myndasögunni í frönsku útgáfunni má sjá að texta hennar hefur verið breitt á ansi þýðingarmikinn hátt. Hugleikur veltir því fyrir sér hvort að breytingar hafi verið gerðar á fleiri myndasögum hans í frönsku útgáfunni.Hugleikur vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag en í samtali við Vísi segist hann hafa uppgötvað breytinguna eftir að hafa beðið frönskumælandi fylgjendur hans á Instagram. að þýða frönsku útgáfuna yfir á ensku.„Ég var að komast að því að þessum brandara var gjörbreytt í frönsku þýðingunni. „Eigum við að ríða honum?“ var breytt í „Ég held að hann þurfi að faðmlagi að halda“. Nú er ég forvitinn að læra hvað annað breyttist í þessari þýðingu,“ skrifar Hugleikur á Facebook. „Ég held að ég hafi verið þýddur þrisvar yfir á frönsku og ég bara spyr mig hvort það sé eitthvað fleira sem breyttist í þessari bók. Mér finnst þetta voða skrýtið vegna þess að ég vil ekkert að fólk sé að lesa eitthvað sem ég samdi ekki í talblöðru sem ég teiknaði,“ segir Hugleikur.Efnið líklega of gróft fyrir þýðandann eða útgefandann Þýðendur standa gjarnan frammi fyrir erfiðri stöðu að þurfa að túlka brandara og annað efni sem svínvirkar á einu tungumáli yfir á annað tungumál. Miðað við þá töluverðu breytingu sem varð á myndasögunni við þýðinguna má segja að þýðandinn hafi líklega gengið of langt í þetta skiptið.Hugleikur Dagsson.Fréttablaðið/Stefán„Þegar að kemur að svona lítilli sögu eins og þessari er þessi eina setning öll sagan. Ef að þú breytir setningunni þá breytirðu sögunni,“ segir Hugleikur sem þýðir sjálfur efnið sitt yfir á ensku. Á öðrum tungumálum taka þýðendur við. Aðspurður um hvað hann telji að hafi valdið þessari breytingu á textanum er Hugleikur ekki í miklum vafa. „Ég held að hann hafi augljóslega breytt þessu vegna þess að honum þótti þetta of gróft en þá ætti hann ekki að gefa mig út,“ segir Hugleikur. Þá segist hann til að mynda eiga í góðu samstarfi við aðra þýðendur og útgendur sem gefið hafi út bækur hans. Í Finnlandi gæti útgefandinn þess að gera allar breytingar í samvinnu við Hugleik. Það sé samstarf sem hann kunni vel að meta. Hugleikur segir þó að eins og staðan sé núna ætli hann ekki að gera mikið veður út af þessu. „Ég bara má ekki vera að því. Þannig að ég ákvað bara að klaga í internetið eins og mér einum er lagið og láta fylgjendur sjá um réttlátu reiðina. Þetta ratar örugglega á sinn stað.“ Frakkland Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Háðfuglinn Hugleikur Dagsson er nokkuð hissa á þýðandanum sem þýddi frönsku útgáfuna af skopmyndabók hans Elskið okkur. Í einni myndasögunni í frönsku útgáfunni má sjá að texta hennar hefur verið breitt á ansi þýðingarmikinn hátt. Hugleikur veltir því fyrir sér hvort að breytingar hafi verið gerðar á fleiri myndasögum hans í frönsku útgáfunni.Hugleikur vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag en í samtali við Vísi segist hann hafa uppgötvað breytinguna eftir að hafa beðið frönskumælandi fylgjendur hans á Instagram. að þýða frönsku útgáfuna yfir á ensku.„Ég var að komast að því að þessum brandara var gjörbreytt í frönsku þýðingunni. „Eigum við að ríða honum?“ var breytt í „Ég held að hann þurfi að faðmlagi að halda“. Nú er ég forvitinn að læra hvað annað breyttist í þessari þýðingu,“ skrifar Hugleikur á Facebook. „Ég held að ég hafi verið þýddur þrisvar yfir á frönsku og ég bara spyr mig hvort það sé eitthvað fleira sem breyttist í þessari bók. Mér finnst þetta voða skrýtið vegna þess að ég vil ekkert að fólk sé að lesa eitthvað sem ég samdi ekki í talblöðru sem ég teiknaði,“ segir Hugleikur.Efnið líklega of gróft fyrir þýðandann eða útgefandann Þýðendur standa gjarnan frammi fyrir erfiðri stöðu að þurfa að túlka brandara og annað efni sem svínvirkar á einu tungumáli yfir á annað tungumál. Miðað við þá töluverðu breytingu sem varð á myndasögunni við þýðinguna má segja að þýðandinn hafi líklega gengið of langt í þetta skiptið.Hugleikur Dagsson.Fréttablaðið/Stefán„Þegar að kemur að svona lítilli sögu eins og þessari er þessi eina setning öll sagan. Ef að þú breytir setningunni þá breytirðu sögunni,“ segir Hugleikur sem þýðir sjálfur efnið sitt yfir á ensku. Á öðrum tungumálum taka þýðendur við. Aðspurður um hvað hann telji að hafi valdið þessari breytingu á textanum er Hugleikur ekki í miklum vafa. „Ég held að hann hafi augljóslega breytt þessu vegna þess að honum þótti þetta of gróft en þá ætti hann ekki að gefa mig út,“ segir Hugleikur. Þá segist hann til að mynda eiga í góðu samstarfi við aðra þýðendur og útgendur sem gefið hafi út bækur hans. Í Finnlandi gæti útgefandinn þess að gera allar breytingar í samvinnu við Hugleik. Það sé samstarf sem hann kunni vel að meta. Hugleikur segir þó að eins og staðan sé núna ætli hann ekki að gera mikið veður út af þessu. „Ég bara má ekki vera að því. Þannig að ég ákvað bara að klaga í internetið eins og mér einum er lagið og láta fylgjendur sjá um réttlátu reiðina. Þetta ratar örugglega á sinn stað.“
Frakkland Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira